![](https://www.visir.is/i/6260D62380CF3DD019E5D79ED62E9B12539F46CCA3C71C560367AE9675486F16_713x0.jpg)
Konukot er neyðarskýli fyrir húsnæðislausar konur í Reykjavík og er rekið af Rótinni samkvæmt þjónustusamningi við Reykjavíkurborg. Þar er grunnþörfum kvenna sem þangað leita sinnt og þeim útvegaður matur, húsnæði og aðstaða til hreinlætis. Þjónustan er gestum neyðarskýlisins að kostnaðarlausu og eru allar þær konur sem á þurfa að halda velkomnar.
Ef fólk kýs að styrkja Konukot með öðrum hætti er einnig hægt að gefa fatnað og snyrtivörur á markað Konukots. Þar að auki er hægt að gefa matvæli eða leggja inn á gjafareikning Konukots og eru þeir fjármunir notaðir til að bæta aðstöðu eða hag kvennanna sem þangað sækja.