Kerfið hafi ekki bolmagn til þess að sinna heimilislausum sem þurfa í sóttkví Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 17. janúar 2022 20:00 Kristín Davíðsdóttir er verkefnastýra Frú Ragnheiðar. sigurjón ólason Velferðarkerfið hefur ekki bolmagn til þess að halda utan um hóp þeirra sem þurfa í sóttkví en eru heimilislausir eða eiga við vímuefnavanda að stríða. Þetta segir verkefnastýra Frú Ragnheiðar sem segir jafnframt að mikið álag sé á athvörfum fyrir heimilislausa. Í upphafi faraldursins höfðu húsnæðislausir tök á að dvelja á farsóttarhóteli þegar þeir þurftu í sóttkví. Vegna fjölda smitaðra taka farsóttarhótelin nú einungis við fólki í einangrun og á þessi hópur fólks því erfitt með að halda sig á einum stað í sóttkví. Álag á athvörfum fyrir heimilislausa „Þau hafa athvörfin en það er mjög mikið álag á athvörfunum eins og staðan er núna fyrir utan að það er erfitt að hólfa niður og framfylgja ítrustu sóttvarnareglum þar,“ sagði Kristín Davíðsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður þjónustar húsnæðislausa og þá sem nota vímuefni um æð. Kristín segir að reynt sé eftir fremsta magni að koma til móts við skjólstæðinga í sóttkví. „Þau hringja í okkur og við höfum verið að veita þeim „drop off“ þjónustu og reynt að koma til móts við aðstæður eins og hægt er.“ Hópur með flóknar þjónustuþarfir Þjónusta við þennan hóp fellur undir velferðarþjónustu og segir Kristín að vegna almennrar manneklu á því sviði hafi kerfið ekki bolmagn til þess að halda utan um hópinn í faraldrinum. „Þetta er hópur sem er með mjög miklar og flóknar þjónustuþarfir og þar af leiðandi þarf mannskap og mikið utanumhald.“ Hótel borgarinnar taka á móti einstaklingum í sóttkví en Kristín segir að skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eigi oft erfitt með að fá inn þangað. „Þau geta farið á hótelin en það eru ekki öll hótel sem bjóða þau velkominn. Það er dýrt að vera á hóteli. Þau eru alla jafna ekki í launaðri vinnu þannig það gerir þeim líka erfitt fyrir og þar að auki eru þetta einstaklingar sem þurfa að fara út og útvega sér efni og það segir sig sjálf að þú getur ekki haldið þig heima þegar þú ert í þessari stöðu.“ Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Félagsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Sjá meira
Í upphafi faraldursins höfðu húsnæðislausir tök á að dvelja á farsóttarhóteli þegar þeir þurftu í sóttkví. Vegna fjölda smitaðra taka farsóttarhótelin nú einungis við fólki í einangrun og á þessi hópur fólks því erfitt með að halda sig á einum stað í sóttkví. Álag á athvörfum fyrir heimilislausa „Þau hafa athvörfin en það er mjög mikið álag á athvörfunum eins og staðan er núna fyrir utan að það er erfitt að hólfa niður og framfylgja ítrustu sóttvarnareglum þar,“ sagði Kristín Davíðsdóttir, verkefnastýra Frú Ragnheiðar. Skaðaminnkunarúrræðið Frú Ragnheiður þjónustar húsnæðislausa og þá sem nota vímuefni um æð. Kristín segir að reynt sé eftir fremsta magni að koma til móts við skjólstæðinga í sóttkví. „Þau hringja í okkur og við höfum verið að veita þeim „drop off“ þjónustu og reynt að koma til móts við aðstæður eins og hægt er.“ Hópur með flóknar þjónustuþarfir Þjónusta við þennan hóp fellur undir velferðarþjónustu og segir Kristín að vegna almennrar manneklu á því sviði hafi kerfið ekki bolmagn til þess að halda utan um hópinn í faraldrinum. „Þetta er hópur sem er með mjög miklar og flóknar þjónustuþarfir og þar af leiðandi þarf mannskap og mikið utanumhald.“ Hótel borgarinnar taka á móti einstaklingum í sóttkví en Kristín segir að skjólstæðingar Frú Ragnheiðar eigi oft erfitt með að fá inn þangað. „Þau geta farið á hótelin en það eru ekki öll hótel sem bjóða þau velkominn. Það er dýrt að vera á hóteli. Þau eru alla jafna ekki í launaðri vinnu þannig það gerir þeim líka erfitt fyrir og þar að auki eru þetta einstaklingar sem þurfa að fara út og útvega sér efni og það segir sig sjálf að þú getur ekki haldið þig heima þegar þú ert í þessari stöðu.“
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Fíkn Félagsmál Mest lesið Kókaínkóngur handtekinn á Spáni Erlent Eldur í ruslabíl í Bríetartúni Innlent Kallar nú sjálfur eftir birtingu Epstein-skjalanna Erlent Sonur Beckham sviptur ökuréttindum Erlent Játuðu morð á almennum borgurum en voru aldrei sóttir til saka Erlent „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Innlent Handtekinn í Dölunum Innlent Loftslagskvíði geti ýtt undir fíkniefnaneyslu Erlent Mark Rutte heimsækir Ísland Innlent Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Innlent Fleiri fréttir Umfangsmikil lokun á köldu vatni í Kópavogi Mark Rutte heimsækir Ísland Handtekinn í Dölunum Eldur í ruslabíl í Bríetartúni „Þar erum við eftirbátar nágrannaþjóðanna“ Börn sækist í bækur á ensku Minntust þeirra sem hafa látist í umferðinni 70 ára afmæli Tónlistarskóla Árnesinga fagnað Bílbelti bjarga mannslífum og stafrænt kynferðisofbeldi færist í aukana Lenti utan vegar vestan við Grundarfjörð Verði að tryggja að á íslensku megi alltaf finna svar Dröfn og Samtökin ’78 verðlaunuð á degi íslenskrar tungu „Unga fólkið okkar er umkringt efni á ensku“ Beltunum að þakka að bræðurnir séu enn á lífi Keldnakirkja á Keldum er 150 ára Telur bílbeltið hafa bjargað lífi sínu Hvaða oddviti er duglegastur að mæta? Yfir helmingur þeirra sem lést í bílslysi innanbæjar beltislaus Telja íslenskuna geta horfið með einni kynslóð Evrópumál, lánakjör og baráttan fyrir íslenskri tungu í stafrænum heimi Lögregla leysti upp unglingapartý í Árbæ Ekkert „en“ á eftir því að beita maka sinn ofbeldi Lögreglumenn náðu stjörnuhrapi á eftirlitsmyndavél Ræðst í úttekt á bókamarkaðnum „Nú ætla menn að kollvarpa þessu kerfi, fyrir hvað?“ Flugvél lenti í Keflavík vegna bilunar Glæsilegir forystuhrútar á Syðra – Velli í Flóa Áköf undirskriftakeppni hafin vegna jarðganga Tryggja þurfi að ráðamenn hlaupi ekki í störf hjá ESB Vara við mögulegri glerhálku í kvöld Sjá meira