Hækkun húsnæðislána gæti hlaupið á hundruðum þúsunda á ári Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 28. janúar 2022 19:41 Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Vísir/Sigurjón Hækkun húsnæðislána á ársgrundvelli gæti hlaupið á mörg hundruð þúsund krónum nú þegar verðbólga er í hæstu hæðum og hærri stýrivextir yfirvofandi. Hagfræðingur hjá Íslandsbanka segir að fólk ætti að vera viðbúið því að staðan versni enn frekar. Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Húsnæðisliðurinn vegur þungt í þessu samhengi, og eftir sögulega lága vexti hér á landi, eru þeir farnir að hækka aftur. „Við áttum nú von á því að toppurinn væri eiginlega að koma núna í janúar. Okkar spá var upp á töluvert minni verðbólgu en raunin varð, þannig að við þurfum svolítið að stilla líkönin okkar aftur og fara yfirstöðuna. Verðbólga verður vafalítið umtalsverð og fer ekki að hjaðna að ráði fyrr en lengra líður á þetta ár,” segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Til að setja þessar hækkanir í samhengi mætti taka dæmi um 30 milljón króna óverðtryggt húsnæðislán, sem upphaflega var tekið á 3,4 prósenta breytilegum vöxtum. Þar hefur greiðslubyrði farið úr 114 þúsund krónum í um 134 þúsund,. Ef vextir hækka um eitt prósent til viðbótar yrðu mánaðarlegar afborganir 154 þúsund. Það þýðir að með hverri 0,25 prósenta hækkun, hækkar lánið um fimm þúsund krónur á mánuði. Á ársgrundvelli yrði þetta tæplega 500 þúsund króna hækkun. Fá fordæmi fyrir viðlíka hækkunum „Það er svolítið nýtt í okkar umhverfi að vaxtakjörin á íbúðalánunum séu að versna, eða að vextirnir á þeim séu að hækka. Þannig að við höfum í raun ekki mörg fordæmi þar um. En þetta er vissulega allhröð hækkun sem er að verða og hefur þegar orðið og við gætum átt von á ef fram heldur sem horfir,” segir Jón Bjarki. Jón Bjarki segir mikilvægt að fólk hafi það í huga að staðan gæti versnað á næstu vikum og mánuðum. „Ég held að það sé alltaf mikilvægt af því að ef hlutirnir þróast með betri hætti heldur en útlit er fyrir núna, þá er það auðvitað glaðningur fyrir flest heimili, en það sem getur virkilega valdið þeim búsifjum er þegar greiðslubyrðin fer að ferða illviðráðanleg, þannig að það þarf alltaf fyrst og fremst að miða áætlanir við að hætta sé á verri þróun heldur en kannski spár gera ráð fyrir akkúrat núna.” Neytendur Húsnæðismál Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. 28. janúar 2022 09:22 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. 24. janúar 2022 19:16 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands og hefur ekki verið hærri frá því í mars 2012. Húsnæðisliðurinn vegur þungt í þessu samhengi, og eftir sögulega lága vexti hér á landi, eru þeir farnir að hækka aftur. „Við áttum nú von á því að toppurinn væri eiginlega að koma núna í janúar. Okkar spá var upp á töluvert minni verðbólgu en raunin varð, þannig að við þurfum svolítið að stilla líkönin okkar aftur og fara yfirstöðuna. Verðbólga verður vafalítið umtalsverð og fer ekki að hjaðna að ráði fyrr en lengra líður á þetta ár,” segir Jón Bjarki Bentsson, aðalhagfræðingur Íslandsbanka. Til að setja þessar hækkanir í samhengi mætti taka dæmi um 30 milljón króna óverðtryggt húsnæðislán, sem upphaflega var tekið á 3,4 prósenta breytilegum vöxtum. Þar hefur greiðslubyrði farið úr 114 þúsund krónum í um 134 þúsund,. Ef vextir hækka um eitt prósent til viðbótar yrðu mánaðarlegar afborganir 154 þúsund. Það þýðir að með hverri 0,25 prósenta hækkun, hækkar lánið um fimm þúsund krónur á mánuði. Á ársgrundvelli yrði þetta tæplega 500 þúsund króna hækkun. Fá fordæmi fyrir viðlíka hækkunum „Það er svolítið nýtt í okkar umhverfi að vaxtakjörin á íbúðalánunum séu að versna, eða að vextirnir á þeim séu að hækka. Þannig að við höfum í raun ekki mörg fordæmi þar um. En þetta er vissulega allhröð hækkun sem er að verða og hefur þegar orðið og við gætum átt von á ef fram heldur sem horfir,” segir Jón Bjarki. Jón Bjarki segir mikilvægt að fólk hafi það í huga að staðan gæti versnað á næstu vikum og mánuðum. „Ég held að það sé alltaf mikilvægt af því að ef hlutirnir þróast með betri hætti heldur en útlit er fyrir núna, þá er það auðvitað glaðningur fyrir flest heimili, en það sem getur virkilega valdið þeim búsifjum er þegar greiðslubyrðin fer að ferða illviðráðanleg, þannig að það þarf alltaf fyrst og fremst að miða áætlanir við að hætta sé á verri þróun heldur en kannski spár gera ráð fyrir akkúrat núna.”
