Einn látinn eftir skotárásina í Þýskalandi Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 24. janúar 2022 15:58 Lögregla skoðar skotvopnið sem árásarmaðurinn beitti á vettvangi. Getty/Sebastian Gollnow Einn er látinn eftir að skotárás var gerð á háskólann í Heidelberg í Þýskalandi fyrr í dag og þrír til viðbótar særðust. Árásarmaðurinn tók sitt eigið líf eftir að hann skaut nemendur á færi inni í skólastofu. Mikill viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum í borginni Heidelberg í Suðvestur-Þýskalandi í dag þegar fregnir bárust af því að árásarmaður vopnaður skotvopni væri laus inni í skólabyggingum á Neuenheimer Feld háskólasvæðinu. Að sögn yfirvalda var maðurinn nemandi við skólann en hann mætti þangað vopnaður byssu með löngu hlaupi í morgun, gekk inn í skólastofu þar sem fyrirlestur stóð yfir og hóf að skjóta. Uppfært klukkan 16:40. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er einn af þeim fjórum sem særðust í árásinni látinn. Fréttastofa AFP greinir frá því á Twitter. #BREAKING One victim dead in German lecture hall shooting: security sources pic.twitter.com/BChm6ie7LI— AFP News Agency (@AFP) January 24, 2022 Að sögn yfirvalda bendir allt til þess að maðurinn hafi verið einn að verki og að hvorki trúarlegar né pólitískar ástæður hafi verið að baki árásinni. Maðurinn hafi tekið sitt eigið líf inni í skólanum eftir að honum tókst að særa fjóra, sumir þeirra eru alvarlega slasaðir. Búið er að loka háskólasvæðið í Neuenheimer Feld af en á svæðinu eru kenndar ýmsar náttúruvísindagreinar. Þar er til að mynda hluti háskólasjúkrahússins og grasagarður. Samkvæmt frétt SWR sendu stjórnendur háskólans út tölvupóst eftir hádegi í dag þar sem nemendur voru beðnir um að forðast svæðið. Mikill viðbúnaður er við háskólann þar sem fjórir særðust.Getty/Uwe Anspach Háskólinn í Heidelberg er sá elsti í Þýskalandi og hefur verið starfandi frá árinu 1386. Skotárásir á skkóla í Þýskalandi eru sjaldséðar, alls sex í gegn um tíðina. Sú síðasta var árið 2009 í Winnenden gagnfræðiskólanum í suðvesturhluta Þýskalands. Sextán féllu í þeirri árás og níu særðust. Þýskaland Tengdar fréttir Nokkrir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla Mikill viðbúnaður er við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi eftir að maður vopnaður skotvopni skaut á hóp nemenda í fyrirlestrarsal í skólanum. Nokkrir eru særðir að sögn lögreglu. 24. janúar 2022 13:17 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Mikill viðbúnaður var hjá viðbragðsaðilum í borginni Heidelberg í Suðvestur-Þýskalandi í dag þegar fregnir bárust af því að árásarmaður vopnaður skotvopni væri laus inni í skólabyggingum á Neuenheimer Feld háskólasvæðinu. Að sögn yfirvalda var maðurinn nemandi við skólann en hann mætti þangað vopnaður byssu með löngu hlaupi í morgun, gekk inn í skólastofu þar sem fyrirlestur stóð yfir og hóf að skjóta. Uppfært klukkan 16:40. Samkvæmt nýjustu upplýsingum er einn af þeim fjórum sem særðust í árásinni látinn. Fréttastofa AFP greinir frá því á Twitter. #BREAKING One victim dead in German lecture hall shooting: security sources pic.twitter.com/BChm6ie7LI— AFP News Agency (@AFP) January 24, 2022 Að sögn yfirvalda bendir allt til þess að maðurinn hafi verið einn að verki og að hvorki trúarlegar né pólitískar ástæður hafi verið að baki árásinni. Maðurinn hafi tekið sitt eigið líf inni í skólanum eftir að honum tókst að særa fjóra, sumir þeirra eru alvarlega slasaðir. Búið er að loka háskólasvæðið í Neuenheimer Feld af en á svæðinu eru kenndar ýmsar náttúruvísindagreinar. Þar er til að mynda hluti háskólasjúkrahússins og grasagarður. Samkvæmt frétt SWR sendu stjórnendur háskólans út tölvupóst eftir hádegi í dag þar sem nemendur voru beðnir um að forðast svæðið. Mikill viðbúnaður er við háskólann þar sem fjórir særðust.Getty/Uwe Anspach Háskólinn í Heidelberg er sá elsti í Þýskalandi og hefur verið starfandi frá árinu 1386. Skotárásir á skkóla í Þýskalandi eru sjaldséðar, alls sex í gegn um tíðina. Sú síðasta var árið 2009 í Winnenden gagnfræðiskólanum í suðvesturhluta Þýskalands. Sextán féllu í þeirri árás og níu særðust.
