Ríkisstjórnin sökuð um að hóta þingmönnum og jafnvel kúga þá Samúel Karl Ólason skrifar 20. janúar 2022 16:45 Frá þinginu í síðustu viku þegar Boris Johnson baðst afsökunar á samkvæminu. AP/Jessica Taylor Þingmenn Íhaldsflokks Englands, sem vilja velta Boris Johnson, forsætisráðherra, úr sessi sem leiðtogi flokksins, hafa orðið fyrir hótunum frá meðlimum úr ríkisstjórn Bretlands. Þetta segir einn þingmaður flokksins og ráðleggur hann flokksbræðrum sínum og systrum sem hafa orðið fyrir kúgunum að leita til lögreglunnar. William Wragg, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar breska þingsins, sagði í dag að það væru ekki bara þingmenn sem hafa lýst því yfir að þeir vilji Johnson úr embætti heldur einnig þingmenn Íhaldsflokksins sem taldir eru vilja Boris á brott. Meðal annars hafi þeim verið hótað því að dregið yrði úr fjárútlátum til kjördæma þeirra. Það kallaði hann kúgun og lagði til að þeir þingmenn sem hafi orðið fyrir þeim leituðu til lögreglunnar. Sjá einnig: Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Í frétt Sky News segir að Christian Wakeford, sem fór í vikunni yfir til Verkamannaflokksins, sagði að sér hefði verið hótað vegna ákvörðunar sinnar og meðal annars sagt að skólar í kjördæmi hans fengu ekki ákveðna fjárhagsaðstoð vegna skólamáltíða. Þá hafa fregnir borist af því að einn þingmaður sem vill forsætisráðherrann úr embætti hafi lent í rifrildi við háttsetta aðila í Íhaldsflokknum sem hafi hótað því að breyta kjördæmi hans til að losna við hann af þingi. Johnson er í miklum vandræðum vegna samkvæmis sem haldið var á Downingstræti í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur meðal annars verið sakaður um að ljúga að þinginu vegna samkvæmisins þegar hann sagðist ekki hafa vitað neitt um það annað en að það ætti að vera vinnuviðburður. Þá hafa fregnir borist af því að þingmenn Íhaldsflokksins séu að vinna að hallarbyltingu. Ef minnst 54 þingmenn flokksins senda formlega yfirlýsingu um vantraust til þar til gerðrar nefndar innan Íhaldsflokksins, hefst sjálfkrafa ný barátta um að leiða flokkinn. Sjálfur heitir Boris því að hann sé ekki á förum. Hann muni berjast gegn tilraunum til að velta honum úr sessi. Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57 Boris á hálum ís Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. 12. janúar 2022 22:18 Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
William Wragg, formaður stjórnskipunar- og eftirlitsnefndar breska þingsins, sagði í dag að það væru ekki bara þingmenn sem hafa lýst því yfir að þeir vilji Johnson úr embætti heldur einnig þingmenn Íhaldsflokksins sem taldir eru vilja Boris á brott. Meðal annars hafi þeim verið hótað því að dregið yrði úr fjárútlátum til kjördæma þeirra. Það kallaði hann kúgun og lagði til að þeir þingmenn sem hafi orðið fyrir þeim leituðu til lögreglunnar. Sjá einnig: Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Í frétt Sky News segir að Christian Wakeford, sem fór í vikunni yfir til Verkamannaflokksins, sagði að sér hefði verið hótað vegna ákvörðunar sinnar og meðal annars sagt að skólar í kjördæmi hans fengu ekki ákveðna fjárhagsaðstoð vegna skólamáltíða. Þá hafa fregnir borist af því að einn þingmaður sem vill forsætisráðherrann úr embætti hafi lent í rifrildi við háttsetta aðila í Íhaldsflokknum sem hafi hótað því að breyta kjördæmi hans til að losna við hann af þingi. Johnson er í miklum vandræðum vegna samkvæmis sem haldið var á Downingstræti í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi. Johnson hefur meðal annars verið sakaður um að ljúga að þinginu vegna samkvæmisins þegar hann sagðist ekki hafa vitað neitt um það annað en að það ætti að vera vinnuviðburður. Þá hafa fregnir borist af því að þingmenn Íhaldsflokksins séu að vinna að hallarbyltingu. Ef minnst 54 þingmenn flokksins senda formlega yfirlýsingu um vantraust til þar til gerðrar nefndar innan Íhaldsflokksins, hefst sjálfkrafa ný barátta um að leiða flokkinn. Sjálfur heitir Boris því að hann sé ekki á förum. Hann muni berjast gegn tilraunum til að velta honum úr sessi.
