Okrað á almenningi: Spurningarnar sem ráðherra verður að svara Jóhann Páll Jóhannsson skrifar 21. janúar 2022 12:00 Í gærkvöldi birtist tilkynning frá fyrirtækinu N1 Rafmagn (sem áður hét Íslensk orkumiðlun) þar sem neytendur eru beðnir afsökunar á rafmagnsokrinu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Fyrirtækið ætlar að endurgreiða viðskiptavinum mismuninn á uppgefnu verði og svokölluðum þrautavarataxta – en aðeins síðan í nóvember 2021. Staðreyndin er hins vegar sú að fyrirtækið hefur okrað miklu lengur á heimilum og fyrirtækjum í skjóli þrautavaraleiðarinnar sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til. Ég hef t.d. undir höndum reikning frá því í mars 2021, þar sem fjölskylda er rukkuð um yfir 40 prósentum hærra rafmagnsverð heldur en fyrirtækið hafði auglýst sem almennt verð og gefið upp til Orkustofnunar. Frá þeim tíma og fram í nóvember hafa um átta þúsund einstaklingar og fyrirtæki verið skráð í viðskipti hjá söluaðila raforku til þrautavara, og fyrirtækið þannig okrað á almenningi í skjóli ríkisvaldsins. Orkustofnun var gert viðvart um þetta strax í apríl en ekkert breyttist. Hvers vegna fær allt þetta fólk ekki afsökunarbeiðni og endurgreiðslu vegna ofrukkunarinnar sem átti sér stað í skjóli fyrirkomulagsins sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til? Á vettvangi stjórnsýslu og stjórnmála blasa við aðrar og stærri spurningar. Til dæmis þessar: 1. Hvers vegna ákváðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra (með reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1150/2019) og Orkustofnun (með leiðbeinandi reglum sem hafa verið settar á grundvelli reglugerðarinnar) að veita einu fyrirtæki hlutverk söluaðila raforku til þrautavara án þess að kveðið væri skýrt á um ábyrgð og skyldur fyrirtækisins gagnvart neytendum? 2. Hvers vegna hefur ekki verið gerð sú krafa til söluaðila raforku til þrautavara að fyrirtækið selji öllum viðskiptavinum raforku á tilteknu verði eða verðbili eða að smásöluverð til þrautavaraviðskiptavina fylgi breytingum á heildsölukjörum? 3. Fór fram mat á samkeppnisáhrifum fyrirkomulagsins þegar reglugerðin var sett – eða hvernig samræmist það sjónarmiðum um jafnræði og virka samkeppni að stjórnvöld flytji þúsundir viðskiptavina á ári til eins fyrirtækis á samkeppnismarkaði að neytendum forspurðum? Ég hef lagt fram fyrirspurn um þetta og fleira sem varðar rafmagnsokrið á almenningi til núverandi orkumálaráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ráðuneyti hans hefur tvær vikur til að svara þessum spurningum og ég mun fylgja málinu eftir á vettvangi þingsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Jóhann Páll Jóhannsson Alþingi Orkumál Verðlag Neytendur Mest lesið 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir Skoðun Skoðun Skoðun Getur Ísland staðið fremst í heilsutækni? Arna Harðardóttir skrifar Skoðun Slæm innivist skerðir afköst og hækkar kostnað Ingibjörg Magnúsdóttir skrifar Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar Skoðun Fjármál framhaldsskóla Róbert Ferdinandsson skrifar Skoðun Mikilvægi lágþröskulda þjónustu fyrir geðheilbrigði ungs fólks Eva Rós Ólafsdóttir skrifar Skoðun Varhugaverð sjónarmið eða raunsæ leið? Eggert Sigurbergsson skrifar Skoðun Dýrin skilin eftir í náttúruvá Linda Karen Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Skapandi leiðir í skóla- og frístundastarfi Kolbrún Þ. Pálsdóttir skrifar Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar Skoðun Reykjavík er meðal dreifðustu höfuðborga Evrópu Guðni Freyr Öfjörð skrifar Skoðun Verum öll tengd Sólrún Kristjánsdóttir skrifar Skoðun Hafnarfjörður er bær sem styður við lífsgæði eldra fólks Valdimar Víðisson skrifar Skoðun Samræðulist í heimi gervigreindar Þórdís Hólm Filipsdóttir skrifar Skoðun Samræmt gæðanám eða einsleit kerfi? Bogi Ragnarsson skrifar Skoðun Ónýtir vegir – eina ferðina enn Sigþór Sigurðsson skrifar Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar Skoðun Mest lesnu orð á Íslandi Friðrik Björnsson skrifar Skoðun Tími til kominn að styðja öll framúrskarandi ungmenni Karólína Helga Símonardóttir