N1 selur límgildrur sem óheimilt er að nota Viktor Örn Ásgeirsson skrifar 15. janúar 2022 16:54 Matvælastofnun hefur margoft vakið athygli á málinu Vísir/Getty Fyrirtækið N1 selur sérstakar límgildrur sem Matvælastofnun hefur sagt að samræmist ekki lögum um dýravelferð. Samkvæmt lögunum er óheimilt að beita aðferðum við aflífun dýra, sem valda þeim óþarfa limlestingum eða kvölum. Límgildrurnar eru til sölu á sölustöðum og í vefverslun N1. Matvælastofnun vakti fyrst athygli á málinu árið 2014 með tilkynningu á vef sínum. Árið 2017 var erindið aftur ítrekað og nú síðast í desember árið 2021. Í nýjustu tilkynningu Matvælastofnunar segir: „Stofnunin vill sérstaklega árétta að notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra.“ Þá segir einnig í tilkynningu Matvælastofnunar frá 2017: „Með notkun límgildra er aflífun meindýra ekki með eins skjótum og sársaukalausum hætti og unnt er og geta límgildrur valdið óþarfa limlegstingum og kvölum. Límgildrur notaðar til meindýravarna eru þ.a.l. brot á dýravelferðarlögum.“ Lagalegt tómarúm Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Óheimilt er að nota límgildrurnar en lögin taka ekki beint á sölu eða dreifingu límgildra. Stjórnvaldið geti því aðeins beint tilmælum til þeirra fyrirtækja sem selja límgildrur. Þóra segir að enn sé beðið eftir því að lögunum verði breytt svo hægt verði að taka á málum sem þessum. Tilmælum hafi verið beint til ráðuneytisins. Hún segir að límgildrurnar séu til dæmis sérstaklega teknar fyrir í greinargerð sem fylgir lögum um dýravelferð en þær eru sagðar valda dýrum óþarfa þjáningu. Samkvæmt lögunum er bannað að nota slík tól. „Það er túlkun Matvælastofnunar, sem staðfest er af ráðuneytinunu, að það er í andstöðu við lögin að nota límgildurnar. Lagabókstafurinn er ekki nægilega skýr hvað varðar bann á sölu og dreifingu. Þess vegna höfum við ekki getað gengið hart fram hvað það varðar. Við höfum sannarlega fylgt eftir öllum ábendingum um notkun og það er augljóslega óæskilegt að selja gildrur sem bannað er að nota,“ segir Þóra. Dýraheilbrigði Verslun Bensín og olía Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira
Límgildrurnar eru til sölu á sölustöðum og í vefverslun N1. Matvælastofnun vakti fyrst athygli á málinu árið 2014 með tilkynningu á vef sínum. Árið 2017 var erindið aftur ítrekað og nú síðast í desember árið 2021. Í nýjustu tilkynningu Matvælastofnunar segir: „Stofnunin vill sérstaklega árétta að notkun límbakka og drekkingargildra brjóta gegn ákvæðum laga um velferð dýra.“ Þá segir einnig í tilkynningu Matvælastofnunar frá 2017: „Með notkun límgildra er aflífun meindýra ekki með eins skjótum og sársaukalausum hætti og unnt er og geta límgildrur valdið óþarfa limlegstingum og kvölum. Límgildrur notaðar til meindýravarna eru þ.a.l. brot á dýravelferðarlögum.“ Lagalegt tómarúm Þóra J. Jónasdóttir, sérgreinadýralæknir, segir í samtali við fréttastofu að staðan sé bagaleg. Óheimilt er að nota límgildrurnar en lögin taka ekki beint á sölu eða dreifingu límgildra. Stjórnvaldið geti því aðeins beint tilmælum til þeirra fyrirtækja sem selja límgildrur. Þóra segir að enn sé beðið eftir því að lögunum verði breytt svo hægt verði að taka á málum sem þessum. Tilmælum hafi verið beint til ráðuneytisins. Hún segir að límgildrurnar séu til dæmis sérstaklega teknar fyrir í greinargerð sem fylgir lögum um dýravelferð en þær eru sagðar valda dýrum óþarfa þjáningu. Samkvæmt lögunum er bannað að nota slík tól. „Það er túlkun Matvælastofnunar, sem staðfest er af ráðuneytinunu, að það er í andstöðu við lögin að nota límgildurnar. Lagabókstafurinn er ekki nægilega skýr hvað varðar bann á sölu og dreifingu. Þess vegna höfum við ekki getað gengið hart fram hvað það varðar. Við höfum sannarlega fylgt eftir öllum ábendingum um notkun og það er augljóslega óæskilegt að selja gildrur sem bannað er að nota,“ segir Þóra.
Dýraheilbrigði Verslun Bensín og olía Mest lesið Rafmyntir hrynja í verði eftir tollahótanir Viðskipti erlent Getur verið vandræðalegt að byrja allt í einu að syngja í Krónunni Atvinnulíf Mjög leiðinlegt mál en tilboðið hafi aldrei verið samþykkt Neytendur Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Viðskipti innlent Ekkja í Hafnarfirði missti af íbúð þrátt fyrir samþykki Neytendur Ferðamaður sem sá Þingvelli í myrkri fær endurgreitt að hluta Neytendur Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Viðskipti innlent Ekki ósanngjarnt af flugfélagi að láta viðskiptavin greiða eigin mistök Neytendur Segir búið að „dauðadæma Vefjuna“ vegna ummæla Reynis Viðskipti innlent Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Viðskipti innlent Fleiri fréttir Eignaumsjón kaupir Rekstrarumsjón Skattur á streymisveitur geti skilað 150 milljónum Vill að nýtt flugfélag taki á loft næsta sumar Ekkert fékkst upp í 100 milljóna gjaldþrot Bankastrætis club Loðnuráðgjöf góðar fréttir en bíður með flugeldasýninguna Boðar skatt á innlendar og erlendar streymisveitur Aukin gjöld geti leitt til taps frekar en boðaðs stórgróða Frá Reitum til Atlas verktaka Segir lægri álagningu á húsnæði en í öðrum greinum Umhverfis- og orkustofnun sektar þrotabú Play um 2,3 milljarða Undirbýr kveðjustund í Straumsvík Höggið á ríkissjóð allt að fimm milljarðar Ballið bráðum búið á Brewdog Allt bendir til kólnunar og nefndin mun mildari Færa Jarðböðin í nýtt hús og nýjan búning Kaupmáttur jókst í fyrra Bein útsending: Rökstyðja vaxtaákvörðunina Eðalfiskur í Borgarnesi skiptir um nafn Heldur stýrivöxtunum óbreyttum Ísland undanþegið stórauknum verndartollum ESB Vill laga „hringekju verðtryggingar og hárra vaxta“ Gamalt ráðuneyti verður hótel Á ég að hætta í núverandi sparnaði? Óljóst hvort veðhafar fái nokkuð Risagjalddagi vegna losunarheimilda daginn eftir gjaldþrot Einar hættir af persónulegum ástæðum „Væntanlega farnir að hefja næturvaktir hjá Samkeppniseftirlitinu“ Birna Ósk nýr forstjóri Húsasmiðjunnar Jón Skafti nýr forstöðumaður hjá Póstinum Gengi Skaga rýkur upp Sjá meira