Segir ellefu ára dóttur sína ekki mega mæta í skólann nema hún sé bólusett Elísabet Inga Sigurðardóttir skrifar 16. janúar 2022 14:00 Fjölskyldan í New York. aðsend Íslendingur sem búsettur er í New York segir að hún megi ekki mæta til vinnu nema sýna fram á að hún sé bólusett. Þessi takmörkun tekur einnig til barna en ellefu ára dóttir hennar fær ekki að mæta í skólann nema bólusett. Kristín Krantz er búsett í New York ásamt fjölskyldu sinni. Faraldur kórónuveirunnar leikur íbúa þar grátt líkt og annars staðar en hún segir að á degi hverjum greinist um 25 til 30 þúsund smitaðir af Covid-19. Ellefu ára dóttirin fær ekki að mæta í skólann nema bólusett Hún segir að nær alls staðar sé bólusetning skilyrði til þess að fá að mæta í skóla og vinnu. En þessi takmörkun tekur líka til barna. „Það sem þeir eru að gera núna er að þeir setja kröfu á að fólk verði að vera bólusett. Dóttir mín getur ekki haldið áfram að mæta í danstíma nema að hún sé fullbólusett og hún er ellefu ára. Í skólanum hennar er krafa um bólusetningu, annars fær hún ekki að mæta í skólann. Ég verð að vera bólusett til þess að geta komið inn á skrifstofuna mína. Veitingastaðir krefja mann um bólusetningarvottorð og sumir krefjast þess að maður sé með örvunarskammt.“ Hún segist fegin að hafa látið bólusetja dóttur hennar þar sem ómíkron afbrigðið herji töluvert á börn í New York. Fréttastofa ræddi við Kristínu í fyrir helgi en þá greindi hún frá því að hafa fengið svínaflensuna og þrjú afbrigði af Covid.19. Hraðpróf nær ófáanleg Þá segir hún að erfitt sé að komast að í PCR próf og heimapróf nær ófáanleg. „Og núna eru allar hillur tómar og það er voðalega erfitt að nálgast þetta. Ég pantaði mér hraðpróf á Amazon á netinu og eitt próf kostaði sextíu dollara og svo er þetta ekki einu sinni það nákvæmt,“ sagði Kristín. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. 16. janúar 2022 09:46 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Kristín Krantz er búsett í New York ásamt fjölskyldu sinni. Faraldur kórónuveirunnar leikur íbúa þar grátt líkt og annars staðar en hún segir að á degi hverjum greinist um 25 til 30 þúsund smitaðir af Covid-19. Ellefu ára dóttirin fær ekki að mæta í skólann nema bólusett Hún segir að nær alls staðar sé bólusetning skilyrði til þess að fá að mæta í skóla og vinnu. En þessi takmörkun tekur líka til barna. „Það sem þeir eru að gera núna er að þeir setja kröfu á að fólk verði að vera bólusett. Dóttir mín getur ekki haldið áfram að mæta í danstíma nema að hún sé fullbólusett og hún er ellefu ára. Í skólanum hennar er krafa um bólusetningu, annars fær hún ekki að mæta í skólann. Ég verð að vera bólusett til þess að geta komið inn á skrifstofuna mína. Veitingastaðir krefja mann um bólusetningarvottorð og sumir krefjast þess að maður sé með örvunarskammt.“ Hún segist fegin að hafa látið bólusetja dóttur hennar þar sem ómíkron afbrigðið herji töluvert á börn í New York. Fréttastofa ræddi við Kristínu í fyrir helgi en þá greindi hún frá því að hafa fengið svínaflensuna og þrjú afbrigði af Covid.19. Hraðpróf nær ófáanleg Þá segir hún að erfitt sé að komast að í PCR próf og heimapróf nær ófáanleg. „Og núna eru allar hillur tómar og það er voðalega erfitt að nálgast þetta. Ég pantaði mér hraðpróf á Amazon á netinu og eitt próf kostaði sextíu dollara og svo er þetta ekki einu sinni það nákvæmt,“ sagði Kristín.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bandaríkin Íslendingar erlendis Tengdar fréttir Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. 16. janúar 2022 09:46 Mest lesið Bauð manni að gista, batt hann við stól og lét hann drekka úr skál á gólfinu Innlent Sundlaugargestur handtekinn Innlent Jarðskjálfti við Langjökul: „Þetta er sá stærsti síðan árið 2007“ Innlent Blaðaviðtal við Matthías lagt fram í gögnum málsins Innlent Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Erlent Kærður fyrir að taka myndband af vettvangi slyss Innlent Fólk búi í hesthúsunum: „Þarna kom að því sem við höfum varað við í mörg ár“ Innlent Íþróttafélag kært fyrir að bjóða upp á áfengi utandyra Innlent „Pútín fékk það út úr þessum fundi sem hann vildi“ Innlent Segir dómsmálaráðherra hafa talað inn í óttann Innlent Fleiri fréttir Evrópuleiðtogar fylkja liði í Hvíta húsið Trump sagður hlynntur afsali lands Taldi upp nýlendur sem ætti að endurheimta Fundurinn sigur fyrir Pútín: Rauður dregill í stað fangabekkjar í Haag Selenskí mun funda með Trump Fundi forsetanna lokið: Ekkert samkomulag um vopnahlé Umfangsmikil gagnárás Úkraínumanna Forsetarnir tveir funda Sextug kona lést í lestarslysi í Danmörku Maður látinn eftir skotárás við mosku í Örebro Obama blæs Demókrötum byr í brjóst Mætti í sovétbol til fundarins í Alaska Komu sér ekki saman um aðgerðir gegn plastmengun Ráðist á Palestínumenn á Vesturbakkanum Gervigreindin býr til tvö ný sýklalyf gegn ónæmum bakteríum Segir 75 prósent líkur á árangursríkum fundi í kvöld Fyrsta mannfall Rússa í umsátri í Malí Hringdi í norskan ráðherra til að ræða friðarverðlaun Nóbels Buffalo-morðinginn kvartar yfir skorti á þeldökku fólki „Gervigreindargeðrof“ hrellir sálfræðinga Samþykkti landtökubyggð til að fyrirbyggja palestínskt ríki Grindavík fær nafna í smástirnabeltinu Borgarstjóri Anchorage segir allt til reiðu fyrir leiðtogafund Nýr talnaspekingur Trump við þinghúsið þegar ráðist var á það Hækkun sjávarmáls ógnar styttum Páskaeyju Starmer og Selenskí funda í dag Trump tilkynnti um næstu heiðursfélaga Kennedy-miðstöðvarinnar Melania Trump hótar lögsókn á hendur Hunter Biden Vilja afvopna einangraða og veikburða Hezbollah-liða Sendu tvö herskip að umdeildu rifi eftir ásiglingu Kínverja Sjá meira
Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. 16. janúar 2022 09:46