Fimm ára drengurinn sem var fastur í brunni í fjóra daga er látinn Eiður Þór Árnason skrifar 5. febrúar 2022 20:52 Frá björgunaraðgerðum í þorpinu Ighran í Chefchaouen-hérðaði í norðurhluta landsins. Ap//Mosa'ab Elshamy Fimm ára marokkóskur drengur sem var fastur í djúpum brunni í fjóra daga er látinn. Björgunarliði tókst loks að losa Rayan í kvöld eftir umfangsmiklar aðgerðir sem vöktu athygli heimsbyggðarinnar. AP-fréttaveitan greinir frá þessu og vísar í tilkynningu frá marokkósku konungshöllinni. Mohammed sjötti Marokkókonungur vottaði fjölskyldu Rayan samúð sína í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast á svæðinu en marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem féll í brunninn á þriðjudag. Fyrr í kvöld var greint frá því að björgunarlið hafi náð að losa Rayan en í fyrstu voru engar upplýsingar veittar um ástand hans. Að sögn AP var drengurinn vafinn í gult teppi þegar viðbragðsaðilar komust að honum en skömmu fyrir það voru foreldrar hans fluttir á sjúkrahús, þangað sem hann var væntanlegur. Myndavél var slakað niður í brunninn í fyrradag og staðfest að Rayan hafði lifað fallið af og var einnig búið að senda mat og súrefni til hans. Mikilli fjöldi fólks safnaðist saman við brunninn í dag og beið fram á kvöld.Ap/Mosa'ab Elshamy Brunnurinn nærri heimili þeirra Brunnurinn er 32 metra djúpur og það þröngur að björgunarlið gat ekki sigið ofan í hann til að sækja Rayan. Í stað þess voru göng grafin að drengnum með fram brunninum en jarðvegurinn gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir sem óttuðust að hætta væri á skriðuföllum. Fyrr í dag sagði yfirmaður björgunaraðgerða óvíst hvort Rayan væri lífs eða liðinn. „Það er ómögulegt að kanna líðan barnsins að svo stöddu, en við biðjum til guðs að það sé á lífi,“ sagði Abdelhadi Tamrani, í samtali við staðarmiðil. Brunnurinn er staðsettur nærri heimili fjölskyldunnar í þorpinu Ighran í Chefchaouen-héraði í norðurhluta Marokkó. Fjölda djúpra brunna má finna í 500 manna þorpinu. Fram kemur í frétt AP að margir þeirra séu notaðir af fátækum íbúum til að veita vatni á kannabisplöntur sem séu megintekjulind margra íbúa á þessu dreifbýla og þurrviðrasama svæði. Ekki liggur fyrir hvernig slysið átti sér stað en flestum brunnunum er lokað með sérstökum ábreiðum. Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til þess að komast að drengnum en margir óttuðust að hann gæti lent undir jarðskriðu.Ap/Mosa'ab Elshamy Fréttin hefur verið uppfærð. Marokkó Tengdar fréttir Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. 5. febrúar 2022 16:10 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
AP-fréttaveitan greinir frá þessu og vísar í tilkynningu frá marokkósku konungshöllinni. Mohammed sjötti Marokkókonungur vottaði fjölskyldu Rayan samúð sína í kvöld. Mikill fjöldi fólks hafði safnast á svæðinu en marokkóska þjóðin hefur fylgst náið með björgun drengsins sem féll í brunninn á þriðjudag. Fyrr í kvöld var greint frá því að björgunarlið hafi náð að losa Rayan en í fyrstu voru engar upplýsingar veittar um ástand hans. Að sögn AP var drengurinn vafinn í gult teppi þegar viðbragðsaðilar komust að honum en skömmu fyrir það voru foreldrar hans fluttir á sjúkrahús, þangað sem hann var væntanlegur. Myndavél var slakað niður í brunninn í fyrradag og staðfest að Rayan hafði lifað fallið af og var einnig búið að senda mat og súrefni til hans. Mikilli fjöldi fólks safnaðist saman við brunninn í dag og beið fram á kvöld.Ap/Mosa'ab Elshamy Brunnurinn nærri heimili þeirra