Samflokksmenn Johnson sagðir leggja drög að hallarbyltingu Hólmfríður Gísladóttir skrifar 19. janúar 2022 08:30 Forsætisráðherrann hefur sætt harðri gagnrýni og meðal annars tekist að koma sér í ónáð hjá samflokksmönnum sínum. epa/Andy Rain Þingmenn breska Íhaldsflokksins eru sagðir leggja drög að því að koma forsætisráðherranum Boris Johnson frá. Framganga hans síðustu vikur og mánuði hefur grafið verulega undan trúverðugleika hans og samflokksmenn hans eru sagðir hafa fengið sig fullsadda. The Guardian hefur eftir þingmönnum flokksins að svo virðist sem Johnson geri sér enn ekki grein fyrir því hversu alvarleg staða hans er orðin en meira en tugur nýrra þingmanna hittist í gær og ræddi framtíð forsætsráðherrans. Að þeim fundi loknum sagði einn þeirra að um það bil 20 vantraustsyfirlýsingar hefðu annað hvort verið lagðar fram eða væru í undirbúningi en 54 þarf til að gengið verði til atkvæðagreiðslu um vantraust á forsætisráðherrann. Johnson steig sjálfur fram í gær og neitaði staðhæfingum Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafa síns, um að hann hefði logið að þinginu þegar hann sagði að hann hefði ekki vitað að garðpartý sem haldið var í Downingstræti þegar fyrstu sóttvarnaaðgerðirnar stóðu yfir hefði falið í sér brot á sóttvarnareglum. Rannsókn stendur yfir á framgöngu forsætisráðherra og meintum sóttvarnabrotum og Cummings mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni. Gert er ráð fyrir að skýrsla nefndarinnar komi út í næstu viku og heimildir Guardian herma að þeir sem vilja Johnson frá telji heppilegast að bíða eftir henni, til að hámarka líkurnar á því að vantraust nái fram að ganga. Heimildarmenn Guardian telja líklegra að Johnson segi af sér en ganga í gegnum atkvæðagreiðslu um vantraust en á sama tíma segja þeir hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða hans er orðin.epa/Jessica Taylor Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir þeirrar skoðunar að Johnson sé líklegri til að segja af sér frekar en að þola atkvæðagreiðslu um vantraust samflokksmanna sinna. Líkurnar á atkvæðagreiðslu hafi aukist en óánægjan með forsætisráðherrann sé ekki bara meðal nýrra þingmann heldur einnig reynslubolta flokksins. „Þetta er á lokastigi. Veruleg reiði hefur umbreyst í kalt mat á því hvernig best er að gera þetta. Og hvern viljum við í staðinn? Þetta er spurning um hvenær, ekki hvort,“ hefur Guardian eftir einum þingmanna Íhaldsflokksins. Hann segir vantraustyfirlýsingarnar koma úr öllum áttum; frá hægri og vinstri, og frá þeim sem studdu Brexit og þeim sem vildu vera áfram innan Evrópusambandsins. Fjármálaráðherrann Rishi Sunak, utnaríkisráðherrann Liz Truss og heilbrigðisráðherrann Sajid David eru meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem möguleikir arftakar Johnson. Þá hefur Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gefið út að hann hafi mögulega áhuga á að sækjast eftir leiðtogahlutverkinu en mikið þyrfti til. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 „Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
The Guardian hefur eftir þingmönnum flokksins að svo virðist sem Johnson geri sér enn ekki grein fyrir því hversu alvarleg staða hans er orðin en meira en tugur nýrra þingmanna hittist í gær og ræddi framtíð forsætsráðherrans. Að þeim fundi loknum sagði einn þeirra að um það bil 20 vantraustsyfirlýsingar hefðu annað hvort verið lagðar fram eða væru í undirbúningi en 54 þarf til að gengið verði til atkvæðagreiðslu um vantraust á forsætisráðherrann. Johnson steig sjálfur fram í gær og neitaði staðhæfingum Dominic Cummings, fyrrverandi ráðgjafa síns, um að hann hefði logið að þinginu þegar hann sagði að hann hefði ekki vitað að garðpartý sem haldið var í Downingstræti þegar fyrstu sóttvarnaaðgerðirnar stóðu yfir hefði falið í sér brot á sóttvarnareglum. Rannsókn stendur yfir á framgöngu forsætisráðherra og meintum sóttvarnabrotum og Cummings mun bera vitni fyrir rannsóknarnefndinni. Gert er ráð fyrir að skýrsla nefndarinnar komi út í næstu viku og heimildir Guardian herma að þeir sem vilja Johnson frá telji heppilegast að bíða eftir henni, til