Jákvæð teikn á lofti í Lundúnum, New York og víðar Hólmfríður Gísladóttir skrifar 16. janúar 2022 09:46 Tekist hefur að fletja kúrfuna í Lundúnum og tilfellum hefur fækkað í New York. epa/Neil Hall Svo virðist sem að hægja sé á smitum sums staðar í Bretlandi og Bandaríkjunum. Hin margumrædda kúrfa er að fletjast út í Lundúnum, suðaustur- og austurhluta Englands og hægt hefur á greiningum í norðurhluta landsins. Hins vegar er enn einn af hverjum fimmtán íbúum Englands með Covid-19 og einn af hverjum 20 í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Innlögnum er ekki farið að fækka en hægt hefur á fjölgun þeirra. Fleiri en 2.000 leggjast inn vegna Covid-19 á hverjum degi. Sérfræðingar segja spítalana hafa getað útskrifað sjúklinga hraðar eftir að ómíkron varð ráðandi afbrigðið í landinu, þar sem það veldur vægari veikindum og skemmri legutíma. Álagið á heilbrigðiskerfið er hins vegar gríðarlegt og hefur haft áhrif á ýmsa þjónustu. Chris Smith, veirusérfræðingur við Cambridge University, segir þróun mála vekja með sér bjartsýni en þeim sé að fækka sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu og á öndunarvél. Linda Bauld, prófessor við Edinburgh University og ráðgjafi skosku stjórnarinnar, bendir á að á föstudag hafi nýgreiningar verið færri en 100 þúsund í fyrsta sinn í nokkurn tíma. Vísbendingar um jákvæða þróun í nokkrum ríkjum Um það bil 48 þúsund greindust með Covid-19 í New York á föstudaginn en um er að ræða nærri helmings fækkun frá því fyrir viku, þegar um 90 þúsund greindust með kórónuveiruna. Fjöldinn samsvarar 14,6 prósentum af teknum sýnum en hlutfallið var 23 prósent fyrir viku. Innlögnum fækkaði um 38 á föstudag frá því fyrir viku síðan. Teikn eru á lofti um að ómíkron-bylgjan sé einnig á niðurleið í New Jersey, Massachusetts, Connecticut og Rhode Island. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, sagði á föstudag að opinberum sýnatökustöðum í ríkinu yrði fjölgað úr 20 í 29. Aðgengi að sýnatöku hefur verið vandamál en stjórnvöld tilkynntu á dögunum að frá og með miðvikudeginum myndu Bandaríkjamenn óskað eftir að fá ókeypis heimapróf send heim. Það mun hins vegar taka prófin allt að tólf daga að berast. „Gerið það haldið áfram að láta bólusetja ykkur, fá örvunarskammt, láta bólusetja börnin og bera grímu. Látum ekki alla vinnuna við að ná tölunum niður fara fyrir lítið,“ sagði Hochul á föstudag. Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira
Hins vegar er enn einn af hverjum fimmtán íbúum Englands með Covid-19 og einn af hverjum 20 í Skotlandi, Wales og Norður-Írlandi. Innlögnum er ekki farið að fækka en hægt hefur á fjölgun þeirra. Fleiri en 2.000 leggjast inn vegna Covid-19 á hverjum degi. Sérfræðingar segja spítalana hafa getað útskrifað sjúklinga hraðar eftir að ómíkron varð ráðandi afbrigðið í landinu, þar sem það veldur vægari veikindum og skemmri legutíma. Álagið á heilbrigðiskerfið er hins vegar gríðarlegt og hefur haft áhrif á ýmsa þjónustu. Chris Smith, veirusérfræðingur við Cambridge University, segir þróun mála vekja með sér bjartsýni en þeim sé að fækka sem þurfa að leggjast inn á gjörgæslu og á öndunarvél. Linda Bauld, prófessor við Edinburgh University og ráðgjafi skosku stjórnarinnar, bendir á að á föstudag