Fékk drottninguna til að hlæja í tilefni dagsins: „Skal hundur heita ef ég læt kerlingu stjórna mér“ Fanndís Birna Logadóttir skrifar 14. janúar 2022 21:00 Mette Frederikssen forsætisráðherra var meðal þeirra sem fluttu tölu í tilefni dagsins. AP/Mads Claus Rasmussen Fimmtíu ár eru liðin frá því að Margrét Þórhildur Danadrottning tók við krúnunni. Hátíðarhald var takmarkað vegna kórónuveirufaraldursins en þó var athöfn í danska þinghúsinu í tilefni dagsins. Forsætisráðherra Danmerkur minntist þess þegar landsmenn greiddu atkvæði um hvort kona mætti taka við krúnunni á sínum tíma. Margrét Þórhildur varð drottning Dana þann 14. janúar 1972 eftir að faðir hennar, Friðrik IX, lést 72 ára að aldri. Jens Otto Krag, þáverandi forsætisráðherra landsins, tilkynnti um andlát konungsins á svölum Kristjánsborgarhallar degi síðar og lýsti því þá formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Í dag hefur hin 81 árs gamla Margrét Þórhildur verið drottning í 50 ár en einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað í dag var afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, voru meðal ræðumanna. Þá hélt Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans var lagður við leiði foreldra drottningarinnar. Frekari hátíðarhöldum hefur verið frestað fram til september. „Svona varð það og svona er það“ Margrét var elst þriggja dætra Friðriks konungs og Ingiríðar drottningar en á sínum tíma þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að kona gæti tekið við krúnunni. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, vísaði í ræðu sinni í þinginu í dag til ummæla sem látin voru falla í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 1953. „Ég vil biðjast afsökunar fyrir fram á orðavalinu. Þetta var ekki kurteislega orðað. En samkvæmt dagbók formannsins var þetta orðað svona: "Ég skal hundur heita ef ég læt kerlingu stjórna mér." Tilvitnun lýkur. En svona varð það og svona er það,“ sagði ráðherrann og hló þá drottningin. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og virðist því hafa staðið við stóru orðin í ræðunni sem hún flutti þegar hún tók við. Þar bað hún guð um að gefa sér styrk til að taka við arfleið föður hennar en hún sagði það hennar markmið að leggja allan sinn dugnað og kraft í að vera drottning Dana. Hún hefur komið víða við frá því að hún tók við krúnunni og er til að mynda mikill Íslandsvinur. Hún hefur hitt alla forseta Íslands frá því að Kristján Eldjárn var forseti og átti sömuleiðis í mjög góðu sambandi við Vigdísi Finnbogadóttur. Í viðtali við fréttastofu árið 2017 sagðist Margrét alltaf hafa verið mjög meðvituð um sérstök tengsl sín við Ísland. „Fyrstu kynni mín af Íslandi eru frá heimsókn foreldra minna til landsins og það var áður en ég fæddist. Það tengist því að ég ber íslenskt nafn. Foreldrar mínir úskýrðu hvers vegna ég héti Þórhildur og að þau hefðu valið mér íslenskt nafn líka,” sagði Margrét í viðtali við Heimi Már Pétursson. Viðtalið í heild sinni má finna hér fyrir neðan. Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira
