Kimmel sendi Laufeyju pylsusinnep eftir þáttinn Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 30. janúar 2022 17:53 Ekki fylgdi sögunni hvernig þáttastjórnandinn komst yfir hið rammíslenska pylsusinnep. Instagram/Getty Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir fékk heldur betur sérstaka kveðju frá þáttastjórnandanum Jimmy Kimmel í gærkvöldi. Laufey birti kveðjuna á Instagram-síðu sinni en hún flutti lagið sitt Like The Movies í spjallþætti Kimmel fyrir rúmri viku. Laufey birti myndina á Instagram-síðu sinni í gær.Instagram Laufey hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum að undanförnu þar sem hún stundaði tónlistarnám í Berklee-tónlistarskólanum í Boston. Laufey fór að vekja athygli vestanhafs eftir að tónlistarkonan fræga Billie Eilish deildi flutningi hennar af lagi Billie, My Future, á Instagram haustið 2020. Með kveðju Kimmel fylgdi rammíslenskt pylsusinnep frá SS. Og á kortinu stendur: „Laufey, takk fyrir að koma í þáttinn til okkar. Ég vona að þú kunnir að meta þessa sérstöku vöru að heiman.“ Laufey skrifar þá til baka að honum hafi svo sannarlega tekist að koma sér á óvart. Eins og fyrr segir hefur Laufey notið mikilla vinsælda og hún er nú með tæplega 350 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Tik Tok og 265 þúsund fylgjendur á Instagram. Á tónlistarveitunni Spotify hlusta hundruðir þúsunda á söngkonuna í hverjum mánuði. Bandaríska stórtímaritið Rolling Stone fjallaði um EP-plötu tónlistarkonunnar í maí í fyrra, þar sem kom fram að flutningur hennar væri bæði ljúfur og lipur. Hlusta má á stórkostlegan flutning Laufeyjar í þætti Kimmel hér að neðan. Bandaríkin Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. 21. janúar 2022 10:53 Laufey lofuð í Rolling Stone Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám. 1. maí 2021 10:36 Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
Laufey birti myndina á Instagram-síðu sinni í gær.Instagram Laufey hefur notið mikilla vinsælda í Bandaríkjunum að undanförnu þar sem hún stundaði tónlistarnám í Berklee-tónlistarskólanum í Boston. Laufey fór að vekja athygli vestanhafs eftir að tónlistarkonan fræga Billie Eilish deildi flutningi hennar af lagi Billie, My Future, á Instagram haustið 2020. Með kveðju Kimmel fylgdi rammíslenskt pylsusinnep frá SS. Og á kortinu stendur: „Laufey, takk fyrir að koma í þáttinn til okkar. Ég vona að þú kunnir að meta þessa sérstöku vöru að heiman.“ Laufey skrifar þá til baka að honum hafi svo sannarlega tekist að koma sér á óvart. Eins og fyrr segir hefur Laufey notið mikilla vinsælda og hún er nú með tæplega 350 þúsund fylgjendur á samfélagsmiðlinum Tik Tok og 265 þúsund fylgjendur á Instagram. Á tónlistarveitunni Spotify hlusta hundruðir þúsunda á söngkonuna í hverjum mánuði. Bandaríska stórtímaritið Rolling Stone fjallaði um EP-plötu tónlistarkonunnar í maí í fyrra, þar sem kom fram að flutningur hennar væri bæði ljúfur og lipur. Hlusta má á stórkostlegan flutning Laufeyjar í þætti Kimmel hér að neðan.
Bandaríkin Íslendingar erlendis Tónlist Tengdar fréttir Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. 21. janúar 2022 10:53 Laufey lofuð í Rolling Stone Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám. 1. maí 2021 10:36 Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41 Mest lesið „Eins nakin og ég kemst upp með“ Tíska og hönnun „Besti tími lífs míns hingað til“ Lífið Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni Lífið „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Lífið Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá Lífið Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Lífið Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Lífið Rugluðust á Laufeyju og „Megan“ Tónlist „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Lífið Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann Lífið Fleiri fréttir Gummi Tóta og Guðbjörg eiga von á öðru barni Ragnheiður fékk heilablóðfall á Spáni „Hvaða rugl er þetta?“ „Besti tími lífs míns hingað til“ Spá Ísrael sigri marga mánuði fram í tímann „Minnstur aldursmunur á okkur af öllum pörum“ Fannar og Jói böðuðu hvor annan Fjölmenni í Tene-afmæli Gurrýjar en enga Sólrúnu Diego að sjá „Litlu kóngarnir“ sjaldan verið heitari Þessi nældu sér í verðlaun á Golden Globe „Á Íslandi eru konur hvattar til að dreyma og vera í forystu“ Stjörnulífið: Ár gellunnar Hús Björns og Hafdísar það dýrasta sem hefur verið selt Fresta tökum á Love Island All Stars Finnur fyrsti óperustjórinn Þegar miðborgin stóð í ljósum logum Sjá Jón Kára sem barn með óendanlega möguleika Krakkatía vikunnar: Borgarstjóri, Stubbarnir og handbolti Bob Weir látinn Stóru spurningunni um dularfullt slys enn ósvarað Minnast Magnúsar Eiríkssonar: „Góða ferð, elsku vinur“ Fréttatía vikunnar: Björk, EM í handbolta og Alvotech RÚV hættir við Söngvakeppnina Magnús Eiríksson er látinn Kynntist ástinni á Spáni eftir að hafa verið orðin leið á að vera ein Enn óvíst hvað verður um Söngvakeppnina Eyjamenn dansa með tröllum um helgina „eins og alvöru sértrúarsöfnuður“ Býðst að bóka leikara til að þykjast vera maki Ný skólína frá Nike: Air Inga – „just do it“ Þórunn Antonía frumsýnir nýtt útlit Sjá meira
Laufey Lin spilaði fyrir Jimmy Kimmel Íslenska tónlistarkonan Laufey Lin Jónsdóttir flutti lagið sitt Like the Movies í spjallþætti Jimmy Kimmel í gærkvöldi. 21. janúar 2022 10:53
Laufey lofuð í Rolling Stone Fjallað er um fyrstu EP-plötuna sem tónlistarkonan Laufey Lín Jónsdóttir sendi frá sér á dögunum í bandaríska stórtímaritinu Rolling Stone. Fram kemur í umfjöllun Rolling Stone að mörg laganna á plötu Laufeyjar hafi hún samið á heimavistinni í Berklee-tónlistarskólanum í Boston, þar sem Laufey stundaði nám. 1. maí 2021 10:36
Billie Eilish birti myndband Laufeyjar á Instagram Bandaríska poppstjarnan Billie Eilish birti í kvöld færslu í story á Instagram þar sem hún deildi myndbandi íslensku söngkonunnar Laufeyjar Línar Jónsdóttur. 2. september 2020 21:41