Lak upplýsingum um evrópskar eldflaugar til Rússlands Samúel Karl Ólason skrifar 27. janúar 2022 11:40 Frá sendiráði Rússlands í Berlín. EPA/FELIPE TRUEBA Rússneskur vísindamaður hefur verið ákærður fyrir njósnir í Þýskalandi. Maðurinn starfaði hjá háskóla í Bæjaralandi en er sakaður um að hafa lekið leynilegum upplýsingum til leyniþjónustu Rússlands og þá sérstaklega upplýsingum um þróun Ariane-eldflauga. Vísindamaðurinn, sem heitir Ilnur N. var handtekinn síðasta sumar og var hann ákærður í desember. Ákærurnar voru hins vegar ekki opinberaðar fyrr en í dag. Sjá einnig: Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Samkvæmt frétt DW er maðurinn sakaður um að hafa orðið útsendari fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands, um haustið 2019. Hann er sakaður um að hafa hitt rússneskan njósnara reglulega og fengið um 2.500 evrur fyrir tæknilegar upplýsingar. Meðal annars er maðurinn sakaður um að hafa útvegað Rússum upplýsingar um Ariane eldflaugarnar. Þær eru notaðar af Geimvísindastofnun Evrópu til að koma þungum förmum og gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar hafa Þjóðverjar uppgötvað þó nokkur tilfelli njósna Rússa í Þýskalandi á undanförnum árum. Má þar nefna það að rússneskur maður var nýverið dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Vadim Krasikov er talinn hafa myrt Zelimkhan Khangoshvili að skipan rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litladýragarðinum í Berlín Þá var Þjóðverji ákærður í febrúar í fyrra fyrir að útvega manni sem talinn var vera rússneskur njósnari teiknara og önnur gögn um þinghús Þýskalands. Vandræði í rússneskum geimiðnaði Á undanförnum árum hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands, sem hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Eldflaugarnar eru þó orðnar gamlar og hefur hægt verulega á geimskotum frá Baikonur í Kasakstan. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Gagnrýndu forsvarsmenn Roscosmos harðlega Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá, samkvæmt frétt Ars Technica um greinina. Því var haldið fram að Roscosmos skorti hæft starfsfólk og notaðist við úr sér genginn búnað og tækni. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Höfundur greinarinnar fjallaði einnig um það að allur geimiðnaður Rússa stæði og félli á því að sérstök efni sem notuð eru til að framleiða eldsneyti fyrir Soyuz eldflaugarnar bærust frá Þýskalandi. Í rauninni gætu Vesturveldin svokölluðu auðveldlega stöðvað geimiðnað Rússa. Rússland Þýskaland Geimurinn Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira
Vísindamaðurinn, sem heitir Ilnur N. var handtekinn síðasta sumar og var hann ákærður í desember. Ákærurnar voru hins vegar ekki opinberaðar fyrr en í dag. Sjá einnig: Háskólamaður sakaður um að selja rússneskum njósnara gögn Samkvæmt frétt DW er maðurinn sakaður um að hafa orðið útsendari fyrir SVR, leyniþjónustu Rússlands, um haustið 2019. Hann er sakaður um að hafa hitt rússneskan njósnara reglulega og fengið um 2.500 evrur fyrir tæknilegar upplýsingar. Meðal annars er maðurinn sakaður um að hafa útvegað Rússum upplýsingar um Ariane eldflaugarnar. Þær eru notaðar af Geimvísindastofnun Evrópu til að koma þungum förmum og gervihnöttum á braut um jörðu. Eins og bent er á í frétt AFP fréttaveitunnar hafa Þjóðverjar uppgötvað þó nokkur tilfelli njósna Rússa í Þýskalandi á undanförnum árum. Má þar nefna það að rússneskur maður var nýverið dæmdur fyrir að myrða fyrrverandi leiðtoga téténskra uppreisnarmanna í almenningsgarði í Berlín árið 2019. Vadim Krasikov er talinn hafa myrt Zelimkhan Khangoshvili að skipan rússnesku leyniþjónustunnar FSB. Sjá einnig: Rússi dæmdur fyrir morðið í Litladýragarðinum í Berlín Þá var Þjóðverji ákærður í febrúar í fyrra fyrir að útvega manni sem talinn var vera rússneskur njósnari teiknara og önnur gögn um þinghús Þýskalands. Vandræði í rússneskum geimiðnaði