Ellen stefnir á 4. sætið hjá Samfylkingunni í borginni Atli Ísleifsson skrifar 17. janúar 2022 07:33 Ellen Calmon tók sæti í borgarstjórn sumarið 2020. Aðsend Borgarfulltrúinn Ellen Calmon sækist eftir 4. sæti í flokksvali Samfylkingarinnar í Reykjavík sem fer fram rafrænt dagana 12. og 13. febrúar næstkomandi. Frá þessu segir í tilkynningu frá Ellen. Þar er haft eftir Ellen að hún hafi verið ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar í borgarstjórn, þar hef hún hafi talað fyrir réttindum barna og fatlaðs fólks. „Reykjavík á að vera fjölskyldu- og aldursvæn borg en ég vil einnig að hún verði barnvænt sveitarfélag í takti við hugmyndafræði UNICEF. Ég vil að Reykjavík verði fjölskylduvæn borg fyrir fjölbreytt fólk. Borgin á að vera umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi hef ég lagt áherslu á að jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar séu höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar. Ég tók sæti sem borgarfulltrúi þann 1. júní 2020 í miðjum heimsfaraldri. Þetta kjörtímabil hefur verið fordæmalaust, krefjandi og lærdómsríkt. Mín helstu verkefni hafa snúið að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og velferðarráði einnig er ég formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hef tekið þátt í stýrihópi um endurskoðun á jafnlaunastefnu borgarinnar og menningarstefnu sem samþykkt var nýlega,“ er haft eftir Ellen. Feministi og baráttukona fyrir mannréttindum Ellen segir í tilkyninngunni að hún sé femínisti og baráttukona fyrir mannréttindum, uppalin í Breiðholtinu. „Foreldrar mínir voru frumbyggjar þar. Nýflutt til Íslands tóku þau þátt í að byggja blokkina okkar í Fífuselinu. Pabbi minn er franskur innflytjandi og mamma mín er hálf norsk og hálf íslensk, svo það má með sanni segja að ég sé af erlendu bergi brotin, þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í Reykjavík og með íslensku að móðurmáli. Eftir 20 ár í Breiðholtinu og stúdentspróf frá Kvennaskólanum lá leið mín til Akureyrar í háskólanám sem ég lauk svo í Kennaraháskóla Íslands með B.Ed. gráðu. Þaðan fór ég í Háskóla Íslands og lauk diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu en hef einnig stundað meistaranám í því fagi. Nú bý ég í Vesturbæ Reykjavíkur með eiginmanni mínum Johan Tegelblom sem er sænskur og saman eigum við soninn Felix Hugo sem er 10 ára og gára tvo. Kennari, flugfreyja og menningarfulltrúi. Ég hef starfað í fisk- og kjötvinnslu, á leikskólum, í frístundaheimili og félagsmiðstöð, sem flugfreyja, grunnskólakennari, fræðslu- og menningarfulltrúi, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, ritari þriggja borgarstjóra og formaður Öryrkjabandalagsins svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliði Ég hef sinnt fjölmörgum sjálfboðaliðastörfum í þágu mannréttinda- og samfélagsmála síðastliðin 10 ár meðal annars sem formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Núna er ég fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, ritari Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í EWL (European Womens Lobby). Gaman að gera. Mér finnst skemmtilegast að fara í sumarkofann minn með fjölskyldu og vinum, hjóla á rafmagnsreiðhjólinu, sækja söfn og listasýningar með syni mínum, fara í tjaldútilegur í íslenskri náttúru. Ferðast og verja tíma með góðum vinum og heimsækja fjölskylduna mína í Frakklandi og Svíþjóð.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira
Frá þessu segir í tilkynningu frá Ellen. Þar er haft eftir Ellen að hún hafi verið ötul talskona mannréttinda, jafnréttis og velferðar í borgarstjórn, þar hef hún hafi talað fyrir réttindum barna og fatlaðs fólks. „Reykjavík á að vera fjölskyldu- og aldursvæn borg en ég vil einnig að hún verði barnvænt sveitarfélag í takti við hugmyndafræði UNICEF. Ég vil að Reykjavík verði fjölskylduvæn borg fyrir fjölbreytt fólk. Borgin á að vera umfaðmandi og manneskjuleg, þar sem allir borgarbúar fá tækifæri til að vaxa og dafna á eigin forsendum óháð öllum breytum. Í starfi mínu sem borgarfulltrúi hef ég lagt áherslu á að jafnrétti, inngilding og hugmyndafræði algildrar hönnunar séu höfð að leiðarljósi í allri uppbyggingu á þjónustu og skipulagi borgarinnar. Ég tók sæti sem borgarfulltrúi þann 1. júní 2020 í miðjum heimsfaraldri. Þetta kjörtímabil hefur verið fordæmalaust, krefjandi og lærdómsríkt. Mín helstu verkefni hafa snúið að mannréttinda-, nýsköpunar- og lýðræðisráði, menningar-, íþrótta- og tómstundaráði og velferðarráði einnig er ég formaður stjórnar Fjölsmiðjunnar á höfuðborgarsvæðinu. Þá hef tekið þátt í stýrihópi um