Ein kona að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn í Kauphöll Rakel Sveinsdóttir skrifar 25. janúar 2022 13:12 Kristín Hildur Ragnarsdóttir, sérfræðingur í viðskiptalausnum hjá Deloitte og meðlimur í Fortuna Invest, segir konur vanta fleiri kvenfyrirmyndir þegar kemur að fjárfestingum. Staðan sé sú að ein kona fjárfesti í hlutabréfakaupum í Kauphöll fyrir hverja þrjá karlmenn. Kristín verður ein þeirra sem taka þátt í pallborðsumræðum UAK í kvöld undir yfirskriftinni Fjárhagsleg valdefling: Konur fjárfesta. Að valdefla ungar konur og hvetja þær til að fjárfesta er liður í jafnréttisbaráttunni. „Meirihluta fjármagns í heiminum er stýrt af körlum og ef litið er á kynjahlutföll þeirra sem eiga hlutabréfaviðskipti í Kauphöll hefur ein kona verið að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn síðast liðin ár,“ segir Kristín Hildur Ragnarsdóttir, sérfræðingur í viðskiptalausnum hjá Deloitte og meðlimur Fortuna Invest. Kristín er ein af þátttakendum í pallborðsumræðu Ungra athafnakvenna, UAK, á opnunarviðburði félagsins sem haldinn verður í kvöld klukkan 20. Markmið viðburðarins er að ýta undir fjárhagslega valdeflingu kvenna, sem félagið segir ómissandi lið í að uppræta kynjajafnrétti. Kristín er þessu sammála. „Án fjárhagslegs jafnréttis munum við aldrei ná fullu jafnrétti og því er mjög mikilvægt að fræða ungar konur um fjárfestingar með valdeflingu kvenna til hliðsjónar.“ Kristín segir ýmsar ástæður fyrir því að konur fjárfesta í mun minna mæli en karlmenn. Hluti skýringarinnar eru staðalímyndir. Konum hreinlega vanti fyrirmyndir í heimi fjárfestinga. „Það skiptir miklu máli að getað speglað sjálf okkur í fyrirmyndunum sem hafa því miður ekki verið fjölbreyttar hingað til,“ segir Kristín. Að mati Kristínar er fjölbreytileiki á verðbréfamarkaði jafn mikilvægur og hann er á öðrum sviðum. „Hvort sem það er við töku fjárfestingaákvarðana, stýringu fjármagns eða á fjármálamarkaðnum í heild sinni.“ Hún telur þróunina þó í rétta átt, þótt hæg sé. „Við í Fortuna Invest höfum mikla trú á því að tölur fyrir árið 2021 um kynjahlutföll þeirra sem eiga hlutabréfaviðskipti í Kauphöll eigi eftir að sýna okkur jákvæðari þróun í þessum efnum og vonandi um ókomna tíð.“ Viðburðinum er streymt af Facebook og er öllum opinn. Yfirskrift viðburðarins er Fjárhagsleg valdefling: Konur fjárfesta. Viðburðurinn hefst með hugvekju frá Hrönn Margréti Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra og meðstofnanda Feel Iceland. Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður um konur og fjárhagslega valdeflingu þeirra. Til viðbótar við Kristínu verða þátttakendur pallborðsins Marta Birna Baldursdóttir, verkefnastýra kynjaðrar fjárlagagerðar í fjármála og efnahagsráðuneytinu og Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi Frumtak Ventures. Rut Kristjánsdóttir stýrir panelumræðunum. Kauphöllin Jafnréttismál Tengdar fréttir „Áhugavert að heyra karlkyns forstjóra tala á þennan hátt“ Ungar og öflugar athafnakonur sem starfa á eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlandanna hafa tengt saman íslensk fyrirtæki og erlend til að miðla af reynslu Íslendinga af jafnréttismálum í atvinnulífinu. 