Börnin hætt að stunda áhugamálin af ótta við að smita mömmu Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 4. febrúar 2022 07:09 Dagbjört Anna segir fjölskylduna lifa við miklar takmarkanir af ótta við að hún smitist. Dagbjört er á ónæmisbælandi lyfjameðferð vegna MS-sjúkdómsins. Vísir Kona, sem er með tvo taugasjúkdóma og á ónæmisbælandi krabbameinslyfjum, segist vera komin með nóg af því að hagsmunir fólks í áhættuhópum séu hundsaðir. Hún óttast að smitist hún af kórónuveirunni muni hún deyja. „Í tvö ár hafa börnin mín farið í skóla og vinnu. Punktur. Búið, enda mamma þeirra í þreföldum áhættuhópi og lyfin sem mér eru nauðsynleg þurrka út ónæmiskerfið.“ Þetta skrifaði Dagbjört Anna Gunnarsdóttir í færslu sem hún birti á Facebokk. Þar segir hún að sig hafi rekið í rogastans þegar hún fylgdist með upplýsingafundi almannavarna í fyrradag, þar sem Þórólfur Guðnason kynnti að vonandi væri hægt að aflétta sóttvarnaaðgerðum hraðar en áætlanir standa til um. En fólk í áhættuhópum, sagði hann, þyrfti að halda áfram að passa sig. „Af hverju er það sanngjarnt að þessi hópur sé settur svona út í horn? Þetta erum ekki bara við einstaklingarnir heldur börnin okkar og makar,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Dagbjört er með tvo taugasjúkdóma, MS og Reynauds auk háþrýstings. Vegna MS er hún á sterkum krabbameinslyfjum, sem eru ónæmisbælandi. Þar af leiðandi hefur Dagbjört litla vörn gegn hvers konar sýkingum. Krakkarnir kvíðnir að bera Covid í mömmu Dagbjört segir að smitist hún af Covid þyki henni ekki ólíklegt að hún myndi hreinlega deyja, vegna lítilla varna líkamans gegn sýkingunni. Vegna þessarar hættu hafi börn hennar og eiginmaður lifað mjög takmörkuðu lífi síðastliðin tvö ár. „Núna síðan í febrúar 2020 þá er eiginmaðurinn búinn að vinna heima, hann er með heimatilbúna skrifstofu inni í geymslu. Hann er rafmagnstæknifræðingur og hefur þann möguleika að vinna hérna heima. Þetta er búið að vera skelfilegt fyrir krakkana,“ segir Dagbjört. Hún segir það versta fyrir börnin kvíðinn sem fylgt hafi faraldrinum. Kvíði fyrir að þau myndu smitast af veirunni og bera sjúkdóminn inn á heimilið og smita móður sína. „Stelpan kemur til dæmis alltaf inn í gegn um bílskúrinn þegar hún kemur heim, fer þaðan inn á bað til að þrífa sig alla áður en hún kemur inn í íbúð til að hitta mig,“ segir Dagbjört og það sama gildi um son hennar, sem hafi ekki sinnt áhugamálum sínum í tvö ár af hræðslu við að smita Dagbjörtu af Covid. „Allir í kringum mig eru mjög meðvitaðir um að þeir gætu komið með eitthvað sem gæti smitað mig.“ Krökkunum létt þegar öllu var skellt í lás Hún segir börnin hafa andað léttar þegar aðgerðir innanlands voru hertar í desember. Með hertari aðgerðum væru minni líkur á útbreiddu smiti og minni líkur þar af leiðandi að Dagbjört myndi smitast. Þegar tilkynnt hafi verið um afléttingar í síðustu viku hafi Dagbjört fljótt fundið fyrir auknum kvíða meðal barna sinna. „Þegar aðgerðir voru hertar fann ég á krökkunum að þeim var létt. Dóttirin fór aðeins léttari í skólann. Nú sé ég að það er farið að þyngjast aftur. Það er kominn kvíði, þau velta fyrir sér hvenær eigi að byrja að aflétta. Hvenær sé stefnt á að öllu sé hætt. Það er endurtekið spurt á mínu heimili út í þetta,“ segir Dagbjört. Hún segir gagnrýni sína snúa að því að með afléttingu sé í raun verið að hleypa veirunni lausri og auknar líkur á að fjöldi smitaðra á hverjum degi hækki og hækki. Þannig séu auknar líkur á því með hverju smitinu sem greinist að veiran berist inn á hennar eigið heimili. „Við erum að passa okkur en gefið okkur tækifæri. Höldum takmörkunum að einhverju leyti. Geriði það, ekki sleppa þessu lausu. Því ef við förum að sjá fram á smittölur upp á tvö-, þrjú þúsund á dag ætla ég að slá því föstu að ég yrði þá líklega búin að smitast af