Neytendur Húsnæðismál Íslenska krónan Íslenskir bankar Tengdar fréttir Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. 28. janúar 2022 09:22 Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29 Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. 24. janúar 2022 19:16 Mest lesið Sektuð fyrir að auglýsa lénið á auglýsingaskilti Neytendur Einföld leið til að nýta hugmyndavinnu oftar Atvinnulíf Sektuð fyrir að segjast vera best Neytendur Bölvað basl á Bond Viðskipti erlent Að kúpla okkur frá vinnu um jólin Atvinnulíf Gervigreindin sögð „bjargvættur“ jarðgassiðnaðarins Viðskipti erlent Grýlan sem segir vekjaranum að grjóthalda kjafti Atvinnulíf Innkalla sviðasultu vegna gruns um listeríu Neytendur Kilroy hafi veitt ferðamönnum rangar upplýsingar Neytendur Halda áfram bitcoin-braski þrátt fyrir samkomulag við AGS Viðskipti erlent Fleiri fréttir „Langstærsta“ vikan í sögu Ölgerðarinnar Nefna fimm veitingastaði að baki „gervikjarasamningi“ Raforka til gagnavera snarminnkað Þekktir netþrjótar réðust á kerfi Wise Discover hefur flug milli München og Íslands Hærri barnabætur og ný gjöld á nikótínvörur á nýju ári Hluthafarnir samþykkja samruna Marels við JBT Sekta þau sem ekki greiða rétt fargjald um fimmtán þúsund krónur Elma Sif til Stika Solutions Baldvin sagði upp 99 manns sem mættu ekki á morgunfund Standa vörð um bílastæði viðskiptavina Kringlunnar Vonar að allir pakkar berist til þeirra fyrir jól Kortleggja tómar íbúðir í samstarfi við sveitarfélög Jóna Björk tekur við Garðheimum Segja son og tengdadóttur Reynis ekki koma nálægt Mannlífskaupum EastJet flýgur til Basel og Lyon Margrét áfram rektor á Bifröst Ingibjörg Þórdís til Elko Fimm mætt í Kauphöllina RÚV sker sér stærri sneið af auglýsingakökunni Ársverðbólga óbreytt á milli mánaða Tómar íbúðir á landinu nú um 10 þúsund Keppinautar eigi ekki að opna bækur sínar hver gagnvart öðrum Segir kaupverðið á Mannlífi ekki hátt Hætta í stjórn vegna yfirvofandi kaupa á Mannlífi Heimkaup undir hatt Samkaupa Leggja nýjan jarðstreng til Súðavíkur Heimildin að ganga frá kaupum á Mannlífi Lykilstjórnendur fá skell vegna tugmilljóna hagnaðar Segir eðlilegar skýringar á hæsta raforkuverðinu Sjá meira
Verðbólga hækkar langt umfram spár greinenda og mælist nú 5,7 prósent Vísitala neysluverðs hækkaði um 0,5 prósent í janúar á þessu ári og mælist tólf mánaða verðbólga núna því 5,7 prósent. Hefur árstaktur verðbólgunnar ekki verið meiri frá því í apríl árið 2012. 28. janúar 2022 09:22
Verðbólga í hæstu hæðum Verðbólga síðustu tólf mánuði mælist nú 5,7 prósent samkvæmt neysluvísitölu Hagstofu Íslands. Verðbólga hefur ekki verið eins mikil á Íslandi frá því í mars 2012. 28. janúar 2022 09:29
Hvetur fyrirtæki til að hagræða frekar en að grípa til hækkana ASÍ gefur lítið fyrir áhyggjur stórfyrirtækja um yfirvofandi verðhækkanir, enda séu þau sannarlega ekki á flæðiskeri stödd, og geti vel hagrætt fremur en að velta hækkunum út í verðlagið. Heildsölur og stærri fyrirtæki hafa lýst því yfir að hækkanir muni dynja yfir á næstu vikum. 24. janúar 2022 19:16