18. nóvember 2021 07:00 Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins. 4. nóvember 2021 18:42 Þegar karlmenn grípa fram í fyrir konum Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum þegar þær eru að tala, í samanburði við karlmenn. 28. október 2021 07:00 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
„Meirihluta fjármagns í heiminum er stýrt af körlum og ef litið er á kynjahlutföll þeirra sem eiga hlutabréfaviðskipti í Kauphöll hefur ein kona verið að fjárfesta fyrir hverja þrjá karlmenn síðast liðin ár,“ segir Kristín Hildur Ragnarsdóttir, sérfræðingur í viðskiptalausnum hjá Deloitte og meðlimur Fortuna Invest. Kristín er ein af þátttakendum í pallborðsumræðu Ungra athafnakvenna, UAK, á opnunarviðburði félagsins sem haldinn verður í kvöld klukkan 20. Markmið viðburðarins er að ýta undir fjárhagslega valdeflingu kvenna, sem félagið segir ómissandi lið í að uppræta kynjajafnrétti. Kristín er þessu sammála. „Án fjárhagslegs jafnréttis munum við aldrei ná fullu jafnrétti og því er mjög mikilvægt að fræða ungar konur um fjárfestingar með valdeflingu kvenna til hliðsjónar.“ Kristín segir ýmsar ástæður fyrir því að konur fjárfesta í mun minna mæli en karlmenn. Hluti skýringarinnar eru staðalímyndir. Konum hreinlega vanti fyrirmyndir í heimi fjárfestinga. „Það skiptir miklu máli að getað speglað sjálf okkur í fyrirmyndunum sem hafa því miður ekki verið fjölbreyttar hingað til,“ segir Kristín. Að mati Kristínar er fjölbreytileiki á verðbréfamarkaði jafn mikilvægur og hann er á öðrum sviðum. „Hvort sem það er við töku fjárfestingaákvarðana, stýringu fjármagns eða á fjármálamarkaðnum í heild sinni.“ Hún telur þróunina þó í rétta átt, þótt hæg sé. „Við í Fortuna Invest höfum mikla trú á því að tölur fyrir árið 2021 um kynjahlutföll þeirra sem eiga hlutabréfaviðskipti í Kauphöll eigi eftir að sýna okkur jákvæðari þróun í þessum efnum og vonandi um ókomna tíð.“ Viðburðinum er streymt af Facebook og er öllum opinn. Yfirskrift viðburðarins er Fjárhagsleg valdefling: Konur fjárfesta. Viðburðurinn hefst með hugvekju frá Hrönn Margréti Magnúsdóttur, framkvæmdastjóra og meðstofnanda Feel Iceland. Í kjölfarið fara fram pallborðsumræður um konur og fjárhagslega valdeflingu þeirra. Til viðbótar við Kristínu verða þátttakendur pallborðsins Marta Birna Baldursdóttir, verkefnastýra kynjaðrar fjárlagagerðar í fjármála og efnahagsráðuneytinu og Svana Gunnarsdóttir, framkvæmdastjóri og meðeigandi Frumtak Ventures. Rut Kristjánsdóttir stýrir panelumræðunum.
