Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri inflúensu og Covid-19 Hallgerður Kolbrún E. Jónsdóttir skrifar 17. janúar 2022 14:00 Sérfræðingar hafa miklar áhyggjur af því að faraldur inflúensu samhliða faraldri kórónuveiru muni þyngja róðurinn hjá heilbrigðisstofnunum í Evrópu. EPA-EFE/NEIL HALL Inflúensan er snúin aftur til Evrópu og dreifist á ógnarhraða um álfuna, eftir heilt ár í hýði. Áhyggjur eru uppi um að faraldur innflúensu muni auka álag á heilbrigðiskerfi á meðan hann geisar á sama tíma og heimsfaraldur kórónuveiru. Útgöngubönn, notkun gríma, fjarlægðartakmarkanir og auknar persónubundnar sóttvarnir urðu til þess að í fyrravetur smitaðist nær enginn af inflúensu í Evrópu, veira sem dregur um 650 þúsund til dauða á heimsvísu á ári hverju. Nú hafa mörg Evrópuríki hins vegar slakað á aðgerðum og inflúensan, eða flensan eins og hún kallast í daglegu tali, farin að láta á sér kræla að nýju. Frá því um miðjan desember hefur flensan smitað mun fleiri en sóttvarnastofnun Evrópu gerði ráð fyrir. Í síðustu vikunni í desember höfðu til að mynda 43 lagst inn á gjörgæslurými í Evrópu vegna flensunnar. Þó það séu mun færri en lögðust inn á gjörgæslu vegna inflúensu fyrir kórónuveirufaraldurinn, þá er það talsverð aukning frá því í fyrra, þegar aðeins einn lagðist inn á gjörgæslu vegna flensunnar í desembermánuði. Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri Pasi Penttinen, sérfræðingur í inflúensu hjá sóttvarnastofnun Evrópu, segir þennan flensufaraldur geta verið upphafið að langri flensutíð, sem gæti varað fram á sumarið. „Ef við afléttum öllum takmörkunum hef ég áhyggjur af því að vegna þess að það er svo langt síðan flensan gekk um Evrópu að inflúensufaraldurinn muni færast á milli árstíða,“ segir Penttinen í samtali við Reuters og bendir á að venjulega hafi inflúensufarldrar hafist á haustin, annað en nú. Sóttvarnastofnun Evrópu hefur þá varað við því að svokallaður „tvíburafaraldur“ (e. twindemic) muni leggjast þungt á heilbrigðisstofnanir. Hvað er „flurona“? Þá hafa fregnir borist af því að nokkur tilfelli svokallaðs kvefs-19 eða „flurona“, eins og þetta tilfelli kallast á ensku, það er að fólk sé smitað af bæði inflúensu og Covid-19 á sama tíma. Nokkur svoleiðis tilfelli hafa komið upp í Ísrael, þar sem tvær ungar þungaðar konur greindust smitaðar af báðum veirum á sama tíma. Þær voru þó báðar óbólusettar. Kvef-19 hefur verið til mikillar umfjöllunar á samfélagsmiðlum að undanförnu og einhverjir velt því fyrir sér hvort um nýja ofurveiru sé að ræða, sem er ekki raunin. Þessi samsmit eru þó ekki ný af nálinni, þó þau séu mikið til umfjöllunar nú. Kvef-19 tilfelli komu fyrst upp í Bandaríkjunum fyrir nærri tveimur árum síðan. Nú nýlega hafa slík tilfelli greinst víða í Bandaríkjunum, Ísrael, Brasilíu, Filippseyjum og Ungverjalandi Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Útgöngubönn, notkun gríma, fjarlægðartakmarkanir og auknar persónubundnar sóttvarnir urðu til þess að í fyrravetur smitaðist nær enginn af inflúensu í Evrópu, veira sem dregur um 650 þúsund til dauða á heimsvísu á ári hverju. Nú hafa mörg Evrópuríki hins vegar slakað á aðgerðum og inflúensan, eða flensan eins og hún kallast í daglegu tali, farin að láta á sér kræla að nýju. Frá því um miðjan desember hefur flensan