Mikill hausverkur að velja sæðisgjafa: „Ég kastaði Kolbrúnu fyrir lestina og hún var til í að prófa“ Stefán Árni Pálsson skrifar 2. febrúar 2022 12:31 Kolbrún og Sonja eiga von á sínu fyrsta barni. Þær Kolbrún Helga Pálsdóttir og Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir vissu frá því þær byrjuðu að vera saman að þær langaði að stofna fjölskyldu. Enda leitun á pari sem er meira fyrir börn. Þær starfa báðar á leikskóla, hafa menntað sig annars vegar í sálfræði og hins vegar í uppeldis og menntunarfræðum og verið með börn í fóstri og þannig mætti áfram telja. Eins og önnur samkynja pör vissu þær fyrir fram að ferlið yrði kostnaðarsamt, en brugðu á það ráð að safna sér fyrir barni með því að passa börn í brúðkaupum annarra í þeim tilgangi að safna sér fyrir sínu eigin barni. Óhætt er að segja að uppátækið hafi vakið nokkur mikla athygli. „Kolbrún var að vinna á leikskóla og hafði heyrt af því að það væru foreldrar barns þar sem voru í vandræðum með að finna pössun fyrir börnin sín því maður vill nú hafa foreldra sína og sína nánustu hjá sér í brúðkaupinu. Henni datt í hug að bjóðast til þessa að passa börnin þegar þau myndu gifta sig. Við þurftum að safna pening til að geta eignast börn og prófuðum að auglýsa í svona brúðkaupshugmyndagrúbbu og fengum bara mjög góð viðbrögð við því,“ segir Sonja Björg. Þær hittu greinilega á gat á markaðnum og voru viðbrögðin betri en þær þorðu að vona. Sumarið 2020 rétt á meðan Covid var til friðs höfðu þær nóg að gera. „Við vorum bókaðar allar helgar og miklu meira en við bjuggumst við. Við þurftum að útbúa sameiginlegt dagatal til að vita hvar við áttum að vera um hverja helgi. Þetta var stundum svolítið skrýtið, sérstaklega að vera með börn yfir nótt sem við höfðum kannski hitt í eina klukkustund áður,“ segir Sonja. Fínasta viðskiptahugmynd Þær stöllur létu sig ekki muna um að ferðast um allt land til að passa og fóru til að mynda alla leið vestur á Ísafjörð og pössuðu fyrir brúðhjón sem giftu sig undir Heklurótum. „Ég held að þetta sé góð viðskiptahugmynd en það er kannski erfitt að passa börn út um allt land þegar maður er sjálfur komin með barn,“ segir Sonja en ætlunarverkið tókst, þær náðu að safna sér fyrir barni. „Við vorum báðar mjög tilbúnar að ganga með barn en þetta var meira hjá okkur hver myndi í raun fá að ganga með það fyrst og við vorum dottnar í skæri, blað, steinn um það hver myndi fá að byrja. Ég get verið smá frekjudós og við ákváðum að ég myndi byrja að prófa. Við keyptum þrjá sæðisskammta og ég prófaði tvær uppsetningar og það gekk í hvorugt skiptið og mig langaði ekki að taka þriðju ef það myndi ekki ganga og við þyrftum að byrja á byrjun að safna okkur fyrir næstu skömmtum. Þannig að ég kastaði Kolbrúnu fyrir lestina og hún var til í að prófa og það heppnaðist í fyrstu hjá henni,“ segir Sonja. Þær segjast báðar varla hafa trúað því þegar jákvætt óléttupróf kom. Uppseldur „Það eru ótrúlega margar siðferðislegar spurningar þegar maður sest fyrir framan tölvuskjá og velur sér sæðisgjafa. Eins og myndi maður hafna því að eignast barn með makanum sínum ef þetta kæmi fram,“ segir Kolbrún. „Eitthvað eins og afi hans var með sjúkdóm eða hann er með frjókornaofnæmi. Það eru í rauninni allt of mikið af upplýsingum og maður dettur ofan í einhverja gryfju sem er svolítið erfitt að komast upp úr. Fyrir utan allt