Nemendur og starfsfólk harmi slegið Tryggvi Páll Tryggvason skrifar 2. febrúar 2022 23:01 Framhaldsskólinn á Laugum er í Reykjadal í Þingeyjarsveit. Vísir/Vilhelm Allt skólastarf fellur niður í Framhaldsskólanum á Laugum á morgun eftir banaslys sem varð við skólann í dag. Starfsfólki og nemendum er mjög brugðið vegna slyssins og verður boðið upp á áfallahjálp á morgun. Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir en rétt eftir klukkan tvö í dag fengu viðbragðsaðilar tilkynningu um að einstaklingur hefði orðið fyrir bíl við skólann. Nítján ára karlmaður, nemandi við skólann, var meðvitundarlaus þegar viðbragsaðilar komu á vettvang og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Í bréfi sem skólastjórnendur sendu á forráðamenn nemenda við skólann í kvöld kemur fram að bænastund hafi farið fram klukkan tíu í kvöld fyrir þá sem vildu. Þá hefur áfallateymi Rauða krossins verið á staðnum í dag. Meðlimir þess hafa jafnframt aðstoðað nemendur og starfsfólk fram eftir kvöldi. Á morgun verður nemendum og starfsfólki einnig boðið upp á áfallahjálp. Í bréfinu kemur fram að lögð sé áhersla á það að af hálfu skólans að fagleg ráðgjöf og aðstoð verði veitt þeim sem á þurfa að halda vegna slyssins. „Við erum öll harmi slegin að missa mætan nemanda á svo sviplegan hátt. Hugur okkar er hjá aðstandendum hans,“ segir í bréfinu sem Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari skólans skrifar undir. Framhaldsskólar Þingeyjarsveit Lögreglumál Samgönguslys Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2. febrúar 2022 15:48 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Rannsókn á tildrögum slyssins stendur yfir en rétt eftir klukkan tvö í dag fengu viðbragðsaðilar tilkynningu um að einstaklingur hefði orðið fyrir bíl við skólann. Nítján ára karlmaður, nemandi við skólann, var meðvitundarlaus þegar viðbragsaðilar komu á vettvang og báru endurlífgunartilraunir ekki árangur. Í bréfi sem skólastjórnendur sendu á forráðamenn nemenda við skólann í kvöld kemur fram að bænastund hafi farið fram klukkan tíu í kvöld fyrir þá sem vildu. Þá hefur áfallateymi Rauða krossins verið á staðnum í dag. Meðlimir þess hafa jafnframt aðstoðað nemendur og starfsfólk fram eftir kvöldi. Á morgun verður nemendum og starfsfólki einnig boðið upp á áfallahjálp. Í bréfinu kemur fram að lögð sé áhersla á það að af hálfu skólans að fagleg ráðgjöf og aðstoð verði veitt þeim sem á þurfa að halda vegna slyssins. „Við erum öll harmi slegin að missa mætan nemanda á svo sviplegan hátt. Hugur okkar er hjá aðstandendum hans,“ segir í bréfinu sem Sigurbjörn Árni Arngrímsson skólameistari skólans skrifar undir.
Framhaldsskólar Þingeyjarsveit Lögreglumál Samgönguslys Banaslys á Laugum Tengdar fréttir Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48 Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2. febrúar 2022 15:48 Mest lesið Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Innlent Lést við tökur á Emily in Paris Erlent Grunur um brot gegn fleiri börnum Innlent Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist Innlent Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Innlent Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Innlent Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” Innlent Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Innlent Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Innlent „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Erlent Fleiri fréttir Stórhættulegur framúrakstur við Ingólfsfjall Algjört hrun í fálkastofninum Þétting byggðar hafi ekki slegið í gegn Jökulhlaupið í hægum vexti Nýi brennsluofn göngugarpsins mættur á Sólheima Grunur um brot gegn fleiri börnum Grunur um brot gegn öðru barni, alvarlegt slys og tíðindi á Menningarnótt Alvarlegt slys á starfsmönnum á Íslandsmeistarmóti í rallycross Gríðarlegt magn myndefnis til skoðunar hjá lögreglu Leiðist „linnulaust væl” Íslendinga yfir réttu málfari Eigandi Sante segir málið gjörunnið: „Frelsið sigrar alltaf að lokum” 99 ára gömul tombóla á Borg í Grímsnesi og engin núll Vínsali býst við ákæru, kúnnalisti Epstein og stemming í bænum Reiðhjólabændur með vaktað hjólastæði í Traðarkoti til miðnættis Níu sviptir leyfi meðan á annað hundrað kvartana hafa borist „Beint frá býli dagurinn“ býður landsmönnum í heimsókn Útihátíð fyrir ungmenni gekk eins og í sögu Ferðamaður neitaði að borga reikninginn og lét öllum illum látum Stungumanni í Bankastrætismálinu aftur stungið í steininn Sjö ára hlaupari kemur hópnum yfir línuna í sjötta maraþoninu á morgun Skoða að flýta aðgerðum í húsnæðismálum til að ná tökum á verðbólgunni „Versti tíminn, allra versti tíminn“ Gamall þristur strand vegna skorts á bensíni Hátt í tveggja tíma veðmálaauglýsing í boði Rúv Hraðbankinn ófundinn, hungursneyð og skólar hefjast Farþegar látnir sofa á gólfinu á hóteli í Keflavík Grunaður hraðbankaþjófur í gæslu eftir allt saman Þurfa að bíða lengur eftir að komast í Sundhöllina Bíll konunnar sást á upptöku Þáttastjórnendum X-sins sagt upp Sjá meira
Lést í bílslysi við Framhaldsskólann á Laugum Nítján ára karlmaður lést í bílslysinu sem varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. 2. febrúar 2022 17:48
Alvarlegt bílslys við Framhaldsskólann á Laugum Alvarlegt bílslys varð við Framhaldsskólann á Laugum fyrr í dag. Lögreglan á Húsavík staðfesti að bílslys hafi orðið við skólann í samtali við fréttastofu. 2. febrúar 2022 15:48