LeBron snéri aftur með þrefaldri tvennu í framlengdum endurkomusigri Lakers Hjörtur Leó Guðjónsson skrifar 6. febrúar 2022 09:30 LeBron James var allt í öllu í sigri Los Angeles Lakers í nótt. Ronald Martinez/Getty Images LeBron James fór fyrir liði Los Angeles Lakers eftir fimm leikja fjarveru. Liðið vann sjö stiga sigur gegn New York Knicks í framlengdum leik í NBA-deildinni í körfubolta í nótt. Lokatölur urðu 122-115, en LeBron var með þrefalda tvennu. Gestirnir í New York Knicks byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 42 stig í fyrsta leikhluta gegn 29 stigum heimamanna. Þeir náðu svo mest 21 stigs forskoti í stöðunni 62-41 þegar um fjórar mínútur voru til hálfleiks, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 71-56, New York-mönnum í vil. Heimamenn frá Los Angeles vöknuðu heldur betur til lífsins eftir hálfleikshléið á meðan sóknarleikur New York-liðsins hrundi. Heimamenn skoruðu 31 stig í þriðja leikhluta, en gestirnir aðeins 13, og því voru það liðsmenn Lakers sem leiddu með þremur stigum þegar komið var að lokaleikhlutanum. Meira jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum og RJ Barrett jafnaði metin í 111-111 með þriggja stiga skoti þegar tæpar níu sekúndur voru til leiksloka. Lakers-liðið náði ekki að nýta síðustu sókn sína og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni reyndust heimamenn sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu 11 stig gegn aðeins fjórum stigum gestanna. Það voru því heimamenn í Los Angeles Lakers sem fögnuðu sjö stiga sigri í nótt, 122-115. LeBron James og Malik Monk voru stigahæsti Lakers-manna með 29 stig hvor. Ásamt stigunum 29 tók LeBron 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Atkvæðamestur í liði gestanna var RJ Barrett með 36 stig. 👑 103 Triple Doubles 👑LeBron and the @Lakers overcome a massive 21 point deficit as LBJ logs his 103rd career triple-double! #LakeShow@KingJames: 29 PTS, 13 REB, 10 AST pic.twitter.com/yowGswcPCn— NBA (@NBA) February 6, 2022 Úrslit næturinnar Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Gestirnir í New York Knicks byrjuðu af miklum krafti og skoruðu fyrstu 11 stig leiksins. Þeir skoruðu hvorki meira né minna en 42 stig í fyrsta leikhluta gegn 29 stigum heimamanna. Þeir náðu svo mest 21 stigs forskoti í stöðunni 62-41 þegar um fjórar mínútur voru til hálfleiks, en þegar gengið var til búningsherbergja var staðan 71-56, New York-mönnum í vil. Heimamenn frá Los Angeles vöknuðu heldur betur til lífsins eftir hálfleikshléið á meðan sóknarleikur New York-liðsins hrundi. Heimamenn skoruðu 31 stig í þriðja leikhluta, en gestirnir aðeins 13, og því voru það liðsmenn Lakers sem leiddu með þremur stigum þegar komið var að lokaleikhlutanum. Meira jafnræði var með liðunum í fjórða og seinasta leikhlutanum og RJ Barrett jafnaði metin í 111-111 með þriggja stiga skoti þegar tæpar níu sekúndur voru til leiksloka. Lakers-liðið náði ekki að nýta síðustu sókn sína og því þurfti að grípa til framlengingar. Í framlengingunni reyndust heimamenn sterkari aðilinn þar sem þeir skoruðu 11 stig gegn aðeins fjórum stigum gestanna. Það voru því heimamenn í Los Angeles Lakers sem fögnuðu sjö stiga sigri í nótt, 122-115. LeBron James og Malik Monk voru stigahæsti Lakers-manna með 29 stig hvor. Ásamt stigunum 29 tók LeBron 13 fráköst og gaf tíu stoðsendingar. Atkvæðamestur í liði gestanna var RJ Barrett með 36 stig. 👑 103 Triple Doubles 👑LeBron and the @Lakers overcome a massive 21 point deficit as LBJ logs his 103rd career triple-double! #LakeShow@KingJames: 29 PTS, 13 REB, 10 AST pic.twitter.com/yowGswcPCn— NBA (@NBA) February 6, 2022 Úrslit næturinnar Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
Memphis Grizzlies 135-115 Orlano Magic Miami Heat 104-86 Charlotte Hornets Phoenix Suns 95-80 Washington Wizards New York Knicks 115-122 Los Angeles Lakers Milwaukee Bucks 137-108 Portland Trailblazers Oklahoma City Thunder 103-113 Sacramento Kings
NBA er á Stöð 2 Sport en upplýsingar um útsendingar má finna hér. NBA körfuboltinn er hluti af Stöð 2 Sport erlent sem kostar 3.990 krónur á mánuði.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira