„Þetta er algjör dómgreindarbrestur“ Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 30. janúar 2022 15:00 Hörður Orri er framkvæmdastjóri Herjólfs. vísir „Við lítum málið alvarlegum augum,“ segir Hörður Orri Grettisson, framkvæmdastjóri Herjólfs um mál starfsmanns sem nýlega var lækkaður um tign úr yfirskipstjóra í skipstjóra eftir að athugasemd og kvörtun barst um óeðlileg vinnubrögð af hans hálfu. Lögreglurannsókn er hafin og skipstjórinn kominn í leyfi. Atvinnuréttindi skipstjórans runnu úr rétt fyrir jól en þrátt fyrir það hélt hann áfram að sigla Herjólfi. Samkvæmt lögum um lögskráningu sjómanna er óheimilt að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir í skiprúm. Skipstjórinn skráði nöfn annarra skipstjóra í stað síns eigins án þeirra vitundar. Lítur þú svo á að skipstjórinn hafi teflt öryggi farþega í tvísýnu með því að sigla skipinu án þess að endurnýja réttindin? „Þetta er algjör dómgreindarbrestur að láta réttindin renna út. Það er hlutverk skipstjóra að passa að skírteinin séu í lagi. Það er alltaf á hans ábyrgð. Dómgreindarleysið gríðarlegt. En þó að réttindin renna út þá verður hann ekki vanhæfur til þess að sigla skipinu á einum degi. Hann hefur verið starfsmaður á Herjólfi í 20 ár og sinnt því vel.“ Starfsfólki brugðið Hörður segir að starfsfólki hafi orðið brugðið að heyra að hann skráði nöfn annarra starfsmanna í stað síns eigins. „Fólki er brugðið og þetta hefur tekið á áhöfn skipsins. Þetta er erfitt og flókið mál sem við erum að vinna í.“ Vísir greindi frá því fyrir helgi að lögreglurannsókn væri hafin á málinu en brot gegn lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Starfsmenn segja upp Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama vegna málsins og annarra ósátta. Aðspurður hvort þetta gefi til kynna að taka þurfi til í innri málum Herjólfs segir Hörður: „Þetta mál er til þess fallið að við þurfum klárlega að líta inn á við.“ Herjólfur Samgöngur Lögreglumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Atvinnuréttindi skipstjórans runnu úr rétt fyrir jól en þrátt fyrir það hélt hann áfram að sigla Herjólfi. Samkvæmt lögum um lögskráningu sjómanna er óheimilt að leggja skipi úr höfn nema allir skipverjar hafi verið lögskráðir í skiprúm. Skipstjórinn skráði nöfn annarra skipstjóra í stað síns eigins án þeirra vitundar. Lítur þú svo á að skipstjórinn hafi teflt öryggi farþega í tvísýnu með því að sigla skipinu án þess að endurnýja réttindin? „Þetta er algjör dómgreindarbrestur að láta réttindin renna út. Það er hlutverk skipstjóra að passa að skírteinin séu í lagi. Það er alltaf á hans ábyrgð. Dómgreindarleysið gríðarlegt. En þó að réttindin renna út þá verður hann ekki vanhæfur til þess að sigla skipinu á einum degi. Hann hefur verið starfsmaður á Herjólfi í 20 ár og sinnt því vel.“ Starfsfólki brugðið Hörður segir að starfsfólki hafi orðið brugðið að heyra að hann skráði nöfn annarra starfsmanna í stað síns eigins. „Fólki er brugðið og þetta hefur tekið á áhöfn skipsins. Þetta er erfitt og flókið mál sem við erum að vinna í.“ Vísir greindi frá því fyrir helgi að lögreglurannsókn væri hafin á málinu en brot gegn lögum um lögskráningu sjómanna og reglugerðum settum samkvæmt þeim varða sektum eða fangelsi allt að tveimur árum. Starfsmenn segja upp Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama vegna málsins og annarra ósátta. Aðspurður hvort þetta gefi til kynna að taka þurfi til í innri málum Herjólfs segir Hörður: „Þetta mál er til þess fallið að við þurfum klárlega að líta inn á við.“
Herjólfur Samgöngur Lögreglumál Vestmannaeyjar Tengdar fréttir Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17 Mest lesið Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Innlent Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Innlent Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Innlent Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Innlent Birtu áður óséðar myndir af einkaeyju Epsteins Erlent Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Innlent Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Innlent Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Innlent Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Innlent Ungliðar undirrita drengskaparheit Innlent Fleiri fréttir Þungt yfir Austfirðingum í dag Símtalið við Ingu skráð í skjalakerfi skólans Skólameistari ósáttur og hörð átök á þingi Ungliðar undirrita drengskaparheit Enn skorað á Willum Íslendingar í öðrum bílnum og erlendir ferðamenn í hinum Grætur Fjarðarheiðargöng og vísar til banaslyssins Karlar telja hlutverkaskiptin jafnari Guðmundur Ingi á sjúkrahúsi Koma Ársæli til varnar og telja ráðherra refsa honum fyrir skoðanir sínar Ekki á leið í framboð í borginni og hugsi yfir „óskalista“ ríkisstjórnarinnar Ekki brotið á matráði sem var sagt upp störfum í fæðingarorlofi Stefna á að opna Gunnarsholt um áramót og styttist í svör um Garðabæ Tjáir sig um símtalið margfræga: „Hún var ekki í neinu jafnvægi“ Óttast að framtíð gamla Vesturbæjarins sé í húfi Veltir upp afleiðingunum hefði móðirin farið í hjartastopp í bænum Segir göng undir Fjarðarheiði ekki fjárhagslega forsvaranleg Tólf ára börn í áfengis- og vímefnavanda Földu stórfellt magn fíkniefna í alls konar leynihólfum Banaslys á Fjarðarheiði Hættir sem ritstjóri Kastljóss Yngri börn með vímuefnavanda og „þöggun“ skólameistara Maðurinn er fundinn Sneypuför í Teslubrunamáli kostar ríkið ellefu milljónir Ekkert verður af áttafréttum Einn slasaðist alvarlega í bílslysinu Hegðun ráðherra „ekki bara forkastanleg, hún er hættuleg“ Fór yfir fangaklefa á Vesturlandi: Hálf hurð á baðherberginu og klefinn of lítill Fjarðarheiði lokuð vegna umferðarslyss Eldur í bíl á Reykjanesbraut Sjá meira
Starfsmenn Herjólfs segja upp vegna skipstjóramáls Að minnsta kosti fjórir starfsmenn Herjólfs hafa sagt upp störfum og aðrir íhuga að gera slíkt hið sama. Uppsagnirnar koma í kjölfar máls skipstjóra sem hélt áfram að sigla Herjólfi eftir að atvinnuréttindi hans runnu út. 29. janúar 2022 23:17