Steph sjóðandi í lokin í sjötta sigri Golden State í röð Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 1. febrúar 2022 07:31 Stephen Curry fagnar einni af þriggja stiga körfum sínum í nótt. AP/Michael Wyke Golden State Warriors og Philadelphia 76ers héldu sigurgöngu sinni áfram í NBA-deildinni í körfubolta í nótt en löng Atlanta Hawks sigurganga endaði. Stephen Curry skoraði 21 af 40 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Golden State Warriors fjórtán stiga útisigur á Houston Rockets, 122-108. Golden State hefur þar með unnið sex leiki í röð. 4 0 BALL Steph Curry ERUPTED for 21 PTS in the 4th quarter to seal the victory for the @warriors! #DubNation@StephenCurry30: 40 PTS | 5 REB | 9 AST | 7 3PM pic.twitter.com/0agJbxVU4B— NBA (@NBA) February 1, 2022 Golden State var bara fjórum stigum yfir í fjórða þegar Curry hrökk í gang en hann hefur aldrei áður náð að skora 21 stig í lokaleikhlutanum. Fjórir af sjö þristum hans komu á þessum kafla. Curry var einnig með 9 stoðsendingar og 5 fráköst. Andrew Wiggins bætti við 23 stigum og Klay Thompson skoraði 14 stig. The @sixers got the win in OT while Tyrese Maxey & Ja Morant both dropped 30+points in their duel!@JaMorant: 37 PTS, 5 REB, AST@TyreseMaxey: 33 PTS, 8 AST, 4 BLK pic.twitter.com/Fcgh05taaI— NBA (@NBA) February 1, 2022 Tyrese Maxey skoraði 33 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Philadelphia 76ers í 122-119 sigri í framlengdum leik á móti Memphis Grizzlies þar á meðal skoraði hann körfuna sem kom 76ers yfir 26,4 sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Þetta var fimmti sigurleikur 76ers liðsins í röð en liðið vann öflugt lið Memphis Grizzlies án Joel Embiid. Tobias Harris skoraði 31 stig og Andre Drummond var með 16 stig og 23 fráköst. Philadelphia 76ers hefur unnið fimmtán af síðustu átján leikjum sínum. Ja Morant var með 37 stig fyrir Memphis en þetta var sjöundi þrjátíu stiga leikur hans í röð. Desmond Bane skoraði 34 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað á NBA-ferlinum. The @celtics win BIG at home powered by Jaylen Brown! #BleedGreen@FCHWPO: 29 PTS | 4 REB | 2 STL pic.twitter.com/sw8z3AZUoR— NBA (@NBA) February 1, 2022 Jaylen Brown skoraði 29 stig og Jayson Tatum bætti við 20 stigum og 12 fráköstum í öruggum sigri Boston Celtics á Miami Heat, 122-92. Félagarnir hafa verið öflugir að undanförnu, Brown er búinn að skora 25 stig í fjórum leikjum í röð og Tatum tuttugu stig eða meira í síðustu sex leikjum. Þetta var annað tap Miami í röð en liðið lék án lykilmannanna Jimmy Butler (tá), P.J. Tucker (hné) og Kyle Lowry. Max Strus var stigahæstur með 27 stig. 31 PTS | 6 REB | 9 3PM@gtrentjr drained 9 three-pointers on his way to 33 points in the @Raptors win! #WeTheNorth pic.twitter.com/sMaQquA48I— NBA (@NBA) February 1, 2022 Gary Trent Jr. var með 31 stig og Pascal Siakam skoraði 23 stig þegar Toronto Raptors endaði sjö leikja sigurgöngu Atlanta Hawks með sex stiga sigri, 106-100. Trent hefur skorað þrjátíu stig eða meira í fjórum leikjum í röð en hann setti niður þrjá þrista á lokamínútum þriðja sem komu Raptors liðinu í 85-77. Hann skoraði alls níu þriggja stiga körfur í leiknum. Fred VanVleet var með 16 stig og 11 stoðsendingar fyrir Toronto en hjá Atlanta var Kevin Huerter stigahæstur með 26 stig. Það munaði mikið um að Hawks liðið lék án Trae Young sem er meiddur á öxl. The @Pacers raced to victory fueled by @IJackson22! #GoldBlooded 