Covid áður en ég get hafið mína bólusetningu,“ segir Dagbjört. Krabbameinslyfjameðferðin hafi eytt mótefninu sem hún fékk eftir bólusetningu Dagbjört var ein af þeim fyrstu sem fór í bólusetningu þegar hún var gerð aðgengileg á síðasta ári og er tvíbólusett. Hún fór hins vegar í lyfjameðferð í september síðastliðnum og svo virðist að lyfin hafi eytt því litla mótefni sem hún var með gegn Covid. „Ég fór í fyrstu bólusetningarnar síðasta vor, fór í mótefnamælingu og þar mældust einhver mótefni. Svo fór ég í lyfin mín í september og gerð var mótefnamæling í desember og það mælist ekkert lengur,“ segir hún og telur að héðan af þurfi hún að fara í bólusetningu gegn Covid eftir hvert sinn sem hún hefur farið í lyfjameðferðina. „Ég er ekki að gera það fyrir mig, ég er að gera það fyrir börnin mín til að veita þeim tækifæri að geta aðeins lifað því þau eiga ekkert líf. Þau eru að verða fyrir jafn mikilli frelsissviptingu og ég,“ segir Dagbjört. „Lausnin er kannski að halda áfram með sóttvarnahótel fyrir svona vandræðapésa eins og mig, sem geta kannski verið þar í sátt og samlyndi með öðrum vandræðapésum svo að börnin okkar fái að lifa.“ „Ég vissi alltaf að það væri viðbúið að fara í afléttingar en ekki þegar smitin eru í methæðum. Við höfum aldrei séð þessa tölu á Íslandi áður. Það sem mig langar að heyra er: Við ætlum að halda grímuskyldunni, við ætlum að halda þessum fjarlægðarmörkum og verðum með algerar takmarkanir á landamærum. Ég vil sjá nýsjálensku leiðina á landamærunum allavega í fjóra til fimm mánuði. Ég veit að ferðamálageirinn á eftir að væla eins og stunginn grís en bara því miður,“ segir hún. „Ég upplifi það þannig að þetta sé upp á líf og dauða“ Hún segir stjórnvöld hlusta allt of mikið á ferðaþjónustufyrirtækin og gagnrýnisraddir á sóttvarnir. „Þetta er ekkert mál fyrir heilbrigðan einstakling en hvað með okkur sem erum í þessum allra viðkvæmasta hópi. Við erum að tala um það líka að það eru börn sem gangast undir ónæmisbælandi meðferðir, ekki bara miðaldra fólk,“ segir hún. „Við verðum að hætta með þetta „Ég vil“ og fara að hugsa: Hvað með hina? Hvað erum við að gera fyrir þau? Mig langar alveg jafn mikið og þig að geta labbað út, knúsað ættingja og farið í búðir og gert allt þetta. Af hverju á ég og fjölskyldan mín ekki rétt á því að fara inn í eins eðlilegt líf og hægt er eins og staðan er?“ Hvað hræðist þú að gerist ef þú smitast af Covid? „Að ég deyi. Ég upplifi það þannig að þetta sé upp á líf og dauða,“ segir Dagbjört. Fólk geri margt lítið úr hræðslu fólks í áhættuhópum. „Það er örugglega fólk þarna úti sem segir að ég sé að mála skrattann á vegginn. En hvernig geturðu verið viss að ég sé að því? Hvernig vitiði að ég sé ekki jafnvel að draga úr alvarleikanum af því að ég er orðin svo þreytt á að heyra fólk segja við mig: Ohh, Dagbjört, kommon! Því þetta fæ ég að heyra reglulega þegar ég tala um þetta.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
„Í tvö ár hafa börnin mín farið í skóla og vinnu. Punktur. Búið, enda mamma þeirra í þreföldum áhættuhópi og lyfin sem mér eru nauðsynleg þurrka út ónæmiskerfið.“ Þetta skrifaði Dagbjört Anna Gunnarsdóttir í færslu sem hún birti á Facebokk. Þar segir hún að sig hafi rekið í rogastans þegar hún fylgdist með upplýsingafundi almannavarna í fyrradag, þar sem Þórólfur Guðnason kynnti að vonandi væri hægt að aflétta sóttvarnaaðgerðum hraðar en áætlanir standa til um. En fólk í áhættuhópum, sagði hann, þyrfti að halda áfram að passa sig. „Af hverju er það sanngjarnt að þessi hópur sé settur svona út í horn? Þetta erum ekki bara við einstaklingarnir heldur börnin okkar og makar,“ segir Dagbjört í samtali við fréttastofu. Dagbjört er með tvo taugasjúkdóma, MS og Reynauds auk háþrýstings. Vegna MS er hún á sterkum krabbameinslyfjum, sem eru ónæmisbælandi. Þar af