Vilja að rannsókn á Netanjahú verði látin niður falla vegna meintra njósna Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 7. febrúar 2022 16:34 Netanjahú hefur verið til rannsóknar hjá lögreglu fyrir spillingu. Amir Levy/Getty Almannavarnaráðherra Ísraels hefur skipað sérstaka nefnd sem mun rannsaka meinta notkunn lögreglunnar á njósnabúnaði. Lögreglan á að hafa notað búnaðinn til að njósna um ýmsa framámenn, allt frá stjórnmálamönnum yfir í aðgerðasinna. Dagblaðið Calcalist birti í dag frétt þar sem því var haldið fram að ísraelska lögreglan hafi verið að nota forritið Pegasus, sem hannað var af ísraelska fyrirtækinu NSO Group, til að fá aðgang að farsímum fólks án lagaheimildar. Meðal þeirra sem lögreglan á að hafa njósnað um er Avner Netanjahú, sonur fyrrverandi forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú, og aðrir trúnaðarmenn forsætisráðherrans fyrrverandi sem höfðu verið vitni í rannsókn lögreglu á Netanjahú fyrir spillingu. Omer Barlev, almannavarnaráðherra Ísraels, lýsti því yfir í dag að svona lagað myndi ekki viðgangast í hans valdatíð og skipaði í leiðinni sérstaka nefnd sem mun rannsaka málið. Minnst þremur öðrum ráðherrum þótti Barlev ekki ganga nógu langt og vildu að sjálfstæð nefnd myndi annast rannsókn málsins. Benjamín Netanjahú hefur að undanförnu verið til rannsóknar vegna spillingar en hann á að hafa aðstoðað ísraelskan fjölmiðlarisa í stað jákvæðrar umfjöllunar á meðan hann var í embætti. Þá hefur hann verið til rannsóknar vegna annars viðlíka máls og fyrir að hafa þegið gjafir, sem voru hundruð þúsunda dollara virði, frá ríkum kunningjum sínum. Lögmenn hans vilja nú að rannsókn málsins verði látin niður falla. Ísrael Tengdar fréttir Örlög Netanjahús ráðast í dag Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels. 13. júní 2021 08:13 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Dagblaðið Calcalist birti í dag frétt þar sem því var haldið fram að ísraelska lögreglan hafi verið að nota forritið Pegasus, sem hannað var af ísraelska fyrirtækinu NSO Group, til að fá aðgang að farsímum fólks án lagaheimildar. Meðal þeirra sem lögreglan á að hafa njósnað um er Avner Netanjahú, sonur fyrrverandi forsætisráðherrans Benjamíns Netanjahú, og aðrir trúnaðarmenn forsætisráðherrans fyrrverandi sem höfðu verið vitni í rannsókn lögreglu á Netanjahú fyrir spillingu. Omer Barlev, almannavarnaráðherra Ísraels, lýsti því yfir í dag að svona lagað myndi ekki viðgangast í hans valdatíð og skipaði í leiðinni sérstaka nefnd sem mun rannsaka málið. Minnst þremur öðrum ráðherrum þótti Barlev ekki ganga nógu langt og vildu að sjálfstæð nefnd myndi annast rannsókn málsins. Benjamín Netanjahú hefur að undanförnu verið til rannsóknar vegna spillingar en hann á að hafa aðstoðað ísraelskan fjölmiðlarisa í stað jákvæðrar umfjöllunar á meðan hann var í embætti. Þá hefur hann verið til rannsóknar vegna annars viðlíka máls og fyrir að hafa þegið gjafir, sem voru hundruð þúsunda dollara virði, frá ríkum kunningjum sínum. Lögmenn hans vilja nú að rannsókn málsins verði látin niður falla.
Ísrael Tengdar fréttir Örlög Netanjahús ráðast í dag Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels. 13. júní 2021 08:13 Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11 Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50 Mest lesið Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Erlent Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Erlent Fleira en veðrið sem mæli með umdeildum hugmyndum um frestun Innlent „Mér liggur við að segja að það eigi að fara að afgreina fólk“ Innlent Ekki séð stærri hval reka í Víkurfjöru Innlent „Sá sem býður lökustu kjörin á landinu fær augljóslega ekki starfsmann“ Innlent Björgunarsveitir aðstoðað tugi vegfarenda Innlent Á 502 derhúfur og segir það ákveðna bilun Innlent Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Erlent „Kirsuberið ofan í lygakokteilinn sem hefur verið framreiddur“ Innlent Fleiri fréttir Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Fyrrverandi forsætisráðherra Indlands látinn Ákæra líka starfandi forseta til embættismissis Hættulega heitir dagar fleiri og mannskæðari en áður Framkvæmdastjóri WHO staddur á flugvelli í Jemen þegar Ísraelar gerðu árás Rússar vara við því að hrapað sé að ályktunum áður en rannsókn lýkur Skip úr skuggaflotanum hægði grunsamlega mikið á sér Slóvakar vilja hýsa friðarviðræður Rússlands og Úkraínu Tuttugu ár frá mannskæðustu náttúruhamförum aldarinnar Margt bendi til að Rússar hafi haft aðkomu að flugslysinu Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Rússneskt olíuflutningaskip í nágrenni sæstrengsins þegar hann rofnaði Stuðningsmenn Assad drápu fjórtán ráðuneytisstarfsmenn Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Girnist Panama-skurðinn, Grænland og Kanada Alls kyns jól um allan heim Um helmingur farþega komst lífs af Rússar fagna vel heppnaðri árás á orkuinnviði Úkraínu Þau kvöddu á árinu 2024 Dyr Péturskirkjunnar standa opnar Farþegaflugvél hrapaði í Kasakstan Sjá meira
Örlög Netanjahús ráðast í dag Ísraelska þingið mun greiða atkvæði um nýja ríkisstjórn í dag. Verði ríkisstjórnin samþykkt af meirihluta þingsins markar það endalok 12 ára stjórnartíð Benjamíns Netanjahús, forsætisráðherra Ísraels. 13. júní 2021 08:13
Isaac Herzog er nýr forseti Ísraels Isaac Herzog var kjörinn forseti Ísraels í dag og verður ellefti forseti landsins. Hann tekur við af Reuven Rivlin. Atkvæðagreiðsla var haldin á meðal 120 meðlima þingsins og hafði Herzog betur en fyrirlesarinn Miriam Peretz. 2. júní 2021 13:11
Netanyahu segist saklaus af ásökunum um spillingu Benjamin Netanjahú, forsætisráðherra Ísraels, segist saklaus af ásökunum um spillingu. Mál hans hefst að nýju fyrir dómi í dag en aðeins sex vikur eru þar til kjósendur ganga til þingkosninga. 8. febrúar 2021 09:50