Brunnurinn er 32 metra djúpur og það þröngur að björgunarlið gat ekki sigið ofan í hann til að sækja Rayan. Í stað þess voru göng grafin að drengnum með fram brunninum en jarðvegurinn gerði viðbragðsaðilum erfitt fyrir sem óttuðust að hætta væri á skriðuföllum. Fyrr í dag sagði yfirmaður björgunaraðgerða óvíst hvort Rayan væri lífs eða liðinn. „Það er ómögulegt að kanna líðan barnsins að svo stöddu, en við biðjum til guðs að það sé á lífi,“ sagði Abdelhadi Tamrani, í samtali við staðarmiðil. Brunnurinn er staðsettur nærri heimili fjölskyldunnar í þorpinu Ighran í Chefchaouen-héraði í norðurhluta Marokkó. Fjölda djúpra brunna má finna í 500 manna þorpinu. Fram kemur í frétt AP að margir þeirra séu notaðir af fátækum íbúum til að veita vatni á kannabisplöntur sem séu megintekjulind margra íbúa á þessu dreifbýla og þurrviðrasama svæði. Ekki liggur fyrir hvernig slysið átti sér stað en flestum brunnunum er lokað með sérstökum ábreiðum. Stórvirkar vinnuvélar voru notaðar til þess að komast að drengnum en margir óttuðust að hann gæti lent undir jarðskriðu.Ap/Mosa'ab Elshamy Fréttin hefur verið uppfærð.
Marokkó Tengdar fréttir Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. 5. febrúar 2022 16:10 Mest lesið „Hann fékk einfaldlega ekki þá hjálp sem hann þurfti á að halda“ Innlent Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Erlent „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Erlent Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Sitjandi formaður dregur framboðið til baka á kjördag Innlent „Það virðist aldrei vera nein lausn í sjónmáli“ Innlent Stebbi í Lúdó látinn Innlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Ölvaðir einstaklingar víða til vandræða Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Fleiri fréttir „Ég hélt að hann yrði forstjóri“ Útnefnd forsætisráðherra Nepal fyrst kvenna Ekkja Kirk tjáir sig eftir morðið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Allsherjarþingið ályktar um palestínskt ríki NATO eflir varnir í austri Erna Solberg hættir Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Trump segist nokkuð viss um að grunaður morðingi hafi verið handsamaður Bandaríkjastjórn fargar getnaðarvörnum fyrir 9,7 milljónir dala Stjórnvöld höfða mál á hendur Uber vegna mismununar gegn fötluðum Alríkislögreglan birtir myndskeið af morðingjanum Dæmdur í tuttugu og sjö ára fangelsi fyrir valdaránstilraun Rándýrar herþotur og flugskeyti gegn ódýrum drónum Breskur sendiherra rekinn vegna tengsla við Epstein Hver var Charlie Kirk? Vaktin: Vopnið fundið og FBI dreifir myndum Neyðarfundur verði boðaður í Öryggisráði SÞ Vill draga Netanyahu fyrir dóm vegna árásarinnar í Doha Trump segir öfga-vinstrið bera ábyrgð á morðinu Bandamaður Trumps skotinn til bana á fjölmennum viðburði Íslendingur fastur í Nepal: „Við erum búin að halda okkur inni allan tímann“ Faðirinn ákærður fyrir að beita Oscar ofbeldi Boða hertar aðgerðir gegn afbrotaunglingum Pólland ekki verið nær stríði frá því í seinni heimsstyrjöldinni Herinn skakkar leikinn í Katmandú Europol og Bandaríkin lýsa eftir úkraínskum tölvuþrjót Hyggjast bólusetja kóalabirni gegn klamydíu Rússneskir drónar skotnir niður í lofthelgi Póllands Sjá meira
Eru einum metra frá drengnum en ná ekki til hans Viðbragðsaðilar hafa unnið sleitulaust að því að grafa sig að ungum dreng sem féll ofan í brunn fyrir fjórum dögum. Þeir segjast nú hafa grafið göng sem eru einum metra frá drengnum en að ekki sé hægt að komast að honum vegna hættu á skriðufalli. 5. febrúar 2022 16:10