Flugvélin sem leitað var að fannst í Þingvallavatni Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 5. febrúar 2022 01:14 Leitaraðilar að störfum við Þingvallavatn síðdegis í dag. Vísir/vilhelm Flugvélin sem saknað hefur verið frá því um hádegisbil á fimmtudag er fundin. Vélin fannst með fjarstýrðum kafbát fyrirtækisins Teledyne Gavia í Ölfusvatnsvík, í sunnanverðu Þingvallavatni, á ellefta tímanum í kvöld. Þetta kemur fram í tilkynningu frá Landhelgisgæslunni. Rúmlega þúsund viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í leitinni, þar á meðal á níunda hundrað björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þyrlusveit landhelgisgæslunnar, lögregla, séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérsveit ríkislögreglustjóra, starfsmenn Isavia, einkaaðilar auk fjölmargra annarra. Landhelgisgæslan segist í tilkynningu vilja þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari umfangsmiklu leit fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við krefjandi aðstæður. Rannsókn málsins og næstu skref eru í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Frá leitaraðgerðum við Þingvallavatn um kvöldmatarleytið í dag.Vísir/vilhelm Viðbragðsaðilar sem unnið hafa unnið að leitinni eru komnir í hvíld og í hádeginu er fyrirhugaður stöðufundur þar sem farið verður yfir næstu skref. Lögreglan á Suðurlandi getur veitt frekari upplýsingar að þeim fundi loknum, segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar sem hefur haft leitina á forræði sínu. Voru í útsýnisflugi Fram hefur komið að flugvélin sem um ræðir var af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. Haraldur Diego, reynslumikill flugmaður og eigandi vélarinnar, var í ferð með þrjá erlenda ferðamenn í útsýnisflugi. Flugvélin sem fór í loftið um hálf ellefuleytið á fimmtudagsmorgni. Engin boð bárust frá neyðarsendi og var hennar leitað í hálfan annan sólarhring áður en hún fannst í Þingvallavatni. Haraldur er tæplega fimmtugur og hefur starfað sem flugmaður og ljósmyndari um árabil. Hann nýtur mikilla vinsælda í flugi yfir íslenskar náttúruperlur en hann rekur fyrirtækið Volcano Air Iceland. Haraldur er formaður AOPA, hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi, og ritstjóri Flugsins, tímarits um flugmál. Leitaraðgerðir hófust um tvöleytið á fimmtudag eftir að ekkert hafði spurst til vélarinnar sem fór í loftið á Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf tólf sama dag. Fljótlega beindist leitin að svæðinu sunnan Þingvallavatns og vestan Úlfljótsvatns. Í dag fannst olíubrák í Þingvallavatni og hófst leit í sunnanverðu vatninu þar sem fjarstýrður kafbátur var meðal annars notaður við leitina. Vísir hefur fylgst með gangi mála við leitina frá því hún hófst eftir hádegi á fimmtudaginn í vaktinni hér að neðan.
Rúmlega þúsund viðbragðsaðilar hafa tekið þátt í leitinni, þar á meðal á níunda hundrað björgunarsveitarmenn frá Slysavarnafélaginu Landsbjörg, þyrlusveit landhelgisgæslunnar, lögregla, séraðgerðasveit Landhelgisgæslunnar, almannavarnadeild ríkislögreglustjóra, sérsveit ríkislögreglustjóra, starfsmenn Isavia, einkaaðilar auk fjölmargra annarra. Landhelgisgæslan segist í tilkynningu vilja þakka öllum þeim sem komið hafa að þessari umfangsmiklu leit fyrir óeigingjarnt og fórnfúst starf við krefjandi aðstæður. Rannsókn málsins og næstu skref eru í höndum lögreglunnar á Suðurlandi. Frá leitaraðgerðum við Þingvallavatn um kvöldmatarleytið í dag.Vísir/vilhelm Viðbragðsaðilar sem unnið hafa unnið að leitinni eru komnir í hvíld og í hádeginu er fyrirhugaður stöðufundur þar sem farið verður yfir næstu skref. Lögreglan á Suðurlandi getur veitt frekari upplýsingar að þeim fundi loknum, segir í tilkynningu Landhelgisgæslunnar sem hefur haft leitina á forræði sínu. Voru í útsýnisflugi Fram hefur komið að flugvélin sem um ræðir var af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. Haraldur Diego, reynslumikill flugmaður og eigandi vélarinnar, var í ferð með þrjá erlenda ferðamenn í útsýnisflugi. Flugvélin sem fór í loftið um hálf ellefuleytið á fimmtudagsmorgni. Engin boð bárust frá neyðarsendi og var hennar leitað í hálfan annan sólarhring áður en hún fannst í Þingvallavatni. Haraldur er tæplega fimmtugur og hefur starfað sem flugmaður og ljósmyndari um árabil. Hann nýtur mikilla vinsælda í flugi yfir íslenskar náttúruperlur en hann rekur fyrirtækið Volcano Air Iceland. Haraldur er formaður AOPA, hagsmunafélags flugmanna og flugvélaeigenda á Íslandi, og ritstjóri Flugsins, tímarits um flugmál. Leitaraðgerðir hófust um tvöleytið á fimmtudag eftir að ekkert hafði spurst til vélarinnar sem fór í loftið á Reykjavíkurflugvelli klukkan hálf tólf sama dag. Fljótlega beindist leitin að svæðinu sunnan Þingvallavatns og vestan Úlfljótsvatns. Í dag fannst olíubrák í Þingvallavatni og hófst leit í sunnanverðu vatninu þar sem fjarstýrður kafbátur var meðal annars notaður við leitina. Vísir hefur fylgst með gangi mála við leitina frá því hún hófst eftir hádegi á fimmtudaginn í vaktinni hér að neðan.