leiðandi hefur Dagbjört litla vörn gegn hvers konar sýkingum. Krakkarnir kvíðnir að bera Covid í mömmu Dagbjört segir að smitist hún af Covid þyki henni ekki ólíklegt að hún myndi hreinlega deyja, vegna lítilla varna líkamans gegn sýkingunni. Vegna þessarar hættu hafi börn hennar og eiginmaður lifað mjög takmörkuðu lífi síðastliðin tvö ár. „Núna síðan í febrúar 2020 þá er eiginmaðurinn búinn að vinna heima, hann er með heimatilbúna skrifstofu inni í geymslu. Hann er rafmagnstæknifræðingur og hefur þann möguleika að vinna hérna heima. Þetta er búið að vera skelfilegt fyrir krakkana,“ segir Dagbjört. Hún segir það versta fyrir börnin kvíðinn sem fylgt hafi faraldrinum. Kvíði fyrir að þau myndu smitast af veirunni og bera sjúkdóminn inn á heimilið og smita móður sína. „Stelpan kemur til dæmis alltaf inn í gegn um bílskúrinn þegar hún kemur heim, fer þaðan inn á bað til að þrífa sig alla áður en hún kemur inn í íbúð til að hitta mig,“ segir Dagbjört og það sama gildi um son hennar, sem hafi ekki sinnt áhugamálum sínum í tvö ár af hræðslu við að smita Dagbjörtu af Covid. „Allir í kringum mig eru mjög meðvitaðir um að þeir gætu komið með eitthvað sem gæti smitað mig.“ Krökkunum létt þegar öllu var skellt í lás Hún segir börnin hafa andað léttar þegar aðgerðir innanlands voru hertar í desember. Með hertari aðgerðum væru minni líkur á útbreiddu smiti og minni líkur þar af leiðandi að Dagbjört myndi smitast. Þegar tilkynnt hafi verið um afléttingar í síðustu viku hafi Dagbjört fljótt fundið fyrir auknum kvíða meðal barna sinna. „Þegar aðgerðir voru hertar fann ég á krökkunum að þeim var létt. Dóttirin fór aðeins léttari í skólann. Nú sé ég að það er farið að þyngjast aftur. Það er kominn kvíði, þau velta fyrir sér hvenær eigi að byrja að aflétta. Hvenær sé stefnt á að öllu sé hætt. Það er endurtekið spurt á mínu heimili út í þetta,“ segir Dagbjört. Hún segir gagnrýni sína snúa að því að með afléttingu sé í raun verið að hleypa veirunni lausri og auknar líkur á að fjöldi smitaðra á hverjum degi hækki og hækki. Þannig séu auknar líkur á því með hverju smitinu sem greinist að veiran berist inn á hennar eigið heimili. „Við erum að passa okkur en gefið okkur tækifæri. Höldum takmörkunum að einhverju leyti. Geriði það, ekki sleppa þessu lausu. Því ef við förum að sjá fram á smittölur upp á tvö-, þrjú þúsund á dag ætla ég að slá því föstu að ég yrði þá líklega búin að smitast af Covid áður en ég get hafið mína bólusetningu,“ segir Dagbjört. Krabbameinslyfjameðferðin hafi eytt mótefninu sem hún fékk eftir bólusetningu Dagbjört var ein af þeim fyrstu sem fór í bólusetningu þegar hún var gerð aðgengileg á síðasta ári og er tvíbólusett. Hún fór hins vegar í lyfjameðferð í september síðastliðnum og svo virðist að lyfin hafi eytt því litla mótefni sem hún var með gegn Covid. „Ég fór í fyrstu bólusetningarnar síðasta vor, fór í mótefnamælingu og þar mældust einhver mótefni. Svo fór ég í lyfin mín í september og gerð var mótefnamæling í desember og það mælist ekkert lengur,“ segir hún og telur að héðan af þurfi hún að fara í bólusetningu gegn Covid eftir hvert sinn sem hún hefur farið í lyfjameðferðina. „Ég er ekki að gera það fyrir mig, ég er að gera það fyrir börnin mín til að veita þeim tækifæri að geta aðeins lifað því þau eiga ekkert líf. Þau eru að verða fyrir jafn mikilli frelsissviptingu og ég,“ segir Dagbjört. „Lausnin er kannski að halda áfram með sóttvarnahótel fyrir svona vandræðapésa eins og mig, sem geta kannski verið þar í sátt og samlyndi með öðrum vandræðapésum svo að börnin okkar fái að lifa.