Tonga-eyjar orðnar eins og tunglið Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 16. janúar 2022 19:23 Sprengigosið í gær var það stærsta á svæðinu í marga áratugi. ap/japan meteorology agency Á Tonga-eyjaklasanum er umhorfs eins og á Tunglinu eftir gríðarlegt öskufall eftir neðanjarðareldgosið sem braust út í gær að sögn íbúa eyjanna. Þykkt öskulag hylur stóran hluta eyjanna alveg og hafa íbúar þeirra verið án rafmagns og símasambands síðan í gær. Gríðarleg þörf er þar á fersku vatni en íbúar eyjanna hafa verið varaðir við því að neyta kranavatns, sem er mjög mengað eftir öskufallið. Íbúar eiga að drekka vatn í flöskum og nota andlitsgrímur til að koma í veg fyrir að fá of mikið af ösku í lungun. Eldgosinu í gær fylgdi flóðbylgja sem skall á öllum eyjunum í Kyrrahafinu. Tonga er eyjaklasi sem samanstendur af hátt í tvö hundruð eyjum en á þeim mörgum býr enginn. Samtals búa um 105 þúsund á eyjunum. Lítið sem ekkert samband hefur verið við íbúana frá því að flóðbylgjan skall á eyjunum í gær en einhverjir hjálparliðar hafa farið til og frá svæðisinu síðan. Enginn virðist hafa látist í hörmungunum í gær. Því er litlar upplýsingar að fá um ástandið á svæðinu en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins lýsa þeir sem náðst hefur í á svæðinu því eins og að vera á tunglinu. Bæði Nýja-Sjáland og Ástralía ætla í könnunarflug yfir svæðið til að meta skaðann. Talið er að hörmungarnar hafi mikil áhrif á um 80 þúsund íbúa eyjanna. Af gervihnattamyndum að dæma má ætla að margar eyjanna hafi farið á kaf í flóðunum. Sérfræðingar segja að eldgosið í gær hafi verið það stærsta í marga áratugi á svæðinu en neðanjarðareldfjallið Hunga-Tonga-Hunga-Ha'apai er nokkuð virkt. Tonga Nýja-Sjáland Ástralía Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Gríðarleg þörf er þar á fersku vatni en íbúar eyjanna hafa verið varaðir við því að neyta kranavatns, sem er mjög mengað eftir öskufallið. Íbúar eiga að drekka vatn í flöskum og nota andlitsgrímur til að koma í veg fyrir að fá of mikið af ösku í lungun. Eldgosinu í gær fylgdi flóðbylgja sem skall á öllum eyjunum í Kyrrahafinu. Tonga er eyjaklasi sem samanstendur af hátt í tvö hundruð eyjum en á þeim mörgum býr enginn. Samtals búa um 105 þúsund á eyjunum. Lítið sem ekkert samband hefur verið við íbúana frá því að flóðbylgjan skall á eyjunum í gær en einhverjir hjálparliðar hafa farið til og frá svæðisinu síðan. Enginn virðist hafa látist í hörmungunum í gær. Því er litlar upplýsingar að fá um ástandið á svæðinu en samkvæmt frétt breska ríkisútvarpsins lýsa þeir sem náðst hefur í á svæðinu því eins og að vera á tunglinu. Bæði Nýja-Sjáland og Ástralía ætla í könnunarflug yfir svæðið til að meta skaðann. Talið er að hörmungarnar hafi mikil áhrif á um 80 þúsund íbúa eyjanna. Af gervihnattamyndum að dæma má ætla að margar eyjanna hafi farið á kaf í flóðunum. Sérfræðingar segja að eldgosið í gær hafi verið það stærsta í marga áratugi á svæðinu en neðanjarðareldfjallið Hunga-Tonga-Hunga-Ha'apai er nokkuð virkt.
Tonga Nýja-Sjáland Ástralía Náttúruhamfarir Eldgos og jarðhræringar Tengdar fréttir Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54 Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37 Mest lesið Sæði með krabbameinsvaldandi genagalla selt til Íslands Innlent Krafðist sérlega þungrar refsingar yfir Margréti Höllu Innlent Síðasti loðdýrabóndinn segir Íslendinga verða að vakna Innlent Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Erlent Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Erlent Aldrei planið að sækja um starfið sem aðrir hafi sótt um gagngert til að kæra Innlent Kynna breytta Reykjavíkurleið eftir áramót Innlent Heiða þurfi ekki að hafa áhyggjur af óvinsældunum Innlent Ræddu kílómetragjaldið í níu klukkustundir Innlent Tvöföldun seldra nefúða á tíu árum: „Maður pantar töluverðar birgðir reglulega“ Innlent Fleiri fréttir Fyrirskipa notkun Times New Roman í stað Calibri Selenskí segist reiðubúinn til að boða til kosninga Samfélagsmiðlabannið hefur tekið gildi í Ástralíu Forsetafrúin kallaði mótmælendur heimskar tíkur Blaðamannafundi aflýst og óvíst hvort Nóbelsverðlaunahafinn mæti Heimilar birtingu gagna úr rannsókn á Maxwell Hylmdu yfir með „Steikarhnífnum“ í Írska lýðveldishernum Sökuð um að drepa barnið sitt með basísku mataræði Hraunar yfir „hnignandi“ heimsálfu Efnahagsráðherra Kúbu í lífstíðarfangelsi fyrir óljósar sakir Litháar lýsa yfir neyðarástandi vegna belgja frá Belarús Þingmenn hyggjast þvinga Hegseth til upplýsingagjafar Átökin magnast á landamærum Kambódíu og Taílands Bílstjórinn meðvitundarlaus þegar rútan lenti á biðskýlinu Fjórir látnir á Tenerife eftir að alda sópaði þeim úr saltvatnslaug Afdráttarlaus stuðningur við Úkraínu og aukinn þrýstingur á Rússa Vöruðu við flóðbylgjum eftir stærðarinnar jarðskjálfta Kallar Greene heimskan svikara Segir að taka þurfi mikilvægar ákvarðanir Ætla að gera út af við hernaðargetu Kambódíu Með byssu í stærstu verslunarmiðstöð Oslóar Trump hundfúll að fá ekki greiða gegn greiða Átök blossa aftur upp á landamærum Taílands og Kambódíu Japanir saka Kínverja um óvarlega framgöngu í háloftunum Segir Rússa viljuga en Selenskí ekki Fundu spjótsodda alsetta gulli mörghundruð árum eldri en talið var mögulegt Á fjórða hundrað gripa orðið fyrir vatnstjóni á Louvre Meiri ógn af smábátum í Karíbahafinu en Rússlandi „Samrýmist að miklu leyti okkar sýn“ Árleg tannlæknaheimsókn á brúsa danska ríkisins Sjá meira
Flóðbylgja skall á Tonga Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í Kyrrahafi í morgun. Bylgjan var ekki nema rúmur metri á hæð og ekki er talið að neinn hafi látist í flóðbylgjunni. 15. janúar 2022 09:54
Bandaríkin og Japan vara við flóðbylgju Yfirvöld í Bandaríkjunum og Japan hafa varað fólk við því að vera í nálægð við strendur Kyrrahafsins vegna hættu á að flóðbylgja skelli á þær. Flóðbylgja skall á höfuðborg eyríkisins Tonga í morgun vegna neðarsjávareldgoss sem hófst fyrr í morgun. 15. janúar 2022 22:37