Björgunarsveitir Samgönguslys Grímsnes- og Grafningshreppur Flugslys við Þingvallavatn Fréttir af flugi Tengdar fréttir Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02 Leit frestað til tíu í fyrramálið Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26 Mest lesið Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Innlent Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Innlent Stuðningsmenn Assad drápu 14 ráðuneytisstarfsmenn Erlent Alvarlegt bílslys í Öræfum Innlent Grímuskylda á Landspítalanum Innlent Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Innlent Sæstrengur milli Eistlands og Finnlands rofinn Erlent Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Innlent Nokkrir látnir í alvarlegu rútuslysi í Noregi Erlent Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Innlent Fleiri fréttir Sex voru fluttir með þyrlunni Gamla ríkið falt og milljónir fylgja Telja skemmdir í Bláfjöllum minniháttar Súðavíkurhlíð opin til 16 Alvarlegt bílslys í Öræfum Rólegt á aðfangadag en mikil aðsókn í viðtalstíma í desember Snjóflóð féllu á Súðavíkurhlíð Rúta rann yfir rangan vegarhelming út í móa Týndu vagni með jólamáltíðum sjúklinga á bráðamóttökunni Snjóflóð féll á Súðavíkurhlíð og rólegt í Kvennaathvarfinu Skógaskóli verður hótel Grímuskylda á Landspítalanum Búið að opna Hellisheiði og Holtavörðuheiði Strætó rann á bíl og ruslaskýli Töldu að ævilöng vesælmennska biði „barnanna á mölinni“ Jólakindin Djásn á Stokkseyri Standa vaktina á jóladag: „Þetta er bara eins og hina dagana“ Standa vaktina við lokunarpósta á jóladag Flugferðir hafnar að nýju í Keflavík Þak fauk nánast af hlöðu Fagna jólunum í Betlehem í skugga stríðs Hellisheiði og Þrengsli opna ekki fyrr en á morgun Aðeins ein flugvél lent í Keflavík í dag Útköll víða vegna óveðurs Erfiður tími þegar dóttirin kom út sem trans Gott að geta sagt „þú ert hjartanlega velkominn“ Appelsínugular viðvaranir og jólaboð hjá Hjálpræðishernum Á vaktinni við lokunarpósta alla jólanótt Tveir vörðu jólanótt í fangaklefa Gleðileg jól, kæru lesendur Sjá meira
Flugmaðurinn sem leitað er reynslumikill og flýgur reglulega útsýnisflug Haraldur Diego, flugmaðurinn sem er einn þeirra fjögurra sem leitað hefur verið að í tæpan sólarhring, er reynslumikill í faginu. Hinir eru þrír erlendir ferðamenn. Flugvélin sem leitað er að er af gerðinni Cessna 172N með skráningarnúmerinu TF-ABB. 4. febrúar 2022 12:02
Leit frestað til tíu í fyrramálið Leit stendur enn yfir að flugvél með fjóra innanborðs sem ekkert hefur spurst til í rúman sólarhring. Flugvélin fór í loftið frá Reykjavíkurflugvelli um klukkan hálf ellefu í gær en um var að ræða útsýnisflug íslensks flugmanns með þrjá erlenda ferðamenn. 4. febrúar 2022 06:26