“ „Ég vissi alltaf að það væri viðbúið að fara í afléttingar en ekki þegar smitin eru í methæðum. Við höfum aldrei séð þessa tölu á Íslandi áður. Það sem mig langar að heyra er: Við ætlum að halda grímuskyldunni, við ætlum að halda þessum fjarlægðarmörkum og verðum með algerar takmarkanir á landamærum. Ég vil sjá nýsjálensku leiðina á landamærunum allavega í fjóra til fimm mánuði. Ég veit að ferðamálageirinn á eftir að væla eins og stunginn grís en bara því miður,“ segir hún. „Ég upplifi það þannig að þetta sé upp á líf og dauða“ Hún segir stjórnvöld hlusta allt of mikið á ferðaþjónustufyrirtækin og gagnrýnisraddir á sóttvarnir. „Þetta er ekkert mál fyrir heilbrigðan einstakling en hvað með okkur sem erum í þessum allra viðkvæmasta hópi. Við erum að tala um það líka að það eru börn sem gangast undir ónæmisbælandi meðferðir, ekki bara miðaldra fólk,“ segir hún. „Við verðum að hætta með þetta „Ég vil“ og fara að hugsa: Hvað með hina? Hvað erum við að gera fyrir þau? Mig langar alveg jafn mikið og þig að geta labbað út, knúsað ættingja og farið í búðir og gert allt þetta. Af hverju á ég og fjölskyldan mín ekki rétt á því að fara inn í eins eðlilegt líf og hægt er eins og staðan er?“ Hvað hræðist þú að gerist ef þú smitast af Covid? „Að ég deyi. Ég upplifi það þannig að þetta sé upp á líf og dauða,“ segir Dagbjört. Fólk geri margt lítið úr hræðslu fólks í áhættuhópum. „Það er örugglega fólk þarna úti sem segir að ég sé að mála skrattann á vegginn. En hvernig geturðu verið viss að ég sé að því? Hvernig vitiði að ég sé ekki jafnvel að draga úr alvarleikanum af því að ég er orðin svo þreytt á að heyra fólk segja við mig: Ohh, Dagbjört, kommon! Því þetta fæ ég að heyra reglulega þegar ég tala um þetta.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Samkomubann á Íslandi Heilbrigðismál Mest lesið Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent „Já, líklega hef ég verið undrabarn“ Innlent Áslaug ætlar í formanninn Innlent Allir starfsmenn VG missa vinnuna seinna á árinu Innlent Sleðar bannaðir á opnunartíma: „Leið eins og maður væri ekki velkominn“ Innlent Enginn megi vera krýndur formaður Innlent Byssumaðurinn hafi miðað á aðra í hópnum Innlent Musk birtist óvænt og ávarpaði samkomu fjarhægrimanna Erlent Þarf að taka fjölskylduna inn í myndina Innlent Fleiri fréttir Endurgreiðsla sem jafngildi gjaldþroti og íbúafundur Fyrrverandi bæjarstjóri verður framkvæmdastjóri þingflokks Kærði lögregluna en málið ekki rannsakað af öðrum en lögreglunni Borgarstjóri tók við tæplega 3000 undirskriftum vegna Álfabakka Ráðherra hringdi í skólastjóra vegna týnds skópars Kristrún upplýst um fundinn með skömmum fyrirvara Óhapp á Reykjavíkurflugvelli og flugbraut lokað Óvíst hvenær fundað verður aftur Engin leit í gangi að leðurblökunni Styrkjamálið vindur upp á sig Þáðu líka styrk án réttrar skráningar Gerði ekki samkomulag við Þórdísi um formannsframboðið Vísir á vettvangi: Formannsefnið sem á „erindi við breiddina, en ekki bara Mjóddina“ Fann að eitthvað væri á seyði þegar hann skoðaði efnin Bíða þess að samningur um neyslurými verði endurnýjaður Notendur ADHD-lyfja aldrei fleiri og kostnaðurinn aldrei meiri Neitaði að yfirgefa öldurhús og sparkaði í lögreglumann „Það eru mikil tíðindi að verða í íslenskum stjórnmálum“ Leðurblaka flögrar um Hlíðarnar Harður árekstur á Miklubraut Ekkert ökklaband fyrir brot á nálgunarbanni þrátt fyrir fyrirmæli ríkissaksóknara Áslaug hafi þennan „x-factor“ Laugin muni ekki opna fyrr en í fyrsta lagi seinnipart mánudags Eldur á Álfhólsvegi Ekkert bólar á ökklaböndum og nýir tímar hjá Sjálfstæðisflokknum Ekki ákveðið hvort hún ætli í varaformanninn ef hún tapar Ýmislegt hægt að lesa í mætingu á fund Áslaugar „Afar miður“ að sjá breytta afstöðu Bandaríkjanna í hinseginmálum Fimmtungsfjölgun íbúa í Vogum á síðasta ári Hefð fyrir ungum formönnum en ekki konum Sjá meira
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent
Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar: Sagði bílinn fluttan inn vegna kvikmyndaverkefnis Innlent