26 PTS (career high) 10 REB (career high) 2 BLK pic.twitter.com/dmrHWhaFO6— NBA (@NBA) February 1, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Houston Rockets - Golden State Warriors 108-122 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 122-119 (framlengt) Boston Celtics - Miami Heat 122-92 Indiana Pacers - Los Angeles Clippers 122-116 New York Knicks - Sacramento Kings 116-96 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-81 Atlanta Hawks - Toronto Raptors 100-106 Cleveland Cavaliers - New Orleans Pelicans 93-90 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift. NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira
Stephen Curry skoraði 21 af 40 stigum sínum í fjórða leikhlutanum þegar Golden State Warriors fjórtán stiga útisigur á Houston Rockets, 122-108. Golden State hefur þar með unnið sex leiki í röð. 4 0 BALL Steph Curry ERUPTED for 21 PTS in the 4th quarter to seal the victory for the @warriors! #DubNation@StephenCurry30: 40 PTS | 5 REB | 9 AST | 7 3PM pic.twitter.com/0agJbxVU4B— NBA (@NBA) February 1, 2022 Golden State var bara fjórum stigum yfir í fjórða þegar Curry hrökk í gang en hann hefur aldrei áður náð að skora 21 stig í lokaleikhlutanum. Fjórir af sjö þristum hans komu á þessum kafla. Curry var einnig með 9 stoðsendingar og 5 fráköst. Andrew Wiggins bætti við 23 stigum og Klay Thompson skoraði 14 stig. The @sixers got the win in OT while Tyrese Maxey & Ja Morant both dropped 30+points in their duel!@JaMorant: 37 PTS, 5 REB, AST@TyreseMaxey: 33 PTS, 8 AST, 4 BLK pic.twitter.com/Fcgh05taaI— NBA (@NBA) February 1, 2022 Tyrese Maxey skoraði 33 stig og gaf 8 stoðsendingar fyrir Philadelphia 76ers í 122-119 sigri í framlengdum leik á móti Memphis Grizzlies þar á meðal skoraði hann körfuna sem kom 76ers yfir 26,4 sekúndum fyrir lok framlengingarinnar. Þetta var fimmti sigurleikur 76ers liðsins í röð en liðið vann öflugt lið Memphis Grizzlies án Joel Embiid. Tobias Harris skoraði 31 stig og Andre Drummond var með 16 stig og 23 fráköst. Philadelphia 76ers hefur unnið fimmtán af síðustu átján leikjum sínum. Ja Morant var með 37 stig fyrir Memphis en þetta var sjöundi þrjátíu stiga leikur hans í röð. Desmond Bane skoraði 34 stig sem er það mesta sem hann hefur skorað á NBA-ferlinum. The @celtics win BIG at home powered by Jaylen Brown! #BleedGreen@FCHWPO: 29 PTS | 4 REB | 2 STL pic.twitter.com/sw8z3AZUoR— NBA (@NBA) February 1, 2022 Jaylen Brown skoraði 29 stig og Jayson Tatum bætti við 20 stigum og 12 fráköstum í öruggum sigri Boston Celtics á Miami Heat, 122-92. Félagarnir hafa verið öflugir að undanförnu, Brown er búinn að skora 25 stig í fjórum leikjum í röð og Tatum tuttugu stig eða meira í síðustu sex leikjum. Þetta var annað tap Miami í röð en liðið lék án lykilmannanna Jimmy Butler (tá), P.J. Tucker (hné) og Kyle Lowry. Max Strus var stigahæstur með 27 stig. 31 PTS | 6 REB | 9 3PM@gtrentjr drained 9 three-pointers on his way to 33 points in the @Raptors win! #WeTheNorth pic.twitter.com/sMaQquA48I— NBA (@NBA) February 1, 2022 Gary Trent Jr. var með 31 stig og Pascal Siakam skoraði 23 stig þegar Toronto Raptors endaði sjö leikja sigurgöngu Atlanta Hawks með sex stiga sigri, 106-100. Trent hefur skorað þrjátíu stig eða meira í fjórum leikjum í röð en hann setti niður þrjá þrista á lokamínútum þriðja sem komu Raptors liðinu í 85-77. Hann skoraði alls níu þriggja stiga körfur í leiknum. Fred VanVleet var með 