genatískt þá er líka útlitslega séð. Við erum mjög ólíkar í útliti og fyrst vildum við hafa hann meira nær Kolbrúnu í útliti því ég átti að ganga með barnið. Við enduðum í rauninni bara á því að biðja hann um segja fyndna setningu og við hlógum af því og hugsuðum, þetta er góð týpa. Við vorum búnar að ákveða gjafa og safna fyrir honum en loksins þegar það var komið var hann uppseldur. Þá var það bara aftur á á byrjunarreit ,“ segir Sonja en þær eru báðar mjög miklir aðdáendur sveitarinnar Írafárs. „Írafár er augljóslega besta hljómsveit Íslands, bara í heimi ef út í það er farið,“ segir Kolbrún. Það lág því beinast við að bónorðið yrði borið upp við undirleik Írafárs og Sonja skellti sér á skeljarnar. Einu og hálfu ári síðar ákváðu þær með skömmum fyrirvara. Þær höfðu ætlað að gifta sig einu og hálfu ári síðar og voru að sjálfsögðu búnar að bóka Birgittu Haukdal í veisluna en svo var Kolbrún barnshafandi og þá var brúðkaupinu flýtt. Þær giftu sig á gamlársdag og það aðeins með nánustu aðstandendum. „Við fengum Björgu Magnúsdóttur hjá Siðmennt að gefa okkur saman og ræddum við hana um áhuga okkar á Írafári og sögðum henni í rauninni frá upprunalega planinu,“ segir Sonja. Björg ákvað að biðja valda aðila að senda kveðju í myndbandsformi og meðal annars þau Birgittu og Vigni úr Írafári. En þau ákváðu í staðinn að mæta í eigin persónu til að koma sínum dyggustu aðdáendum á óvart. „Þau mættu bara fyrir utan hjá okkur án þess að neinn vissi á brúðkaupsdaginn. Ég held að myndin segi meira en þúsund orð,“ segir Sonja um viðbrögðin þegar þau sáu Birgittu og Vigni fyrir utan heimilið þeirra. Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Tengdar fréttir Birgitta Haukdal mætti óvænt í brúðkaupið: „Þetta var alveg hápunkturinn“ Þeim Sonju Björgu og Kolbrúnu Helgu brá heldur betur í brún þegar Birgitta Haukdal söngkona og Vignir Snær Sigfússon gítarleikari mættu óvænt í brúðkaupið þeirra í gær. Hjónin nýgiftu eru forfallnir Írafárs-aðdáendur og vinkona þeirra ákvað að koma þeim á óvart. 1. janúar 2022 14:44 Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Enda leitun á pari sem er meira fyrir börn. Þær starfa báðar á leikskóla, hafa menntað sig annars vegar í sálfræði og hins vegar í uppeldis og menntunarfræðum og verið með börn í fóstri og þannig mætti áfram telja. Eins og önnur samkynja pör vissu þær fyrir fram að ferlið yrði kostnaðarsamt, en brugðu á það ráð að safna sér fyrir barni með því að passa börn í brúðkaupum annarra í þeim tilgangi að safna sér fyrir sínu eigin barni. Óhætt er að segja að uppátækið hafi vakið nokkur mikla athygli. „Kolbrún var að vinna á leikskóla og hafði heyrt af því að það væru foreldrar barns þar sem voru í vandræðum með að finna pössun fyrir börnin sín því maður vill nú hafa foreldra sína og sína nánustu hjá sér í brúðkaupinu. Henni datt í hug að bjóðast til þessa að passa börnin þegar þau myndu gifta sig. Við þurftum að safna pening til að geta eignast börn og prófuðum að auglýsa í svona brúðkaupshugmyndagrúbbu og fengum bara mjög góð viðbrögð við því,“ segir Sonja Björg. Þær hittu greinilega á gat á markaðnum og voru viðbrögðin betri en þær þorðu að vona. Sumarið 2020 rétt á meðan Covid var til friðs höfðu þær nóg að gera. „Við vorum bókaðar allar helgar og miklu meira en við bjuggumst við. Við þurftum að útbúa sameiginlegt dagatal til að