Lögreglan rannsakar Borisar-boðin Samúel Karl Ólason skrifar 25. janúar 2022 11:08 Boris Johnson, forsætisráðherra, hefur verið undir miklum þrýstingi vegna samkvæma sem haldin voru innan ríkisstjórnar hans. EPA/ANDY RAIN Lögreglan í London hefur hafið rannsókn á samkvæmum sem haldin voru í Downingstræti tíu á tímum samkomutakmarkana í Bretlandi. Verið er að rannsaka hvort brot voru framin á sóttvarnalögum en uppljóstranir um samkvæmi hafa valdið Boris Johnson, forsætisráðherra, miklum vandræðum. Rannsókn lögreglunnar snýr að mögulegum brotum sem framin voru af meðlimum ríkisstjórnarinnar á undanförnum tveimur árum. Cressida Dick, yfirmaður lögreglunnar, opinberaði rannsóknina í morgun. Hún sagði að engum yrði hlíft við framkvæmd hennar og hét því að opinbera mikilvægar vendingar í rannsókninni, samkvæmt frétt BBC. Dick sagði nokkra viðburði til rannsóknar og var rannsóknin hafin í kjölfar þess að lögreglunni bárust upplýsingar frá embættismönnum sem hafa verið með samkvæmi í Downingstræti til skoðunar, samkvæmt frétt Sky News. Ríkisstjórn Borisar hefur verið undir miklum þrýstingi undanfarna daga í kjölfar þess að sagt hefur verið frá samkvæmum sem haldin voru í húsnæði forsætisráðherrans á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir voru gildar í Bretlandi. Eitt samkvæmið fór fram í mái 2020 og hefur Johnson einnig verið sakaður um að ljúga að þinginu varðandi hvað hann vissi um samkvæmið. Þá kom nýverið í ljós að í júní var haldið óvænt afmælisveisla fyrir forsætisráðherrann í Downingstræti. Aðeins níu dögum fyrr hafði Johnson biðlað til almennings að forðast samkomur innandyra eftir fremsta megni. Samkvæmt þáverandi reglum máttu aðeins sex manns safnast saman utandyra og tveir innandyra. Sjá einnig: Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Afmælisveislan sem haldin var fyrir Johnson þykir sérstaklega óheppileg, ef svo má að orði komast, vegna tísts sem Johnson birti í mars 2020. Þar hrósaði hann sjö ára stúlku fyrir að fresta hennar afmælisveislu. Hún hafði sent bréf til forsætisráðuneytisins þar sem hún sagðist halda sig heima því Johnson hefði beðið hana um það. Josephine sets a great example to us all by postponing her birthday party until we have sent coronavirus packing.Together we can beat this. In the meantime let's all wish her happy birthday (twice) whilst washing our hands. #BeLikeJosephine #StayHomeSaveLives https://t.co/xmDOw60hhV pic.twitter.com/yl7uxe9lhh— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 21, 2020 Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. 19. janúar 2022 08:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Rannsókn lögreglunnar snýr að mögulegum brotum sem framin voru af meðlimum ríkisstjórnarinnar á undanförnum tveimur árum. Cressida Dick, yfirmaður lögreglunnar, opinberaði rannsóknina í morgun. Hún sagði að engum yrði hlíft við framkvæmd hennar og hét því að opinbera mikilvægar vendingar í rannsókninni, samkvæmt frétt BBC. Dick sagði nokkra viðburði til rannsóknar og var rannsóknin hafin í kjölfar þess að lögreglunni bárust upplýsingar frá embættismönnum sem hafa verið með samkvæmi í Downingstræti til skoðunar, samkvæmt frétt Sky News. Ríkisstjórn Borisar hefur verið undir miklum þrýstingi undanfarna daga í kjölfar þess að sagt hefur verið frá samkvæmum sem haldin voru í húsnæði forsætisráðherrans á sama tíma og strangar samkomutakmarkanir voru gildar í Bretlandi. Eitt samkvæmið fór fram í mái 2020 og hefur Johnson einnig verið sakaður um að ljúga að þinginu varðandi hvað hann vissi um samkvæmið. Þá kom nýverið í ljós að í júní var haldið óvænt afmælisveisla fyrir forsætisráðherrann í Downingstræti. Aðeins níu dögum fyrr hafði Johnson biðlað til almennings að forðast samkomur innandyra eftir fremsta megni. Samkvæmt þáverandi reglum máttu aðeins sex manns safnast saman utandyra og tveir innandyra. Sjá einnig: Óvænt afmælisveisla í Downingstræti enn eitt höggið fyrir Johnson Afmælisveislan sem haldin var fyrir Johnson þykir sérstaklega óheppileg, ef svo má að orði komast, vegna tísts sem Johnson birti í mars 2020. Þar hrósaði hann sjö ára stúlku fyrir að fresta hennar afmælisveislu. Hún hafði sent bréf til forsætisráðuneytisins þar sem hún sagðist halda sig heima því Johnson hefði beðið hana um það. Josephine sets a great example to us all by postponing her birthday party until we have sent coronavirus packing.Together we can beat this. In the meantime let's all wish her happy birthday (twice) whilst washing our hands. #BeLikeJosephine #StayHomeSaveLives https://t.co/xmDOw60hhV pic.twitter.com/yl7uxe9lhh— Boris Johnson (@BorisJohnson) March 21, 2020
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) England Tengdar fréttir Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45 Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. 19. janúar 2022 08:30 Mest lesið Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Kristinn Örn lést eftir hitaslag á Spáni Innlent Segir leigubílstjórastéttina hafa verið „eyðilagða“ Innlent Veita útlendingum greiðari aðgang að heilbrigðiskerfinu en er skylt Innlent Hátt í þrjú hundruð mótmæla útlendingastefnu stjórnvalda Innlent Hitamet aldarinnar slegið Veður Talsverðar skemmdir eftir mikinn eld í Hafnarfirði Innlent Íslendingur lést vegna hitaslags Innlent „Það hefði auðvitað verið betra“ Innlent Vatn flæddi upp úr klósettum og niðurföllum Innlent Fleiri fréttir Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sprengingar eftir eldingu Rússar helsta ógnin sem Norðmenn standi frammi fyrir Sjá meira
Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. 20. janúar 2022 16:45
Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. 19. janúar 2022 08:30