hafi nýgreiningar verið færri en 100 þúsund í fyrsta sinn í nokkurn tíma. Vísbendingar um jákvæða þróun í nokkrum ríkjum Um það bil 48 þúsund greindust með Covid-19 í New York á föstudaginn en um er að ræða nærri helmings fækkun frá því fyrir viku, þegar um 90 þúsund greindust með kórónuveiruna. Fjöldinn samsvarar 14,6 prósentum af teknum sýnum en hlutfallið var 23 prósent fyrir viku. Innlögnum fækkaði um 38 á föstudag frá því fyrir viku síðan. Teikn eru á lofti um að ómíkron-bylgjan sé einnig á niðurleið í New Jersey, Massachusetts, Connecticut og Rhode Island. Kathy Hochul, ríkisstjóri New York, sagði á föstudag að opinberum sýnatökustöðum í ríkinu yrði fjölgað úr 20 í 29. Aðgengi að sýnatöku hefur verið vandamál en stjórnvöld tilkynntu á dögunum að frá og með miðvikudeginum myndu Bandaríkjamenn óskað eftir að fá ókeypis heimapróf send heim. Það mun hins vegar taka prófin allt að tólf daga að berast. „Gerið það haldið áfram að láta bólusetja ykkur, fá örvunarskammt, láta bólusetja börnin og bera grímu. Látum ekki alla vinnuna við að ná tölunum niður fara fyrir lítið,“ sagði Hochul á föstudag.
Bretland Bandaríkin Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Læknir í Kópavogi blekkti fjölskyldu sína með lygasögu um krabbamein Innlent Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Erlent Kallar þjóðaröryggisráð saman Innlent Hættir sem þingflokksformaður Innlent Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Erlent Hópslagsmál og hundaárás Innlent Sundlaugar borgarinnar verði bættar fyrir ungbarnafjölskyldur Innlent Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Erlent Vonsviknir ferðamenn og reiði út í Icelandair vegna hækkunar fargjalda Innlent Arnarflug lifað lengst í samkeppni við Icelandair Innlent Fleiri fréttir Ná ekki að leika árangur Wagner eftir Vilja Diddy í ellefu ára fangelsi „Við erum ekki í stríði en við búum ekki við frið“ Um þúsund manns teknir af lífi í Íran það sem af er ári Tugir drengja fastir í rústum skóla sem hrundi til grunna Leiðtogar fagna áætluninni en bíða svara frá Hamas Misstu allt samband við Internetið Erlendir miðlar fjalla um gjaldþrot Play Ísraelar samþykkja friðaráætlun Trumps Mafíósar dæmdir til dauða Öruggur um að brátt ríki friður á Gasa Freista þess að koma aðildarumsókn Úkraínu fram hjá Orbán Adams hættir og Cuomo og Mamdani skiptast á skotum Fyrrverandi landgönguliði drap að minnsta kosti fjóra í Michigan Evrópusinnar héldu meirihluta í Moldóvu Orrustuþotur yfir Borgundarhólmi og drónar trufla flug í Noregi Fjöldi fórnarlamba eftir skothríð og íkveikju í kirkju mormóna Æðsti leiðtogi mormóna látinn Banna dróna yfir Danmörku Óttast úrbræðslu vegna rafmagnsleysis í kjarnorkuveri Sjálft lýðræðið undir er Moldóvar ganga til kosninga Vill fá Trump til að gefa Taívan upp á bátinn Segist hafa hafnað boði til einkaeyju Epsteins Árásir stóðu yfir í rúma tólf tíma Dróna- og skuggastríð í Evrópu: Hvað gengur Rússum til og hvað getur NATO gert? Sigar hernum á „hryðjuverkamenn“ í Portland Ráku starfsmenn FBI sem fóru á hnéð eftir morðið á Floyd Fundu leynilega sígarettuverksmiðju í neðanjarðarbyrgi Drónar sáust á flugi yfir herflugvelli í Danmörku og Noregi Ræningjar fjölmenntu með byssur og haka í skartgripabúð Sjá meira