vita hvar við áttum að vera um hverja helgi. Þetta var stundum svolítið skrýtið, sérstaklega að vera með börn yfir nótt sem við höfðum kannski hitt í eina klukkustund áður,“ segir Sonja. Fínasta viðskiptahugmynd Þær stöllur létu sig ekki muna um að ferðast um allt land til að passa og fóru til að mynda alla leið vestur á Ísafjörð og pössuðu fyrir brúðhjón sem giftu sig undir Heklurótum. „Ég held að þetta sé góð viðskiptahugmynd en það er kannski erfitt að passa börn út um allt land þegar maður er sjálfur komin með barn,“ segir Sonja en ætlunarverkið tókst, þær náðu að safna sér fyrir barni. „Við vorum báðar mjög tilbúnar að ganga með barn en þetta var meira hjá okkur hver myndi í raun fá að ganga með það fyrst og við vorum dottnar í skæri, blað, steinn um það hver myndi fá að byrja. Ég get verið smá frekjudós og við ákváðum að ég myndi byrja að prófa. Við keyptum þrjá sæðisskammta og ég prófaði tvær uppsetningar og það gekk í hvorugt skiptið og mig langaði ekki að taka þriðju ef það myndi ekki ganga og við þyrftum að byrja á byrjun að safna okkur fyrir næstu skömmtum. Þannig að ég kastaði Kolbrúnu fyrir lestina og hún var til í að prófa og það heppnaðist í fyrstu hjá henni,“ segir Sonja. Þær segjast báðar varla hafa trúað því þegar jákvætt óléttupróf kom. Uppseldur „Það eru ótrúlega margar siðferðislegar spurningar þegar maður sest fyrir framan tölvuskjá og velur sér sæðisgjafa. Eins og myndi maður hafna því að eignast barn með makanum sínum ef þetta kæmi fram,“ segir Kolbrún. „Eitthvað eins og afi hans var með sjúkdóm eða hann er með frjókornaofnæmi. Það eru í rauninni allt of mikið af upplýsingum og maður dettur ofan í einhverja gryfju sem er svolítið erfitt að komast upp úr. Fyrir utan allt genatískt þá er líka útlitslega séð. Við erum mjög ólíkar í útliti og fyrst vildum við hafa hann meira nær Kolbrúnu í útliti því ég átti að ganga með barnið. Við enduðum í rauninni bara á því að biðja hann um segja fyndna setningu og við hlógum af því og hugsuðum, þetta er góð týpa. Við vorum búnar að ákveða gjafa og safna fyrir honum en loksins þegar það var komið var hann uppseldur. Þá var það bara aftur á á byrjunarreit ,“ segir Sonja en þær eru báðar mjög miklir aðdáendur sveitarinnar Írafárs. „Írafár er augljóslega besta hljómsveit Íslands, bara í heimi ef út í það er farið,“ segir Kolbrún. Það lág því beinast við að bónorðið yrði borið upp við undirleik Írafárs og Sonja skellti sér á skeljarnar. Einu og hálfu ári síðar ákváðu þær með skömmum fyrirvara. Þær höfðu ætlað að gifta sig einu og hálfu ári síðar og voru að sjálfsögðu búnar að bóka Birgittu Haukdal í veisluna en svo var Kolbrún barnshafandi og þá var brúðkaupinu flýtt. Þær giftu sig á gamlársdag og það aðeins með nánustu aðstandendum. „Við fengum Björgu Magnúsdóttur hjá Siðmennt að gefa okkur saman og ræddum við hana um áhuga okkar á Írafári og sögðum henni í rauninni frá upprunalega planinu,“ segir Sonja. Björg ákvað að biðja valda aðila að senda kveðju í myndbandsformi og meðal annars þau Birgittu og Vigni úr Írafári. En þau ákváðu í staðinn að mæta í eigin persónu til að koma sínum dyggustu aðdáendum á óvart. „Þau mættu bara fyrir utan hjá okkur án þess að neinn vissi á brúðkaupsdaginn. Ég held að myndin segi meira en þúsund orð,“ segir Sonja um viðbrögðin þegar þau sáu Birgittu og Vigni fyrir utan heimilið þeirra.
