Breytingarnar virðast ekki hafa fallið í kramið meðal aðdáenda myndarinnar í Kína.
Í upprunalegum enda myndarinnar drepur aðalpersónan (Norton) sinn ímyndaða vin Tyler Durden (Pitt) og fylgist svo með þegar sprengjur sem fylgjendur hans hafa komið fyrir víða fella fjölda bygginga. Í þessum byggingum voru geymdar ýmsar fjármálaupplýsingar en markmið aðalpersónunnar var að fella „kerfið“.
Slíkum boðskap eru ráðamenn í Kína ekki hlynntir.
Í nýrri útgáfu myndarinnar á Tencent Video drepur persóna Norton enn sinn ímyndaða „vin“. Í kjölfar þess kemur hins vegar svartur skjár með textanum:
„Gegnum vísbendingar sem Tyler útvegaði, komst lögreglan á snoðir um ráðabruggið og handtók alla glæpamennina og kom í veg fyrir sprengingarnar. Eftir réttarhöld var Tyler sendur til geðveikrahælis þar sem hann fékk hjálp. Hann var útskrifaður af sjúkrahúsi árið 2012.“
FIGHT CLUB s ending for the Chinese release (on Tencent Video) was changed to this and now I m waiting for someone to fanfic a sequel based on this censored ending. pic.twitter.com/zYB0bY3Dlp
— Courtney Howard @ #Sundance (@Lulamaybelle) January 24, 2022
Hér er vert að ítreka aftur að Tyler Durden var ímyndaður. Nokkurs konar hliðarpersónuleiki persónu Edwart Norton.
Í frétt AFP fréttaveitunnar segir að ekki sé ljóst hvort ritskoðendur Kommúnistaflokks Kína hafi breytt myndinni eða aðrir. Kvikmyndaver í Bandaríkjunum gera reglulega mismunandi útgáfur af kvikmyndum til að komast hjá ritskoðendum í Kína og fá aðgang að kínverskum mörkuðum.
Sjá einnig: Boston og NBA í bobba í Kína
Í frétt Fortune er kvikmyndin Iron Man 3 nefnd en Disney lét bæta atriði inn í hana árið 2013 þar sem kínverskir læknar björguðu lífi Tony Stark, hetju myndarinnar. Það atriði var eingöngu sýnt í Kína.
Á undanförnum árum hafa ráðamenn í Kína gripið til fjölbreyttra aðgerða sem ætlað er að hreinsa samfélagið af því sem þykir ekki í takti við samfélagið eins og umræddir ráðamenn vilja hafa það.
Þar á meðal hefur verið gripið til aðgerða gegn leikurum og framleiðendum sjónvarpsefnis. Leikarar sem þykja of kvenlegir eða of miklir vesalingar voru til að mynda bannaðir nýlega.