Markmiðið er að kenna tækjunum að tala íslensku og líka öðruvísi íslensku, með hreim. Þar komu að gagni kraftar rúmensks drengs í sjötta bekk, sem flutti til landsins fyrir örfáum mánuðum.
Rætt var við unga þátttakendur í verkefninu í kvöldfréttum Stöðvar 2:
Samrómur er ekki aðeins opinn skólum, heldur öllum almenningi. Átakið innan skólanna er hins vegar áhrifaríkt og aflar verkefninu mikilla gagna. Um er að ræða raddgagnasafn á vegum Almannaróms - Miðstöðvar máltækni og Háskólans í Reykjavík.
Tilgangurinn með söfnum Samróms er að safna raddgögnum sem máltæknilausnir verða byggðar á. Þannig verði tryggt að tölvur og tæki sem talað sé við muni skilja íslenskt talmál.