Ísland í dag Börn og uppeldi Frjósemi Tengdar fréttir Birgitta Haukdal mætti óvænt í brúðkaupið: „Þetta var alveg hápunkturinn“ Þeim Sonju Björgu og Kolbrúnu Helgu brá heldur betur í brún þegar Birgitta Haukdal söngkona og Vignir Snær Sigfússon gítarleikari mættu óvænt í brúðkaupið þeirra í gær. Hjónin nýgiftu eru forfallnir Írafárs-aðdáendur og vinkona þeirra ákvað að koma þeim á óvart. 1. janúar 2022 14:44 Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00 Mest lesið Svala slær sér upp Lífið Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Lífið Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Lífið Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Lífið Ætla að halda Lífskviðuna þrátt fyrir andlát Ásgeirs í nótt Menning Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Lífið Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Lífið Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Lífið Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Lífið Sjónvarpsbarn komið í heiminn Lífið Fleiri fréttir Sýni þörfina fyrir nándarráðgjafa „Er Sophia dauður?“ Eik tók hæð við Rauðalæk í gegn Heitasta fólk Kópavogs blótaði þorrann á stærsta þorrablótinu Hreyfði sig í 30 mínútur á hverjum einasta degi í heilt ár Lauk náminu á sterkasta hugvíkkandi efni jarðar Stjörnulífið: Seiðandi kroppar og bóndadagurinn Þorir loksins að hlusta á útvarpið í bíl mömmu sinnar Ný mynd um Jackson í uppnámi vegna dómsáttar frá 1993 „Það hafa fallið mörg tár hérna baksviðs í dag“ Víbradorar á víðavangi og nærbuxnalausar konur Myndaveisla: Fjölmennt í níræðisafmæli skákgoðsagnar Ekki ætlunin að nýja merkið komi í stað fálkans Áhrifamesti Íslendingur skáksögunnar níræður Svala slær sér upp Svona var umhorfs í Reykjavík á áttunda áratugnum Erfitt að geta aldrei hlakkað til neins Krakkatían: Páskar, dýravinir og Star Wars Biðu hjálpar í tíu klukkustundir í flugvélabraki Enginn þreyir þorrann eins og Áslaug Arna Bellingham kominn með bandaríska kærustu Kemur út úr skápnum tveimur árum eftir andlát sitt Sjónvarpsbarn komið í heiminn Guinness-æðið sem gert hefur íslenska djammara að þjófum Fréttatía vikunnar: Hótelbruni, Trump og YouTube Allt í einu orðin mamman sem missti barnið sitt Stærsta þorrablót landsins Fann ástina og setur íbúðina á sölu Fallegustu bækur í heimi eru í Garðabæ Brilljant hugmyndir fyrir bóndadaginn Sjá meira
Birgitta Haukdal mætti óvænt í brúðkaupið: „Þetta var alveg hápunkturinn“ Þeim Sonju Björgu og Kolbrúnu Helgu brá heldur betur í brún þegar Birgitta Haukdal söngkona og Vignir Snær Sigfússon gítarleikari mættu óvænt í brúðkaupið þeirra í gær. Hjónin nýgiftu eru forfallnir Írafárs-aðdáendur og vinkona þeirra ákvað að koma þeim á óvart. 1. janúar 2022 14:44
Passa börn í brúðkaupum til að safna fyrir eigin barni „Góðan dag! Við erum 28 ára gamalt par sem vinnum báðar á leikskóla og elskum að vera með börnum. Við erum að safna okkur fyrir okkar eigin barni…“Svona hófst færsla sem Sonja Björg Írisar Jóhannsdóttir og Kolbrún Helga Pálsdóttir birtu í Facebook hópnum Brúðkaupshugmyndir. 14. júní 2020 07:00