Kauphöllin Jafnréttismál Tengdar fréttir „Áhugavert að heyra karlkyns forstjóra tala á þennan hátt“ Ungar og öflugar athafnakonur sem starfa á eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlandanna hafa tengt saman íslensk fyrirtæki og erlend til að miðla af reynslu Íslendinga af jafnréttismálum í atvinnulífinu. 18. nóvember 2021 07:00 Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00 UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins. 4. nóvember 2021 18:42 Þegar karlmenn grípa fram í fyrir konum Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum þegar þær eru að tala, í samanburði við karlmenn. 28. október 2021 07:00 Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01 Mest lesið Fyrsta íslenska grænkera ostagerðin í hættu Viðskipti innlent Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Atvinnulíf Himinháar kröfur í galtóm bú veitingamanna á Akureyri Viðskipti innlent Rukkað því fólk hékk í rennunni Neytendur Skype heyrir brátt sögunni til Viðskipti erlent Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Atvinnulíf Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir Atvinnulíf Rukka í „rennuna“ á flugvellinum Neytendur Ekkert verður af frekari loðnuvertíð Viðskipti innlent Skilar samkeppnin okkur samkeppnishæfu matarverði? Neytendur Fleiri fréttir Í tjaldútilegu í 53 mánuði samfleytt og tekur fjöllin með í fundarherbergið Fyrsti kaffibollinn minnir hann á að þrjú börn eru á heimilinu Z-kynslóðin fílar ekki stjórnunarstílinn og hættir „Að stjórn skelli skuldinni á tæknistarfsmann er einfaldlega ekki í boði“ Mögulega búið að hakka sig inn á Teams samskiptin þín og fleira 30 ár í Frakklandi: „Á Íslandi virðist fólk keyra sig mjög mikið út“ Questhjónin: „Sterkbyggðustu húsin voru barirnir og vændishúsin“ Svo fölsk að móðir hennar leitaði ráða hjá kórstjóranum Gervigreindin: Píparinn öruggur en læknirinn ekki? Fleiri hlutastörf: „Viltu vera memm?“ Fleiri hlutastörf: Ríkið greiðir nú þegar 75% launa sem mótframlag Breytingar í framkvæmdastjórateymum oft nauðsynlegar Sjúkur í Downton Abbey og með unglingastæla á kvöldin Selfossvinir og afar sem velta milljörðum Hættu í megrun: „Það varð eiginlega allt vitlaust“ Að hringja sig inn veik á mánudögum Fermingarmyndin ekki til útflutnings Rauðu flöggin: Þú vilt ekki vinna fyrir svona stjórnanda Úrelt kerfi: „Jafnvel vitað fyrirfram að ráðningin verði kærð“ „Þau samtöl eru oft mjög erfið og jafnvel særandi fyrir umsækjanda“ „Í eitt skipti hringdum við í fréttaskot DV því fyrir það fengum við pening!“ Prakkarastrik loks opinberað: „Það leiðréttist hér með!“ Sjá meira
„Áhugavert að heyra karlkyns forstjóra tala á þennan hátt“ Ungar og öflugar athafnakonur sem starfa á eftirsóttustu vinnustöðum Norðurlandanna hafa tengt saman íslensk fyrirtæki og erlend til að miðla af reynslu Íslendinga af jafnréttismálum í atvinnulífinu. 18. nóvember 2021 07:00
Hvers vegna velja konur á miðjum aldri að hætta sem stjórnendur en ekki karlar? Ný íslensk rannsókn gefur til kynna að konur um miðjan aldur velji að hætta í æðstu leiðtogastörfum eftir að hafa farið í ítarlega sjálfsskoðun. Atvinnulífið þarf að huga að fjölbreyttari leiðum til að missa ekki þessar konur frá sér. 11. nóvember 2021 07:00
UAK og jafnrétti: Óhefðbundið kvennamót í fótbolta hefst á mánudag Úrslit Global Goals World Cup (GGWCUP) verða haldin í fyrsta sinn á Íslandi dagana 8.-10. nóvember. Munu gestir víðsvegar að úr heiminum ferðast til Íslands til að taka þátt í mótinu. Félag ungra athafnakvenna, UAK, eru gestgjafar mótsins. 4. nóvember 2021 18:42
Þegar karlmenn grípa fram í fyrir konum Rannsóknir hafa sýnt að það er oftar gripið fram í fyrir konum þegar þær eru að tala, í samanburði við karlmenn. 28. október 2021 07:00
Stjórnarkonur ósáttar: Karlaklíkur útiloka konur í forstjórastólinn Stjórnarkonur í skráðum félögum á Íslandi telja ráðningaferli í forstjórastól oft útilokandi fyrir konur. Þær kalla stjórnir í heild sinni til ábyrgðar. Þá telja margar ráðningaferlin oft meingölluð. Það eigi einnig við um ráðningar þar sem leitað er til fagaðila. Þetta og fleira kemur fram í niðurstöðum nýrrar rannsóknar sem birtar eru í dag og meira en helmingur stjórnarkvenna í skráðum félögum á Íslandi tók þátt í. 22. júní 2021 07:01