skrifar Skoðun Hvað með dansinn? Lilja Björk Haraldsdóttir skrifar Skoðun Mótórhjólasamtök á Íslandi – hvers vegna öll þessi læti? Helgi Gunnlaugsson skrifar Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar Skoðun „Mér sýnist Inga Sæland fá talsvert út úr þessu“ Sigurjón Arnórsson skrifar Skoðun Árangur hefst hér. Með þér. Guðrún Högnadóttir skrifar Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar Skoðun Þjónusturof hefst í dag Hanna Birna Valdimarsdóttir skrifar Skoðun Verjum frelsið og mannréttindin Sigurjón Njarðarson skrifar Skoðun Spilavíti er og verður spilavíti Tryggvi Rúnar Brynjarsson skrifar Sjá meira
Í gærkvöldi birtist tilkynning frá fyrirtækinu N1 Rafmagn (sem áður hét Íslensk orkumiðlun) þar sem neytendur eru beðnir afsökunar á rafmagnsokrinu sem fjallað hefur verið um í fjölmiðlum undanfarna daga. Fyrirtækið ætlar að endurgreiða viðskiptavinum mismuninn á uppgefnu verði og svokölluðum þrautavarataxta – en aðeins síðan í nóvember 2021. Staðreyndin er hins vegar sú að fyrirtækið hefur okrað miklu lengur á heimilum og fyrirtækjum í skjóli þrautavaraleiðarinnar sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til. Ég hef t.d. undir höndum reikning frá því í mars 2021, þar sem fjölskylda er rukkuð um yfir 40 prósentum hærra rafmagnsverð heldur en fyrirtækið hafði auglýst sem almennt verð og gefið upp til Orkustofnunar. Frá þeim tíma og fram í nóvember hafa um átta þúsund einstaklingar og fyrirtæki verið skráð í viðskipti hjá söluaðila raforku til þrautavara, og fyrirtækið þannig okrað á almenningi í skjóli ríkisvaldsins. Orkustofnun var gert viðvart um þetta strax í apríl en ekkert breyttist. Hvers vegna fær allt þetta fólk ekki afsökunarbeiðni og endurgreiðslu vegna ofrukkunarinnar sem átti sér stað í skjóli fyrirkomulagsins sem fyrrverandi orkumálaráðherra og Orkustofnun bjuggu til? Á vettvangi stjórnsýslu og stjórnmála blasa við aðrar og stærri spurningar. Til dæmis þessar: 1. Hvers vegna ákváðu Þórdís Kolbrún R. Gylfadóttir ráðherra (með reglugerð um raforkuviðskipti og mælingar nr. 1150/2019) og Orkustofnun (með leiðbeinandi reglum sem hafa verið settar á grundvelli reglugerðarinnar) að veita einu fyrirtæki hlutverk söluaðila raforku til þrautavara án þess að kveðið væri skýrt á um ábyrgð og skyldur fyrirtækisins gagnvart neytendum? 2. Hvers vegna hefur ekki verið gerð sú krafa til söluaðila raforku til þrautavara að fyrirtækið selji öllum viðskiptavinum raforku á tilteknu verði eða verðbili eða að smásöluverð til þrautavaraviðskiptavina fylgi breytingum á heildsölukjörum? 3. Fór fram mat á samkeppnisáhrifum fyrirkomulagsins þegar reglugerðin var sett – eða hvernig samræmist það sjónarmiðum um jafnræði og virka samkeppni að stjórnvöld flytji þúsundir viðskiptavina á ári til eins fyrirtækis á samkeppnismarkaði að neytendum forspurðum? Ég hef lagt fram fyrirspurn um þetta og fleira sem varðar rafmagnsokrið á almenningi til núverandi orkumálaráðherra Guðlaugs Þórs Þórðarsonar. Ráðuneyti hans hefur tvær vikur til að svara þessum spurningum og ég mun fylgja málinu eftir á vettvangi þingsins. Höfundur er þingmaður Samfylkingarinnar.
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun
Skoðun Sólheimar í Grímsnesi – að gefnu tilefni Páll Sævar Garðarsson,Sigurður Örn Guðbjörnsson skrifar
Skoðun Framtíð Íslands: Frá áli til gervigreindar – Tækifæri fimmtu iðnbyltingarinnar Sigvaldi Einarsson skrifar
Skoðun Eiga foreldrar í háskólanámi raunverulega jafnan aðgang að námi? Hrund Steinsdóttir skrifar
Skoðun Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson skrifar
Skoðun 7 milljarða húsnæðisstuðningur afnuminn… en hvað kemur í staðinn? Vilhjálmur Hilmarsson skrifar
Skoðun Alþjóðlegur dagur þroskaþjálfa – vettvangur á tímamótum Laufey Elísabet Gissurardóttir skrifar
Skoðun Viðhorf sem mótar veruleikann – inngilding á orði og á borði Sóldís Birta Reynisdóttir skrifar
Skoðun Þegar lýðheilsa, lýðræði og loftslagið eru í húfi, ekki efla samstarf við Bandaríkin Davíð Aron Routley skrifar
Eru starfsmenn þingflokks Samfylkingarinnar viljandi að afvegaleiða umræðu um samsköttun? Gunnar Ármannsson Skoðun