Naumur sigur Warriors þrátt fyrir púðurskot frá svekktum Curry | Tatum með 51 stig Sindri Sverrisson skrifar 24. janúar 2022 07:31 Stephen Curry fagnar í sigrinum gegn Utah Jazz í gær. AP/Jeff Chiu Golden State Warriors unnu tveggja stiga sigur á Utah Jazz, 94-92, í stórleik kvöldsins í NBA-deildinni í körfubolta í gær. Jayson Tatum rauf 50 stiga múrinn í sigri Boston Celtics á Washington Wizards. Það er skammt síðan að Stephen Curry sló metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Engu að síður virðist hann eiga í miklum vandræðum með skotin sín þessa dagana. Golden State fagnaði sigri í gær þrátt fyrir að Curry skoraði aðeins úr einu af 13 þriggja stiga skotum sínum, og alls úr fimm af 20 skotum sínum úr opnum leik en hann endaði með 13 stig. Sló á létta strengi en sparkaði í stól um daginn Curry gaf reyndar líka sex stoðsendingar en hann var spurður eftir leik hvort að það væri í lagi með hendurnar, eftir minni háttar meiðsli: „Þær eru enn fastar við búkinn og ég er enn að reyna fullt af skotum,“ sagði Curry nokkuð léttur í bragði. „Ég reyni að hafa gaman af þessu. Þetta snýst um stóru myndina og hvernig maður nálgast leikinn, og vinnuna sem maður leggur á sig. Auðvitað er þetta svekkjandi. Ég vil skjóta boltanum, þetta er svekkjandi. Ég sparkaði í stólinn um daginn út af þessu. Það er ekki eins og að mér sé alveg sama og sé ekki að reyna að finna út úr þessu en ég er ekki heltekinn af þessu,“ sagði Curry sem átti einnig sex stoðsendingar í sigrinum í gær. Jordan Poole pulls out the in-and-out dribble and then drains the three-pointer on NBA TV! pic.twitter.com/oZGoOkRy7Y— NBA (@NBA) January 24, 2022 Jordan Poole var stigahæstur með 20 stig en hann var í byrjunarliðinu eftir að Klay Thompson varð að hætta við leikinn vegna eymsla í vinstra hnénu, sem hélt honum frá keppni alla leiktíðina 2019-20. Utah var afar nálægt því að knýja fram framlengingu en varð að sætta sig við tap og er í 4. sæti vesturdeildar með 30 sigra og 17 töp, á meðan að Golden State er í 2. sæti með 34 sigra og 13 töp. Skoraði 51 stig eftir að hafa klikkað á sautján þristum í röð Af öðrum leikjum ber að nefna að Jayson Tatum átti magnaðan leik í 116-87 sigri Boston Celtics á Washington Wizards, 116-87. Tatum skoraði 51 stig í leiknum, tók tíu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Hann setti niður níu þriggja stiga skot í leiknum, eftir að hafa ekki hitt úr einu einasta þriggja stiga skoti í sautján tilraunum í síðustu þremur leikjum. @jaytatum0 had the GREEN LIGHT all game long! 51 PTS (18-28 FGM) 9 3PM (9-14 3PM) 10 REB 7 AST pic.twitter.com/SxRp6hNYxO— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira
Það er skammt síðan að Stephen Curry sló metið yfir flestar þriggja stiga körfur í sögu NBA-deildarinnar. Engu að síður virðist hann eiga í miklum vandræðum með skotin sín þessa dagana. Golden State fagnaði sigri í gær þrátt fyrir að Curry skoraði aðeins úr einu af 13 þriggja stiga skotum sínum, og alls úr fimm af 20 skotum sínum úr opnum leik en hann endaði með 13 stig. Sló á létta strengi en sparkaði í stól um daginn Curry gaf reyndar líka sex stoðsendingar en hann var spurður eftir leik hvort að það væri í lagi með hendurnar, eftir minni háttar meiðsli: „Þær eru enn fastar við búkinn og ég er enn að reyna fullt af skotum,“ sagði Curry nokkuð léttur í bragði. „Ég reyni að hafa gaman af þessu. Þetta snýst um stóru myndina og hvernig maður nálgast leikinn, og vinnuna sem maður leggur á sig. Auðvitað er þetta svekkjandi. Ég vil skjóta boltanum, þetta er svekkjandi. Ég sparkaði í stólinn um daginn út af þessu. Það er ekki eins og að mér sé alveg sama og sé ekki að reyna að finna út úr þessu