Hútar, uppreisnarmenn í Jemen, segjast bera ábyrgð á árásinni, sem mun þó ekki hafa valdið miklum skaða, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar.
Lögreglan í Abu Dhabi segir að verið sé að rannsaka sprengingarnar. Hins vegar sé útlit fyrir að drónar hafi valdið þeim. Sprengingarnar áttu sér stað á byggingarsvæði á flugvellinum en samkvæmt fyrstu fregnum dóu þrír og sex eru sagðir særðir.
Sameinuðu arabísku furstadæmin hafa tekið þátt í þátt í átökunum í Jemen og þá gegn Hútum, sem hafa barist gegn ríkisstjórn landsins frá árinu 2015. Sádi-Arabía leiðir bandalag ríkja sem stendur við bakið á ríkisstjórninni.
Í samtali við AP segir talsmaður Húta að þeir hafi gert árásina en vildi lítið annað segja annað en að von væri á yfirlýsingu. Hútar hafa áður beitt drónum við árásir í Sameinuðu arabísku furstadæmunum og í Sádi-Arabíu.
Undanfarnar vikur virðist sem stjórnarher Jemen og bandamönnum þeirra hafi gengið vel gegn Hútum og er herinn sagður hafa sótt fram víða.
Footage from 4 hours ago in #AbuDhabi, #UAE from Snapchat shows a large plume of smoke rising from the area near the reported attack. Footage was taken from https://t.co/TX9XEzHluv pic.twitter.com/9mWdgXRUMW
— Aurora Intel (@AuroraIntel) January 17, 2022