Aubameyang og Traore kynntir hjá Barcelona og verða með í Evrópudeildinni Arnar Geir Halldórsson skrifar 2. febrúar 2022 17:46 Nær Aubameyang að finna sitt fyrra form í Katalóníu? vísir/getty Spænska stórveldið Barcelona kynnti tvo nýjustu leikmenn sína með pompi og pragt á Nývangi í dag. Þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Adama Traore hafa fært sig um set úr ensku úrvalsdeildinni eftir að Aubameyang náði að losa sig undan samningi við Arsenal á meðan Traore kemur sem lánsmaður frá Wolverhampton Wanderers. Aubameyang gerir eins og hálfs árs samning við Barcelona en það er jafn langur tími og hann átti eftir af samningi sínum við Arsenal. Þessi 32 ára gamli framherji skoraði 92 mörk í 163 leikjum fyrir Arsenal eftir að hann var keyptur til félagsins frá Dortmund fyrir 56 milljónir punda fyrir fjórum árum síðan. NEW SIGNING! @Auba is blaugrana!— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Hinn 26 ára gamli Traore er að snúa til baka á heimaslóðir en hann fór í gegnum La Masia barna- og unglingastarfið hjá Barcelona frá átta ára aldri. Sautján ára gamall lék hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið en náði ekki að festa sig í sessi. Hann hefur leikið fyrir Aston Villa, Middlesbrough og Wolves síðan hann yfirgaf Barcelona árið 2015. Our new number 1 1 pic.twitter.com/ddjRqRbOOC— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Ekki er ýkja langt síðan Xavi tók við stjórnartaumunum á Nou Camp og hann nýtti janúarmánuð til að gera miklar breytingar á sóknarlínu Börsunga því hans fyrsta verk í janúar var að sækja Ferran Torres til Manchester City. Aðeins má bæta þremur nýjum leikmönnum við leikmannahóp Barcelona í Evrópudeildinni og í dag var tilkynnt um að Aubameyang, Traore og Torres séu þeir þrír leikmenn sem þýðir að gamla brýnið Dani Alves þarf að láta sér nægja að taka þátt í spænsku deildinni auk bikarkeppna en hann kom einnig aftur til Barcelona á frjálsri sölu í janúarmánuði. The registered for the @EuropaLeague — FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira
Þeir Pierre-Emerick Aubameyang og Adama Traore hafa fært sig um set úr ensku úrvalsdeildinni eftir að Aubameyang náði að losa sig undan samningi við Arsenal á meðan Traore kemur sem lánsmaður frá Wolverhampton Wanderers. Aubameyang gerir eins og hálfs árs samning við Barcelona en það er jafn langur tími og hann átti eftir af samningi sínum við Arsenal. Þessi 32 ára gamli framherji skoraði 92 mörk í 163 leikjum fyrir Arsenal eftir að hann var keyptur til félagsins frá Dortmund fyrir 56 milljónir punda fyrir fjórum árum síðan. NEW SIGNING! @Auba is blaugrana!— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Hinn 26 ára gamli Traore er að snúa til baka á heimaslóðir en hann fór í gegnum La Masia barna- og unglingastarfið hjá Barcelona frá átta ára aldri. Sautján ára gamall lék hann sinn fyrsta aðalliðsleik fyrir félagið en náði ekki að festa sig í sessi. Hann hefur leikið fyrir Aston Villa, Middlesbrough og Wolves síðan hann yfirgaf Barcelona árið 2015. Our new number 1 1 pic.twitter.com/ddjRqRbOOC— FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022 Ekki er ýkja langt síðan Xavi tók við stjórnartaumunum á Nou Camp og hann nýtti janúarmánuð til að gera miklar breytingar á sóknarlínu Börsunga því hans fyrsta verk í janúar var að sækja Ferran Torres til Manchester City. Aðeins má bæta þremur nýjum leikmönnum við leikmannahóp Barcelona í Evrópudeildinni og í dag var tilkynnt um að Aubameyang, Traore og Torres séu þeir þrír leikmenn sem þýðir að gamla brýnið Dani Alves þarf að láta sér nægja að taka þátt í spænsku deildinni auk bikarkeppna en hann kom einnig aftur til Barcelona á frjálsri sölu í janúarmánuði. The registered for the @EuropaLeague — FC Barcelona (@FCBarcelona) February 2, 2022
Spænski boltinn Evrópudeild UEFA Mest lesið Þegar Dagur féll á lyfjaprófi: „Var með magasár í hálft ár“ Handbolti „Eftir síðasta mót sögðu þeir bara strax að þeir vildu fá Ísland“ Handbolti Solskjær ekki lengur líklegastur Enski boltinn Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Enski boltinn Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Enski boltinn Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fótbolti Guðjón Valur fær Garðar til Gummersbach Handbolti Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Íslenski boltinn „Mjög hentugt að fá viku til að koma honum inn í hlutina“ Körfubolti Meistaraþjálfari danska landsliðsins segist hafa breytt um stíl Handbolti Fleiri fréttir Búast við því að Carrick verði kynntur hjá United innan tíðar Katarar vilja halda fyrsta HM félagsliða hjá konunum Mátti ekki koma inn á vegna þess að hún var með eyrnalokk Hannover staðfestir kaupin á Stefáni Teiti Sjáðu magnaða vörslu hins 43 ára Gordon: „Ein mín besta á ferlinum“ Fæstir leikir hjá Man Utd síðan í fyrri heimsstyrjöld Enn einn Bliki kveður Kópavoginn: Áslaug Munda semur við Parma Snýr aftur til Íslands og tekur við ÍBV Mætir Liverpool en fær gæsahúð þegar hann heyrir „You'll Never Walk Alone“ Carrick nú talinn líklegastur til að taka við Man Utd „Myndum að sjálfsögðu taka honum opnum örmum“ Mikel Arteta hrósaði Arne Slot Bruno Fernandes hakkaður í gærkvöldi Dagskráin í dag: Liverpool í bikarnum og síðasta lausa sætið í NFL Solskjær ekki lengur líklegastur Hákon lagði upp en Endrick sá til þess að Lille félli úr bikarnum Magnaður McTominay til bjargar eftir að Conte brjálaðist Raphinha tryggði Barca titil í fjörugum El Clásico Fletcher segir leikmenn Man. Utd viðkvæma Bayern bauð upp á átta marka sýningu eftir jólafríið Veik von Man. Utd um titil úr sögunni Loksins unnu Hamrarnir eftir framlengdan leik Nkunku braut hjörtu Alberts og félaga Tómas áfram á toppnum Martinelli og hornspyrnur hetjurnar Bradley frá út tímabilið | Fer Liverpool á markaðinn? Viðsnúningur hjá Leeds sem fer áfram Miðvarðaæði Liverpool Gekk í skrokk á liðsfélaga í miðjum leik Minntust nýlátins félaga og foreldrarnir mættu í klefann Sjá meira