smitað mun fleiri en sóttvarnastofnun Evrópu gerði ráð fyrir. Í síðustu vikunni í desember höfðu til að mynda 43 lagst inn á gjörgæslurými í Evrópu vegna flensunnar. Þó það séu mun færri en lögðust inn á gjörgæslu vegna inflúensu fyrir kórónuveirufaraldurinn, þá er það talsverð aukning frá því í fyrra, þegar aðeins einn lagðist inn á gjörgæslu vegna flensunnar í desembermánuði. Hafa áhyggjur af tvíburafaraldri Pasi Penttinen, sérfræðingur í inflúensu hjá sóttvarnastofnun Evrópu, segir þennan flensufaraldur geta verið upphafið að langri flensutíð, sem gæti varað fram á sumarið. „Ef við afléttum öllum takmörkunum hef ég áhyggjur af því að vegna þess að það er svo langt síðan flensan gekk um Evrópu að inflúensufaraldurinn muni færast á milli árstíða,“ segir Penttinen í samtali við Reuters og bendir á að venjulega hafi inflúensufarldrar hafist á haustin, annað en nú. Sóttvarnastofnun Evrópu hefur þá varað við því að svokallaður „tvíburafaraldur“ (e. twindemic) muni leggjast þungt á heilbrigðisstofnanir. Hvað er „flurona“? Þá hafa fregnir borist af því að nokkur tilfelli svokallaðs kvefs-19 eða „flurona“, eins og þetta tilfelli kallast á ensku, það er að fólk sé smitað af bæði inflúensu og Covid-19 á sama tíma. Nokkur svoleiðis tilfelli hafa komið upp í Ísrael, þar sem tvær ungar þungaðar konur greindust smitaðar af báðum veirum á sama tíma. Þær voru þó báðar óbólusettar. Kvef-19 hefur verið til mikillar umfjöllunar á samfélagsmiðlum að undanförnu og einhverjir velt því fyrir sér hvort um nýja ofurveiru sé að ræða, sem er ekki raunin. Þessi samsmit eru þó ekki ný af nálinni, þó þau séu mikið til umfjöllunar nú. Kvef-19 tilfelli komu fyrst upp í Bandaríkjunum fyrir nærri tveimur árum síðan. Nú nýlega hafa slík tilfelli greinst víða í Bandaríkjunum, Ísrael, Brasilíu, Filippseyjum og Ungverjalandi
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Heilbrigðismál Tengdar fréttir Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12 Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46 Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Ekkert sem bendi til þess að um sé að ræða óvinveitt geimskip Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent „Það bjó enginn í húsinu“ Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent Fleiri fréttir Ísraelsmenn handteknir fyrir að mótmæla stríðinu Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sjá meira
Getur enn ekki sagt til um hversu alvarlegt ómíkron sé Allt bendir til að ómíkron-afbrigði veirunnar sé talsvert vægara en menn hafa reiknað með. Gjörgæsluinnlögnum fækkar dag frá degi á meðan fjöldi smitaðra stendur í stað. Sóttvarnalæknir vill þó enn stíga varlega til jarðar og segist ekki hafa nægar upplýsingar frá Landspítalanum um alvarleika veikinda. 17. janúar 2022 13:12
Gagnrýna WHO og Kínverja fyrir hægagang í upphafi faraldursins Sérfræðingaráð Alþjóðaheilbrigðismálastofnunarinnar (WHO) sem skipað var í vor til að kanna viðbrögðin við faraldri nýju kórónuveirunnar gagnrýnir Kína og stofnunina sjálfa fyrir að ekki hafi verið brugðist nógu snemma við. 19. janúar 2021 16:46
Bóluefni gegn inflúensu nánast á þrotum Bóluefni gegn inflúensu er að klárast. Búið er að óska eftir fleiri skömmtum og beðið er eftir svörum. Áhættuhópar eru í forgangi. 21. október 2020 22:30