Einn stærsti einkaskóli Queensland setur samkynhneigða undir sama hatt og barnaníðinga Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. janúar 2022 07:57 Skólastjórnendur setja samkynhneigð undir sama hatt og barna- og dýraníð. Google Maps Einn af stærstu einkareknu skólum Queensland í Ástralíu hefur sent foreldrum barna sem hyggjast sækja um í skólanum samninga, þar sem kveðið er á um að „samkynhneigðir gjörningar“ séu ósiðlegir og á pari við barna- og dýraníð. Samningurinn gerir einnig ráð fyrir því að komið verði fram við nemendur til samræmis við það kyn sem þeir fengu úthlutað við fæðingu; kynið sem guð gaf þeim. Citipoint Christian College er rekinn af Citipoint sem er svokölluð „ofurkirkja“ og hefur verið líkt við Hillsong í Sydney, sem hefur fylgjendur út um allan heim. Nemendur skólans, sem er staðsettur í Brisbane, eru sagðir 1.720 talsins en um 30 þúsund manns hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem fyrrnefndum samningum er mótmælt. Í svokallaðri „trúaryfirlýsingu“ í skráningarsamningunum segir meðal annars að kynlíf sé eitthvað sem eigi aðeins að eiga sér stað á milli karls og konu sem hafa gengið í hjónaband. Aðrar kynlífsathafnir, þeirra á meðal kynlíf samkynhneigðra, sifjaspell og barna- og dýraníð, séu ósiðlegar og eyðileggjandi afl í persónulegum samböndum og samfélaginu í heild. Þá segir að guð hafi skapað mann og konu og að þar sem gera þurfi greinamun, til dæmis hvað varðar útlit og þátttöku í íþróttum, verði það gert útfrá líffræðilegu kyni. Skólameistarinn hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla en sagði í yfirlýsingu að verið væri að gefa börnum og foreldrum kost á því að taka upplýsta ákvörðun um inngöngu í skólann. Allir væru elskaðir og virtir óháð lífstíl, jafnvel þótt val einstaklinga gengi gegn trú og trúartjáningu Citipoint. Guardian greindi frá. Ástralía Trúmál Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira
Samningurinn gerir einnig ráð fyrir því að komið verði fram við nemendur til samræmis við það kyn sem þeir fengu úthlutað við fæðingu; kynið sem guð gaf þeim. Citipoint Christian College er rekinn af Citipoint sem er svokölluð „ofurkirkja“ og hefur verið líkt við Hillsong í Sydney, sem hefur fylgjendur út um allan heim. Nemendur skólans, sem er staðsettur í Brisbane, eru sagðir 1.720 talsins en um 30 þúsund manns hafa skrifað undir yfirlýsingu þar sem fyrrnefndum samningum er mótmælt. Í svokallaðri „trúaryfirlýsingu“ í skráningarsamningunum segir meðal annars að kynlíf sé eitthvað sem eigi aðeins að eiga sér stað á milli karls og konu sem hafa gengið í hjónaband. Aðrar kynlífsathafnir, þeirra á meðal kynlíf samkynhneigðra, sifjaspell og barna- og dýraníð, séu ósiðlegar og eyðileggjandi afl í persónulegum samböndum og samfélaginu í heild. Þá segir að guð hafi skapað mann og konu og að þar sem gera þurfi greinamun, til dæmis hvað varðar útlit og þátttöku í íþróttum, verði það gert útfrá líffræðilegu kyni. Skólameistarinn hefur ekki viljað svara spurningum fjölmiðla en sagði í yfirlýsingu að verið væri að gefa börnum og foreldrum kost á því að taka upplýsta ákvörðun um inngöngu í skólann. Allir væru elskaðir og virtir óháð lífstíl, jafnvel þótt val einstaklinga gengi gegn trú og trúartjáningu Citipoint. Guardian greindi frá.
Ástralía Trúmál Hinsegin Málefni transfólks Mest lesið „Það eru alltaf einhverjar árásir í þessari blokk“ Innlent Þingmaður úðaði eyrnameðali fyrir hunda í kokið á sér Innlent Sósíalistar tortími mögulega sjálfum sér Innlent Þorbjörg segir Úlfar hengja bakara fyrir smið Innlent Sérsveit handtók vopnaðan mann Innlent Kviknaði í bíl á miðjum vegi Innlent Kveður Glerártorg eftir sautján ár Innlent Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Erlent Framtíð vararíkissaksóknara ræðst á allra næstu dögum Innlent Úr Kvennaskólanum í píparann Innlent Fleiri fréttir Fundu lík fimm skíðamanna nærri Zermatt Umfangsmestu loftárásir frá upphafi stríðs Níu af tíu börnum tveggja lækna létust í árásum Ísraela Árásarkonan Þjóðverji á fertugsaldri Tólf særðir eftir hnífstunguárás í Hamborg Vilja breyta mannréttindasáttmála til að auðvelda sér að sparka innflytjendum úr landi Hvetja Íslendinga í Harvard til að hafa samband Ákærður fyrir að myrða sendiráðsstarfsfólk Ísraels Netanjahú segir Starmer, Macron og Carney draga taum Hamas Rússar notuðu Brasilíu sem njósnaraverksmiðju Íslendingur í Bandaríkjunum: „Þetta er mjög óþægileg staða“ Banna erlendum nemendum að sækja Harvard Eyðilegging í íbúðahverfi í San Diego eftir að lítil flugvél hrapaði Samþykktu billjóna dollara skattalækkanir og niðurskurð til velferðarmála Norðmaður fékk flutningaskip næstum inn í húsið á meðan hann svaf Tveir ísraelskir sendiráðsstarfmenn skotnir til bana í Washington Íbúar Austur-Grænlands mótmæltu einangrun og pólitísku afskiptaleysi Skutu mann í röngu húsi en brutu ekki af sér Nota lygapróf til að leita lekamanna og refsa þeim Notuðu þúsundir myndavéla til að vakta hergagnaflutninga Sat fyrir forseta Suður-Afríku með ásökunum um þjóðarmorð á hvítum Handtóku unga öfgahægrimenn sem hugðu á hryðjuverk Úkraínskur fyrrverandi embættismaður skotinn til bana í Madrid Norðmenn þurfa að taka tillit til loftslagsáhrifa olíuvinnslunar Dreifing hjálpargagna enn ekki hafin Senda farandfólk frá Asíu til Suður-Súdan Synir El Chapo sagðir hafa myndað afdrífaríkt bandalag Ætlar að eyða mun minna í pólitíkina Hætta viðræðum við Ísrael og boða aðgerðir Evrópuríki leggja refsiaðgerðir á „skuggaflota“ Rússa Sjá meira