UN Women á Íslandi stýrir hliðarviðburði hjá Sameinuðu þjóðunum Heimsljós 21. janúar 2022 09:59 Fundirnir gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að frekari réttindum kvenna og stúlkna um allan heim. Hvernig má ná jöfnuði og valdefla konur og stúlkur í tengslum við loftslagsbreytingar og viðbragðsáætlunum við þeim? Þessi spurning verður umræðuefni árslegs fundar kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) sem haldinn verður í mars. Forsætisráðuneytið hefur gert samning við UN Women á Íslandi um skipulag og umsjón með hliðarviðburði íslenskra stjórnvalda á fundinum. Sökum COVID-19 verða allir hliðarviðburðir rafrænir í ár. Íslenski viðburðinn verður í samræmi við meginþema þingsins og honum verður streymt rafrænt. Kvennanefndafundir Sameinuðu þjóðanna hafa farið fram árlega frá árinu 1946. Fundurinn í ár er sá 66. í röðinni og fer fram dagana 14. til 25. mars. Á fundinum verður farið yfir árangur af samþykktum niðurstöðum liðinna funda. Í ár verður farið yfir niðurstöður 61. fundar kvennanefndar SÞ sem fram fór árið 2017. „Fundirnir gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að frekari réttindum kvenna og stúlkna um allan heim með ályktunum sínum og stefnumótunum,“ segir í frétt frá UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál. Þróunarsamvinna Loftslagsmál Jafnréttismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent
Hvernig má ná jöfnuði og valdefla konur og stúlkur í tengslum við loftslagsbreytingar og viðbragðsáætlunum við þeim? Þessi spurning verður umræðuefni árslegs fundar kvennanefndar Sameinuðu þjóðanna (CSW) sem haldinn verður í mars. Forsætisráðuneytið hefur gert samning við UN Women á Íslandi um skipulag og umsjón með hliðarviðburði íslenskra stjórnvalda á fundinum. Sökum COVID-19 verða allir hliðarviðburðir rafrænir í ár. Íslenski viðburðinn verður í samræmi við meginþema þingsins og honum verður streymt rafrænt. Kvennanefndafundir Sameinuðu þjóðanna hafa farið fram árlega frá árinu 1946. Fundurinn í ár er sá 66. í röðinni og fer fram dagana 14. til 25. mars. Á fundinum verður farið yfir árangur af samþykktum niðurstöðum liðinna funda. Í ár verður farið yfir niðurstöður 61. fundar kvennanefndar SÞ sem fram fór árið 2017. „Fundirnir gegna mikilvægu hlutverki í að stuðla að frekari réttindum kvenna og stúlkna um allan heim með ályktunum sínum og stefnumótunum,“ segir í frétt frá UN Women. Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þessi grein er hluti af samstarfi Vísis og utanríkisráðuneytisins um miðlun frétta af þróunarsamstarfi Íslands um allan heim. Fréttin birtist fyrst í Heimsljósi, upplýsingaveitu utanríkisráðuneytisins um þróunar- og mannúðarmál.
Þróunarsamvinna Loftslagsmál Jafnréttismál Mest lesið Grét og sagði líf sitt búið eftir að hafa stungið þrjá Innlent Þáttur hinna mannanna rannsakaður í þaula Innlent Nefndir þingsins að taka á sig mynd Innlent Nýtt hljóðmerki bílaeigendum til ama Innlent Utankjörfundaratkvæði dagaði uppi á bæjarskrifstofum Kópavogs Innlent Stærsta kristal-amfetamínmál sögunnar komið til saksóknara Innlent Heldur því fram að Efling sé hið raunverulega „gervistéttarfélag“ Innlent Hlaup hafið úr Grímsvötnum Innlent Tjón varð á yfir 20 bifreiðum vegna hola í höfuðborginni Innlent Kom Kolaportinu fyrir horn og leitar nú langtímalausna Innlent