Bretland Kosningar í Bretlandi Tengdar fréttir Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57 Boris á hálum ís Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. 12. janúar 2022 22:18 Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15 Mest lesið Stoltur faðir fegurðardrottningar gekk frá Gleðigöngunni með óbragð í munni Innlent Tólf milljónir í segulómtæki sem dró að sér skúringabúnað Innlent Ellefu ára hetja bjargaði systur sinni frá drukknun Innlent Margföld aðsókn í vökvagjöf: „Fólk er ekkert að gera þetta að gamni sínu“ Innlent Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Erlent Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Erlent Barinn við barinn en gerandinn farinn Innlent Áslaug Sigríður Alfreðsdóttir er látin Innlent Telur enn mögulegt að ná samkomulagi Innlent B sé ekki best Innlent Fleiri fréttir Sendir frá Norður-Kóreu í „þrældóm“ í Rússlandi Greta Thunberg siglir á ný til Gasa Skoða að stofna viðbragðssveit gegn uppþotum í Bandaríkjunum Hernumin héruð horfi fram á þjóðernishreinsun Vara við afleiðingum samsæriskenninga eftir skotárás á heilbrigðisstofnun Komnir djúpt gegnum línu Úkraínumanna Smyglaði 850 skjaldbökum í sokkum frá Bandaríkjunum Albanese segir Netanyahu í afneitun Sendur til Íslands eftir þrætu um persónuupplýsingar innflytjenda Leiðtogar Evrópu ítreka sjálfsákvörðunarrétt Úkraínumanna Einn látinn og tíu slasaðir eftir stóra sprengingu „Þetta er í rauninni þreifingafundur“ Ákvörðun Trump valdabrölt: „Það á eftir að verða meira svona“ Kínverskt skip stórskemmt eftir árekstur við tundurspilli Neitar að birta dómsskjöl og gagnrýnir Trump-liða fyrir blekkingarleik Fordæmir dráp á blaðamönnum og vill sjá valkyrjur stíga harðar fram Sagður slaka á kröfum og útiloka ekki landsvæðaskipti Buðu ferðamönnum upp á „stjarnferðalag“ með heimablönduðu froskaeitri Sigar þjóðvarðliðum á götur Washington og setur lögregluna á sitt vald Ákæra stjórnendur flutningaskips vegna skemmda á sæstreng Sagður hafa unnið fyrir fjölmiðlateymi Hamas áður en stríðið hófst Fordæma „markviss“ dráp Ísraela á blaðamönnum á Gasa Boðar aðgerðir í þágu öryggis og fegrunar Washington D.C. Heimila sölu gervigreindar örflaga til Kína gegn hluta af ágóðanum Eyðilegging eftir skjálfta í Tyrklandi Ástralir hyggjast viðurkenna sjálfstæða Palestínu Drápu tvo blaðamenn og tvo tökumenn vísvitandi Sæti Artúrs logar Fundur Selenskí, Pútíns og Trump á næsta leiti Stór skjálfti reið yfir í Tyrklandi Sjá meira
Enn uppljóstrað um djamm í Downingsstræti Starfsmenn Downingsstrætis 10, skrifstofu forsætisráðherra Breta hafa nú enn og aftur verið sakaðir um veisluhöld á sama tíma og almenningi var gert að fara eftir ströngum sóttvarnareglum sem bönnuðu allt slíkt. 14. janúar 2022 06:57
Boris á hálum ís Staða Borisar Johnson, forsætisráðherra Bretlands, þykir nokkuð óviss og eru þingmenn Íhaldsflokksins byrjaðir að kalla opinberlega eftir því að hann láti af embætti. Það er í kjölfar þess að í ljós kom að hann sótti garðveislu við Downingstræti tíu í maí 2020, þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. 12. janúar 2022 22:18
Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. 12. janúar 2022 13:15