Þýskaland Tengdar fréttir Nokkrir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla Mikill viðbúnaður er við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi eftir að maður vopnaður skotvopni skaut á hóp nemenda í fyrirlestrarsal í skólanum. Nokkrir eru særðir að sögn lögreglu. 24. janúar 2022 13:17 Mest lesið Ekki séð neitt þessu líkt á sínum fjörutíu ára ferli Innlent Málafjöldi tvöfaldast milli ára: „Hálfur milljarður farinn nú þegar“ Innlent Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ Erlent Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Erlent Minntust þess ekki að hafa brennt tösku fyrir Stefán Blackburn Innlent 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Erlent Kynna drög að nýrri stefnu í heilbrigðismálum Innlent Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Erlent Sakar eftirlitsaðila um að framfylgja ekki leigubílalögum Innlent Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Erlent Fleiri fréttir Lögfesta bann gegn símanotkun í skólum Kallar bandarískan erindreka á teppið vegna Grænlandsmála Er við góða líkamlega heilsu en heilinn að „bregðast honum“ 50 prósenta tollar á indverskar vörur taka gildi í Bandaríkjunum Málverk stolið af nasistum fannst í argentískri fasteignaauglýsingu Gríðarstór sandstormur olli usla í Arizona Ungstirni ryður sér til rúms Árásir á olíuvinnslu í Rússlandi bíta Flúði þungvopnaður eftir að hafa myrt tvo lögregluþjóna Stefna búi Epsteins og vilja afmælisbókina Ástralir vísa sendiherra Íran úr landi og loka sendiráðinu í Tehran Trump gerir aðför að stjórn Seðlabankans Örlög Bayrou ráðast 8. september Vörpuðu sprengjum á sjúkrahús með 15 mínútna millibili Vilja nú senda El Salvador fangann til Úganda Habeck hættir á þingi Hótar að senda herinn til Baltimore El Mayo sagður ætla að játa sekt Tíunda skotið klikkaði Yfirmaður heraflans er á móti hernámi og vill semja Persónulegar og átakanlegar lýsingar í ævisögu Giuffre Þýska velferðarríkið standi ekki lengur undir sér Á sjöunda tug drepin í stórtækum árásum Ríkisstjóri Illinois sakar Trump um valdníðslu Lést við tökur á Emily in Paris „Forsetinn var aldrei óviðeigandi við neinn“ Fjöldi látinn eftir rútuslys í New York Gerðu húsleit á heimili fyrrverandi þjóðaröryggisráðgjafa Trump Staðfesta hungursneyð á Gasa Thunberg og félagar borin út úr norska seðlabankanum Sjá meira
Nokkrir særðir eftir skotárás í þýskum háskóla Mikill viðbúnaður er við háskólann í Heidelberg í Þýskalandi eftir að maður vopnaður skotvopni skaut á hóp nemenda í fyrirlestrarsal í skólanum. Nokkrir eru særðir að sögn lögreglu. 24. janúar 2022 13:17