en ég er ekki heltekinn af þessu,“ sagði Curry sem átti einnig sex stoðsendingar í sigrinum í gær. Jordan Poole pulls out the in-and-out dribble and then drains the three-pointer on NBA TV! pic.twitter.com/oZGoOkRy7Y— NBA (@NBA) January 24, 2022 Jordan Poole var stigahæstur með 20 stig en hann var í byrjunarliðinu eftir að Klay Thompson varð að hætta við leikinn vegna eymsla í vinstra hnénu, sem hélt honum frá keppni alla leiktíðina 2019-20. Utah var afar nálægt því að knýja fram framlengingu en varð að sætta sig við tap og er í 4. sæti vesturdeildar með 30 sigra og 17 töp, á meðan að Golden State er í 2. sæti með 34 sigra og 13 töp. Skoraði 51 stig eftir að hafa klikkað á sautján þristum í röð Af öðrum leikjum ber að nefna að Jayson Tatum átti magnaðan leik í 116-87 sigri Boston Celtics á Washington Wizards, 116-87. Tatum skoraði 51 stig í leiknum, tók tíu fráköst og átti sjö stoðsendingar. Hann setti niður níu þriggja stiga skot í leiknum, eftir að hafa ekki hitt úr einu einasta þriggja stiga skoti í sautján tilraunum í síðustu þremur leikjum. @jaytatum0 had the GREEN LIGHT all game long! 51 PTS (18-28 FGM) 9 3PM (9-14 3PM) 10 REB 7 AST pic.twitter.com/SxRp6hNYxO— NBA (@NBA) January 23, 2022 Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah
Úrslitin í gær: New York 110-102 LA Clippers Washington 87-116 Boston Miami 113-107 LA Lakers Orlando 114-95 Chicago Toronto 105-114 Portland Charlotte 91-113 Atlanta San Antonio 109-115 Philadelphia Dallas 104-91 Memphis Minnesota 136-125 Brooklyn Denver 117-111 Detroit Golden State 94-92 Utah
NBA Mest lesið Kvartar undan Man. City við Evrópusambandið Enski boltinn Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Körfubolti Gera grín að Jürgen Klopp Fótbolti Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Körfubolti Víkingar skipta um gír Íslenski boltinn Garnacho þarf að splæsa máltíð á allt liðið Enski boltinn Afar óvænt endurkoma Alberts gegn Þóri Fótbolti Segir Trump að hætta þessu bulli varðandi Kanada Fótbolti Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi Körfubolti Lewis Hamilton: Ég verð aldrei gamall maður Formúla 1 Fleiri fréttir Auglýsa leik kvöldsins með minnsta skilti sem fyrirfinnst Þjálfarinn skammaði Edwards eftir sextándu tæknivilluna í vetur „Staðan er erfið og flókin“ Tryggvi þarf að taka sig á í skólanum Tvær tillögur um að fjölga karlaleikjum Líklegast að Ísland mæti Doncic á EM og spili í Póllandi GAZ-leikur kvöldsins: „Leiðinlegt ef þeir halda að þeir séu komnir með þetta“ Sjóðandi heitur Curry gaf mömmu sinni treyjuna eftir leik Rosaleg troðsla í NBA: „Greyið sem var undir honum“ „Ég elska að vera á Íslandi“ Ekki lengur hægt að vera allsber og taka orminn Neitar að tjá sig um ósættið við Kristófer: „Á milli mín og hans“ „Færð mig ekki í einhverja umræðu um Íslandsmeistaratitilinn núna“ Uppgjörið: Njarðvík - Þór Ak. 93-80 | Sjötti sigur grænna í röð Valskonur unnu meistarana Hatar samfélagsmiðla Bíður í startholunum í Washington: „Ég elska Ísland og Selfoss“ „Geitin“ í kvennakörfunni hætt Óvænt lausn á erfiðleikum Martins? „Væri á sama tíma alveg galið“ Doncic með þrennu á móti Dallas og Lakers fólkið söng „Takk fyrir Nico“ Aþena vann loksins leik „Eins gott að þeir fari að fokking semja“ Uppgjörið: Stjarnan - Grindavík 77-64 | Slökktu á gestunum í seinni hálfleik „Hún er búin að vera algjör klettur í þessu öllu“ Utan vallar: Pedersen ætti að vera þjóðhetja Martin: „Fór rosalega fyrir brjóstið á mér að heyra það“ „Þetta er eins og að vera dömpað“ Aðrir í VIP-sætum þeirra sem skráðu söguna Berjast um að fá Ísland til sín á EM: „Viljum fá eitthvað á móti“ Sex fara fyrir Ísland á sitt fyrsta stórmót Sjá meira