Þetta má sjá í tölum Bílgreinasambandsins sem greint er frá á vef Félags íslenskra bifreiðaeigenda. Í lok janúar er Toyota með flesta nýskráða bíla, eða alls 109 sem nemur 12,8% af nýskráningum. Hyundai er í öðru sæti með 93, bíla eða 11.0% og næst koma KIA og Mitsubishi með 86 bíla. Í fimmta sætinu kemur Jeep með 83 bíla
75,4% nýskráðra bíla eru til almennrar notkunar og 23,7% vegna bílaleiga. Í fyrra voru rafbílar 27,8% nýskráðra bíla á árinu, tengiltvinnbílar 26%, Hybrid bílar 18,2%, bensínbílar 15,8% og dísilbílar 12,2%.