að hámarka líkurnar á því að vantraust nái fram að ganga. Heimildarmenn Guardian telja líklegra að Johnson segi af sér en ganga í gegnum atkvæðagreiðslu um vantraust en á sama tíma segja þeir hann ekki gera sér grein fyrir hversu alvarleg staða hans er orðin.epa/Jessica Taylor Nokkrir þingmenn Íhaldsflokksins eru sagðir þeirrar skoðunar að Johnson sé líklegri til að segja af sér frekar en að þola atkvæðagreiðslu um vantraust samflokksmanna sinna. Líkurnar á atkvæðagreiðslu hafi aukist en óánægjan með forsætisráðherrann sé ekki bara meðal nýrra þingmann heldur einnig reynslubolta flokksins. „Þetta er á lokastigi. Veruleg reiði hefur umbreyst í kalt mat á því hvernig best er að gera þetta. Og hvern viljum við í staðinn? Þetta er spurning um hvenær, ekki hvort,“ hefur Guardian eftir einum þingmanna Íhaldsflokksins. Hann segir vantraustyfirlýsingarnar koma úr öllum áttum; frá hægri og vinstri, og frá þeim sem studdu Brexit og þeim sem vildu vera áfram innan Evrópusambandsins. Fjármálaráðherrann Rishi Sunak, utnaríkisráðherrann Liz Truss og heilbrigðisráðherrann Sajid David eru meðal þeirra sem nefndir hafa verið sem möguleikir arftakar Johnson. Þá hefur Jeremy Hunt, fyrrverandi heilbrigðisráðherra, gefið út að hann hafi mögulega áhuga á að sækjast eftir leiðtogahlutverkinu en mikið þyrfti til.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54 „Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50 Mest lesið Vaktin: Klofinn dómur en Albert sýknaður Innlent Grunaði strax að kveikt hefði verið í bílnum hans Innlent „Hann er gerður úr stáli, drengurinn“ Innlent Nú hægt að aka nýja leið af flugvallarsvæðinu Innlent Heljarinnar verðmunur á sömu flugferðinni Innlent Símon vildi að Albert fengi tvö og hálft ár Innlent Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent Um hvað voru dómararnir í máli Alberts ósammála? Innlent „Við erum með stórt sár á sálinni“ Innlent Dómurinn kemur lögmanni konunnar á óvart Innlent Fleiri fréttir Björguðu gömlum manni af efstu hæð Keyrði þvert yfir Bandaríkin til að skjóta tvo hermenn Segir Úkraínumönnum að hörfa eða deyja Undirbúa Mána-leiðangur Dana til tungsins Skoða kosti geimstjórnstöðvar á norðurslóðum Pólverjar kaupa kafbáta af Svíum Átta ára fangelsi fyrir að skipuleggja fjöldamorð á Eurovision Bað forsætisráðherra Japan að ögra ekki Kínverjum Fyrirskipar ítarlegar rannsóknir á öllum Afgönum í Bandaríkjunum Makar Bandaríkjamanna handteknir í dvalarleyfisviðtölum Að minnsta kosti 44 látnir og 280 saknað Tveir þjóðvarðliðar skotnir nálægt Hvíta húsinu Tugir orðnir eldinum að bráð og hundruða saknað Þriðja málið gegn Trump fellt niður Grunaður um að byrla konum svo þær migu á sig í starfsviðtali Segir Rússa ekki hafa alvöru áhuga á viðræðum Játaði óvænt sök í Liverpool Enn eitt valdaránið í Vestur-Afríku Sagði ráðgjafa Pútíns hvernig hann gæti talað Trump til Nokkur fjölbýlishús í ljósum logum Þingmenn segja Trump reyna að hræða þá með rannsókn FBI Höfða mál gegn nýju samfélagsmiðlabanni í Ástralíu Þetta eru fjölmennustu borgir í heimi Ítalir lögfesta lífstíðarfangelsi fyrir kvennamorð Sagði Campbell´s „gjörunninn“ mat fyrir „fátækt fólk“ Ítalir skylda skíðafólk til að nota hjálm Trump og Selenskí eiga eftir að ræða stóru málin Ákærur gegn Comey og James felldar niður Telja sig með alla ræningjana í haldi Segir stjórnendur BBC hafa ritskoðað gagnrýni á Trump Sjá meira
Reiknað með að tilkynnt verði um afléttingar í Englandi Búist er við því að Boris Johnson, forsætisráðherra Breta, kynni afléttingar á sóttvarnatakmörkunum í Englandi síðar í dag. 19. janúar 2022 07:54
„Enginn sagði mér að þetta væri brot á reglunum“ Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, segir það rangt að hann hafi verið varaður við því að samkvæmi á Downingstræti væri brot á samkomutakmörkunum og sóttvarnarreglum. Ráðherrann hefur verið sakaður um að ljúga að þinginu um hvað hann vissi um samkvæmið sem haldið var í maí 2020. 18. janúar 2022 14:50
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent
Segir fæðingarorlofskerfið meingallað: „Ótrúlegt að þetta hafi viðgengist í svona langan tíma“ Innlent