Hefur mestar áhyggjur af tíundu bekkingum Sunna Karen Sigurþórsdóttir skrifar 18. janúar 2022 20:15 Bára Birgisdóttir, skólastjóri Seljaskóla. Um helmingur þeirra sem greinist með Covid-19 eru börn á grunn- og leikskólaaldri og ríflega fimm þúsund börn í Reykjavík voru fjarverandi úr skóla í gær. Skólastjóri hefur áhyggjur af tíundu bekkingum og hvaða áhrif skert skólahald mun hafa á þá. 1.383 greindust með kórónuveiruna í gær og er það næst mesti fjöldi smitaðra frá upphafi faraldursins. Upp undir helmingur smitaðra í gær voru börn á grunn- og leikskólaaldri en nú eru ríflega 3.640 börn í einangrun. Seljaskóli hefur ekki farið varhluta af faraldrinum en þar hófst skólahald að hluta að nýju í dag eftir tveggja daga lokun. „Þetta hefur mikil áhrif á alla. Ef maður talar út frá okkur stjórnendum þá erum við bara í bútasaumi og við erum á kvöldin og um helgar í smitrakningu þannig að þetta er að verða svolítið lýjandi, þetta er að verða svolítið langt tímabil,” segir Bára Birgisdóttir, skólastjóri Seljaskóla. Þá hefur sömuleiðis þurft að loka leikskólum en í gær voru 717 starfsmenn grunn- og leikskóla í Reykjavík fjarverandi, og 5300 börn. „Við erum farin að hafa áhyggjur af tíundu bekkingunum okkar. Þetta er farinn að verða langur tími sem við höfum þurft að vera í skertu skólastarfi allt þetta covid-tímabil. Núna er hálft skólaár eftir þar sem þau taka næsta skref í menntuninni, þannig að við þurfum að reyna að setja þau svolítið í forgang,” segir Bára. Þau Kristín Arna, Gerður Tinna og Rúnar Gauti í áttunda bekk viðurkenna að þau líti svolítið á skert skólahald sem ákveðið frí en reyna þó að vera dugleg að læra.Vísir/Arnar Áttundu bekkingar voru á meðal þeirra sem gátu mætt aftur í skólann í morgun, en þó þeir hafi ekki miklar áhyggjur af því að dragast aftur úr í námi, segja þeir að skert skólahald, sóttkví og einangrun hafi vissulega áhrif á námið. Þau Kristín Arna, Gerður Tinna og Rúnar Gauti viðurkenna að þau líti svolítið á skert skólahald sem ákveðið frí en reyna þó að vera dugleg að læra. Fréttastofa leit við í Seljaskóla í dag: Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira
1.383 greindust með kórónuveiruna í gær og er það næst mesti fjöldi smitaðra frá upphafi faraldursins. Upp undir helmingur smitaðra í gær voru börn á grunn- og leikskólaaldri en nú eru ríflega 3.640 börn í einangrun. Seljaskóli hefur ekki farið varhluta af faraldrinum en þar hófst skólahald að hluta að nýju í dag eftir tveggja daga lokun. „Þetta hefur mikil áhrif á alla. Ef maður talar út frá okkur stjórnendum þá erum við bara í bútasaumi og við erum á kvöldin og um helgar í smitrakningu þannig að þetta er að verða svolítið lýjandi, þetta er að verða svolítið langt tímabil,” segir Bára Birgisdóttir, skólastjóri Seljaskóla. Þá hefur sömuleiðis þurft að loka leikskólum en í gær voru 717 starfsmenn grunn- og leikskóla í Reykjavík fjarverandi, og 5300 börn. „Við erum farin að hafa áhyggjur af tíundu bekkingunum okkar. Þetta er farinn að verða langur tími sem við höfum þurft að vera í skertu skólastarfi allt þetta covid-tímabil. Núna er hálft skólaár eftir þar sem þau taka næsta skref í menntuninni, þannig að við þurfum að reyna að setja þau svolítið í forgang,” segir Bára. Þau Kristín Arna, Gerður Tinna og Rúnar Gauti í áttunda bekk viðurkenna að þau líti svolítið á skert skólahald sem ákveðið frí en reyna þó að vera dugleg að læra.Vísir/Arnar Áttundu bekkingar voru á meðal þeirra sem gátu mætt aftur í skólann í morgun, en þó þeir hafi ekki miklar áhyggjur af því að dragast aftur úr í námi, segja þeir að skert skólahald, sóttkví og einangrun hafi vissulega áhrif á námið. Þau Kristín Arna, Gerður Tinna og Rúnar Gauti viðurkenna að þau líti svolítið á skert skólahald sem ákveðið frí en reyna þó að vera dugleg að læra. Fréttastofa leit við í Seljaskóla í dag:
Skóla - og menntamál Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Reykjavík Grunnskólar Mest lesið Sturla Böðvarsson er látinn Innlent Segir Kúbu að semja áður en það verður of seint Erlent Sérsveitaraðgerð á Selfossi Innlent Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Innlent Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Innlent Danir standi á krossgötum Erlent Gæti slegið í storm og hringvegurinn lokaður Veður Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Innlent Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Innlent Páfi hefur áhyggjur af tjáningarfrelsi á Vesturlöndum Erlent Fleiri fréttir Draumur að skipuleggja kvennaverkfall í Þýskalandi Sturla Böðvarsson er látinn Forsjá varla ákveðin útfrá erfðafræðilegum tengslum Þjóðverjar horfi í ríkari mæli að Norður-Atlantshafi Sérsveitaraðgerð á Selfossi Fleiri stelpur týndar en áður Húsnæðismálin „helsti drifkraftur verðbólgu síðasta áratuginn“ „Evrópusambandið hefur haft sömu viðskiptastefnu og Trump“ Sviminn hvarf eftir aðgerðina og hækjan horfin Banaslys í Rangárþingi Útkoman mikill skellur eftir að vonarneisti kviknaði Bein útsending: Ráðherraskipti á ríkisráðsfundi Fyrsta ár Náttúruverndarstofnunar gekk glimrandi vel Inga vill skóla með aðgreiningu Átti í útistöðum við Frú Ragnheiði Meirihluti hlynntur aðildarviðræðum: „Margt breyst á stuttum tíma“ Meirihluti vill viðræður við ESB og mikið mannfall í Íran Grunaðir um íkveikju í eigin húsnæði Jóhanna Lilja, kartöflubóndi í Þykkvabæ, heiðruð Engin merki um gosóróa í skjálftahrinu á Reykjaneshrygg Inga um nýtt embætti og staða Íslands í alþjóðamálum Barn flutt á slysadeild með áverka eftir flugelda Þrír handteknir vegna gruns um íkveikju Bróðir Dags B „orðlaus“ yfir Kristrúnu „Klikkuð“ norðurljós fyrir utan Selfoss Stofna ný samtök gegn ESB aðild Miklar tafir vegna áreksturs í Vesturbæ Náið fylgst með stöðu mála í Venesúela hjá Útlendingastofnun Utanríkisráðherra Þýskalands fundar með Þorgerði Hryðjuverkamálið komið á dagskrá Hæstaréttar Sjá meira