endurskoðun á jafnlaunastefnu borgarinnar og menningarstefnu sem samþykkt var nýlega,“ er haft eftir Ellen. Feministi og baráttukona fyrir mannréttindum Ellen segir í tilkyninngunni að hún sé femínisti og baráttukona fyrir mannréttindum, uppalin í Breiðholtinu. „Foreldrar mínir voru frumbyggjar þar. Nýflutt til Íslands tóku þau þátt í að byggja blokkina okkar í Fífuselinu. Pabbi minn er franskur innflytjandi og mamma mín er hálf norsk og hálf íslensk, svo það má með sanni segja að ég sé af erlendu bergi brotin, þrátt fyrir að vera fædd og uppalin í Reykjavík og með íslensku að móðurmáli. Eftir 20 ár í Breiðholtinu og stúdentspróf frá Kvennaskólanum lá leið mín til Akureyrar í háskólanám sem ég lauk svo í Kennaraháskóla Íslands með B.Ed. gráðu. Þaðan fór ég í Háskóla Íslands og lauk diplómagráðu í opinberri stjórnsýslu en hef einnig stundað meistaranám í því fagi. Nú bý ég í Vesturbæ Reykjavíkur með eiginmanni mínum Johan Tegelblom sem er sænskur og saman eigum við soninn Felix Hugo sem er 10 ára og gára tvo. Kennari, flugfreyja og menningarfulltrúi. Ég hef starfað í fisk- og kjötvinnslu, á leikskólum, í frístundaheimili og félagsmiðstöð, sem flugfreyja, grunnskólakennari, fræðslu- og menningarfulltrúi, framkvæmdastjóri ADHD samtakanna, ritari þriggja borgarstjóra og formaður Öryrkjabandalagsins svo eitthvað sé nefnt. Sjálfboðaliði Ég hef sinnt fjölmörgum sjálfboðaliðastörfum í þágu mannréttinda- og samfélagsmála síðastliðin 10 ár meðal annars sem formaður stjórnar Mannréttindaskrifstofu Íslands. Núna er ég fulltrúi í framkvæmdastjórn Samfylkingarinnar, forman Samfylkingarfélagsins í Reykjavík, ritari Kvenréttindafélags Íslands og stjórnarkona í EWL (European Womens Lobby). Gaman að gera. Mér finnst skemmtilegast að fara í sumarkofann minn með fjölskyldu og vinum, hjóla á rafmagnsreiðhjólinu, sækja söfn og listasýningar með syni mínum, fara í tjaldútilegur í íslenskri náttúru. Ferðast og verja tíma með góðum vinum og heimsækja fjölskylduna mína í Frakklandi og Svíþjóð.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Samfylkingin Reykjavík Borgarstjórn Mest lesið Öllum sem geri lítið úr morðinu „verði refsað“ Erlent Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Innlent Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Innlent Hefja frumkvæðisathugun á dauðsföllum tengdum bóluefnum Erlent Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Innlent Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Innlent Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Innlent Hinn 22 ára Tyler Robinson grunaður um morðið á Kirk Erlent Alvarlegt atvik kom upp í Heiðarskóla Innlent Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Innlent Fleiri fréttir Ósætti með nýtt grenndargámasvæði: „Þetta er bara mikið áhyggjuefni“ Áköf úrkoma hætti á skriðuföll á Ströndum Stærsti skjálfti síðan í maí fannst í byggð Þurfi að jafna réttindi upp á við en ekki skerða hjá einum hóp Leggur fram öryggis- og varnarstefnu: „Ógnin er veruleg“ Óformlegar verkfallsaðgerðir hjá Play og tilfinningaþrungnir dagar Bregðast við árás á barnaníðing í Fellabæ Ákærður fyrir tilraun til manndráps í Úlfarsárdal Í straffi fyrir skilaboð á vegg Kaffibarsins: „Þetta eru bara skemmdarverk“ Ríkisstjórnin þverbrjóti leikreglur vinnumarkaðarins Starfsmenn þingflokks taka pokann sinn Vilja afnema áminningarskyldu sem undanfara uppsagnar opinberra starfsmanna Sá yngsti til að verða kjörinn goði hjá Ásatrúarfélaginu Forstöðumenn fangelsa lýsa kerfislægri krísu og segja ástandið óásættanlegt Búin að sjóða vatn í rúman mánuð og segir íbúa ekki treysta vatnsbólinu Þurfa 12-15 milljónir til að halda Ylju opinni um helgar Lýðræðislegri umræðu og samstöðu ógnað Ísland gæti þurft að kaupa losunarheimildir fyrir milljarða til að standa við skuldbindingar Starfsmannafundur hjá Play og enn leitað að morðingja Charlie Kirk Hæstiréttur tekur fyrir mál móður sem dæmd var í 18 ára fangelsi Bein útsending: Áherslur og forgangsaðgerðir Íslands í loftslagsmálum Ríflega þúsund börn bíða eftir að komast að en ekki 400 Fjórtán áherslur í varnar- og öryggismálum: „Öryggisógnin er raunveruleg og aðkallandi“ Staðfesta dóm yfir tvíburabræðrunum en refsing Samúels Jóa milduð Bein útsending: Skýrsla samráðshóps um inntak og áherslur stefnu í varnar- og öryggismálum Tveir handteknir fyrir húsbrot og einn fyrir að vera ólöglega á landinu Íslendingar í meistaradeild þrátt fyrir herleysið Helgarlokanir leiði fólk til þess að nota efnin í bílakjöllurum Vinirnir vestanhafs hafi áhyggjur af stigmögnun Segir Íslendinga eiga eftir að uppgötva Grænland Sjá meira