Á undanförnum árum hafa vaknað spurningar um stöðu geimiðnaðar Rússlands, sem hefur verið haldið á lofti af hinum áreiðanlegu Souyz-eldflaugum en í nokkur ár voru það einu eldflaugarnar sem hægt var að nota til að senda geimfara til Alþjóðlegu geimstöðvarinnar. Ríki heims borguðu Rússum fúlgur fjár fyrir geimskot. Eldflaugarnar eru þó orðnar gamlar og hefur hægt verulega á geimskotum frá Baikonur í Kasakstan. Árið 2019 hétu forsvarsmenn Roscosmos því að skjóta 44 eldflaugum út í geim en skutu einungis 25. Árið 2020 átti að skjóta fjörutíu eldflaugum á loft en lokatalan var sautján. Þá var svipað upp á teningnum í fyrra en þá stóð til að skjóta 47 eldflaugum á loft og enduðu geimskotin á því að vera 22, samkvæmt talningu Tass fréttaveitunnar. Gagnrýndu forsvarsmenn Roscosmos harðlega Dagblað sem tengist yfirvöldum Rússlands birti í desember langa grein um slæma stöðu geimiðnaðar Rússlands, þar sem forsvarsmenn Roscosmos voru gagnrýndir harðlega. Þeirra á meðal Dmitry Rogozin, sem leiðir stofnunina. Í þeirri grein var því haldið fram að Roscosmos væri að rotna innan frá, samkvæmt frétt Ars Technica um greinina. Því var haldið fram að Roscosmos skorti hæft starfsfólk og notaðist við úr sér genginn búnað og tækni. Þá var því haldið fram að framleiðsla Roscosmos á eldflaugum gengi hægt fyrir sig og illa væri haldið um dýra samninga við rússneski fyrirtæki sem koma að framleiðslu eldflauga og hreyfla. Þá sagði að iðnaðurinn þjáðist af svikum og spillingu. Höfundur greinarinnar fjallaði einnig um það að allur geimiðnaður Rússa stæði og félli á því að sérstök efni sem notuð eru til að framleiða eldsneyti fyrir Soyuz eldflaugarnar bærust frá Þýskalandi. Í rauninni gætu Vesturveldin svokölluðu auðveldlega stöðvað geimiðnað Rússa.
Rússland Þýskaland Geimurinn Mest lesið Hæstiréttur Brasilíu hafnar kröfu Sverris Þórs Innlent Sánuferðir hafi svipuð áhrif á hjartað og líkamsrækt Innlent Níu drepnir í drónaárás á rútu Erlent Svalt þokuloft ekki langt undan Innlent „Það eru krakkar þarna núna sem eru bara í lífshættu” Innlent Ók fullur á nokkra kyrrstæða bíla Innlent Segir ríkið bera ábyrgð í máli mannsins á Hverfisgötu Innlent Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Erlent Styður tillögur að róttækum breytingum á byggingareftirliti Innlent Dæmdur fyrir brot gegn fimmtán börnum í viðbót Innlent Fleiri fréttir Tugir látnir eftir hvirfilbyl í Bandaríkjunum Árásirnar sagðar þær umfangsmestu síðan viðræðurnar fóru fyrir bí Níu drepnir í drónaárás á rútu Samþykktu fangaskipti á næstu dögum Hlýtur 25 ára dóm fyrir banatilræðið við Rushdie Gerðu umfangsmiklar árásir á Jemen Óásættanlegar kröfur frá Rússum á stuttum fundi Diplómatinn sem grunaður var um njósnir er látinn Sakaður um að kalla eftir dauða Trumps með mynd af skeljum „Rússland vill augljóslega stríð“ Rekja fjöldamorðið í Örebro til gremju byssumannsins vegna lífs síns Íhuga að refsa Pakistönum með stíflum og fráveituskurðum Litlar væntingar til fyrstu beinu friðarviðræðnanna í meira en þrjú ár Láta heiladauða konu ganga áfram með fóstur vegna þungunarrofsbanns Tekið tíma að bera kennsl á illa farin lík Létu Cassie lesa upp kynferðisleg skilaboð til Diddy „Við getum ekki hlaupið um heiminn í leit að Pútín“ Undirbúa að verja mun meira til varnarmála Hnattræn hlýnun nær í skottið á einni af perlum Patagóníu ESB tapar máli um samskipti von der Leyen og Pfizer-forstjóra Vill gera Gasa að „frelsissvæði“ Rússar segja Selenskí aumkunarverðan trúð Alþjóðaglæpadómstóllinn lamaður vegna þvingana Bandaríkjanna Loftárásir héldu áfram og segja enn harðari árásir framundan Hvorki Pútín né Trump ætla á fund Selenskí „Fátækasti forseti heims“ látinn Einn lifði rúmlega hundrað metra fall af og gekk eftir hjálp Breyttur tónn og reiður yfir gagnrýni vegna flugvélagjafarinnar Tugir sagðir liggja í valnum eftir loftárásir Fingrafar leiddi til handtöku hálfri öld eftir morð Sjá meira