16 stig og 11 stoðsendingar fyrir Toronto en hjá Atlanta var Kevin Huerter stigahæstur með 26 stig. Það munaði mikið um að Hawks liðið lék án Trae Young sem er meiddur á öxl. The @Pacers raced to victory fueled by @IJackson22! #GoldBlooded 26 PTS (career high) 10 REB (career high) 2 BLK pic.twitter.com/dmrHWhaFO6— NBA (@NBA) February 1, 2022 Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Houston Rockets - Golden State Warriors 108-122 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 122-119 (framlengt) Boston Celtics - Miami Heat 122-92 Indiana Pacers - Los Angeles Clippers 122-116 New York Knicks - Sacramento Kings 116-96 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-81 Atlanta Hawks - Toronto Raptors 100-106 Cleveland Cavaliers - New Orleans Pelicans 93-90 Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
Úrslitin í NBA-deildinni í nótt: Houston Rockets - Golden State Warriors 108-122 Philadelphia 76ers - Memphis Grizzlies 122-119 (framlengt) Boston Celtics - Miami Heat 122-92 Indiana Pacers - Los Angeles Clippers 122-116 New York Knicks - Sacramento Kings 116-96 Oklahoma City Thunder - Portland Trail Blazers 98-81 Atlanta Hawks - Toronto Raptors 100-106 Cleveland Cavaliers - New Orleans Pelicans 93-90
Lögmál leiksins er vikulegur þáttur um NBA-deildina sem er sýndur á mánudögum á Stöð 2 Sport 2. NBA-deildin er hluti af Sport Erlent sem kostar kr. 3.990 á mánuði. Smelltu hér til að kaupa áskrift.
NBA Mest lesið Ísland lenti í algjörum martraðarriðli Fótbolti Liverpool vann risaslaginn Fótbolti Þjálfari sem mætti Víkingi í fyrra lést í miðjum leik Fótbolti Lýsir eftir leiðtoga íslenska landsliðsins Handbolti Þjálfaragoðsögn látin taka pokann sinn: „Ég er undrandi“ Fótbolti Falla fleiri gleðitár hjá fjölskyldu Viktors í kvöld? Fótbolti Meistararnir lágu á heimavelli Fótbolti Slavia Prag engin fyrirstaða fyrir Arsenal Fótbolti Björgvin Páll hafi þaggað niður í efasemdaröddum Handbolti „Í ástarsorg er gott að finna sér nýja ást sem fyrst“ Íslenski boltinn Fleiri fréttir Uppgjörið: Njarðvík - Hamar/Þór 88-61 | Auðsóttur sigur Njarðvíkinga Keflavíkursigur í kaflaskiptum leik Stjarnan með þægilegan sigur á nýliðunum Hverjir eru bestu ungu strákarnir í Bónus-deildinni? Söguleg byrjun OKC á tímabilinu Íslandsmeistararnir mæta bikarmeisturunum Skagamenn senda Kanann heim Tilþrif 5. umferðar: Jukic stal senunni Ólíkar niðurstöður hjá landsliðsmönnunum Er Tóti Túrbó ofmetinn? „Gott að við gátum verið liðið sem kláraði þetta“ Erfitt kvöld fyrir Ármann og Tindastól Tvöföld tvenna Tryggva í tæpu tapi Góður lokaleikhluti tryggði Njarðvík sigurinn Styrmir með þrettán í öruggum sigri Zamora Uppgjörið: Valur - KR | 93-100 | KR hafði betur í slag Reykjavíkurstórveldanna Diljá stórkostleg í lokin í endurkomu í Hveragerði „Einn af bestu leikmönnunum í sögu íslensks körfubolta“ Hlýtur að vera alvöru krísufundur í Valsheimilinu um helgina Besta byrjun Chicago Bulls síðan Jordan var í liðinu Blikar áfram með fullt hús stiga ÍR - Ármann 96-83 | Nýliðarnir enn í leit að fyrsta sigrinum „Bara feginn að við fundum þó leið“ Tindastóll - Stjarnan 96-95 | Ótrúlegur endir á Króknum „Við þurfum að vera betri varnarlega“ Íslenski körfuboltinn og Grindavík verðlaunuð NBA-leikmaður með krabbamein Haukur Helgi: Höfum ekki verið að spila góðan körfubolta „Getum verið fjandi góðir“ Uppgjörið: Álftanes-Njarðvík 93-92 | Heitur Haukur var hetjan á Álftanesinu Sjá meira