Margrét Þórhildur varð drottning Dana þann 14. janúar 1972 eftir að faðir hennar, Friðrik IX, lést 72 ára að aldri. Jens Otto Krag, þáverandi forsætisráðherra landsins, tilkynnti um andlát konungsins á svölum Kristjánsborgarhallar degi síðar og lýsti því þá formlega yfir að Margrét væri ný drottning landsins. Í dag hefur hin 81 árs gamla Margrét Þórhildur verið drottning í 50 ár en einungis Kristján IV, sem réð ríkjum á sautjándu öld, hefur setið lengur á konungsstól í landinu, eða 59 ár. Þó að formlegri hátíðardagskrá hafi verið frestað í dag var afmælisins minnst með athöfn í þinghúsinu þar sem Mette Frederiksen forsætisráðherra og Bárður á Steig Nielsen, lögmaður Færeyja, voru meðal ræðumanna. Þá hélt Margrét Þórhildur og meðlimir fjölskyldu hennar til Dómkirkjunnar í Hróarskeldu þar sem krans var lagður við leiði foreldra drottningarinnar. Frekari hátíðarhöldum hefur verið frestað fram til september. „Svona varð það og svona er það“ Margrét var elst þriggja dætra Friðriks konungs og Ingiríðar drottningar en á sínum tíma þurfti þjóðaratkvæðagreiðslu til að kona gæti tekið við krúnunni. Mette Frederiksen, forsætisráðherra Danmerkur, vísaði í ræðu sinni í þinginu í dag til ummæla sem látin voru falla í kringum þjóðaratkvæðagreiðsluna árið 1953. „Ég vil biðjast afsökunar fyrir fram á orðavalinu. Þetta var ekki kurteislega orðað. En samkvæmt dagbók formannsins var þetta orðað svona: "Ég skal hundur heita ef ég læt kerlingu stjórna mér." Tilvitnun lýkur. En svona varð það og svona er það,“ sagði ráðherrann og hló þá drottningin. Margrét Þórhildur nýtur mikilla vinsælda í Danmörku og virðist því hafa staðið við stóru orðin í ræðunni sem hún flutti þegar hún tók við. Þar bað hún guð um að gefa sér styrk til að taka við arfleið föður hennar en hún sagði það hennar markmið að leggja allan sinn dugnað og kraft í að vera drottning Dana. Hún hefur komið víða við frá því að hún tók við krúnunni og er til að mynda mikill Íslandsvinur. Hún hefur hitt alla forseta Íslands frá því að Kristján Eldjárn var forseti og átti sömuleiðis í mjög góðu sambandi við Vigdísi Finnbogadóttur. Í viðtali við fréttastofu árið 2017 sagðist Margrét alltaf hafa verið mjög meðvituð um sérstök tengsl sín við Ísland. „Fyrstu kynni mín af Íslandi eru frá heimsókn foreldra minna til landsins og það var áður en ég fæddist. Það tengist því að ég ber íslenskt nafn. Foreldrar mínir úskýrðu hvers vegna ég héti Þórhildur og að þau hefðu valið mér íslenskt nafn líka,” sagði Margrét í viðtali við Heimi Már Pétursson. Viðtalið í heild sinni má finna hér fyrir neðan.
Danmörk Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Kóngafólk Margrét Þórhildur II Danadrottning Mest lesið Móðir marin á kálfum eftir árás ungmenna í Mjódd Innlent „Það þarf að taka meira til hendinni en ég hélt“ Innlent Vefmyndavél Vísis á Reykjanesskaganum Innlent Grípa til aðgerða gegn Zuism eftir hæstaréttardóm Innlent Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Erlent Varar við aðkomu þingsins og segir Vilhjálm hafa talað ógætilega Innlent Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Erlent „Þá erum við komin út á hálan ís“ Innlent Mikið af gögnum sem þarf að yfirfara Innlent Óttast að missa úrræðið sem breytti lífi hennar Innlent Fleiri fréttir Harðlínumanni spáð sigri í fyrri umferð en ósigri í kosningum í Rúmeníu Sér ekkert vopnahlé í kortunum Rannsaka meintar mútugreiðslur kínversks tæknirisa á Evrópuþingi Ólíkar meiningar um valdsvið Trump og dómstóla Kalla eftir aðgerðum gegn síðu sem sýnir morð, sjálfsvíg og slys Trump og Pútín ræða „skiptingu eigna“ í Úkraínu Að minnsta kosti 37 látnir eftir ofsaveður Stefna á víðtækar ferðatakmarkanir Fimmtán í haldi vegna brunans Trump og Pútín muni ræða saman í vikunni „Yfirþyrmandi banvænt afl“ Bandaríkjanna varð fleiri leiðtogum Húta að bana Bannaði Trump að nota lög frá átjándu öld Kveikti í konu í lest „Þessi á drapst á einni nóttu“ Börn Hackmans ekki í erfðaskránni en erfa hann samt Rúmlega fimmtíu látnir eftir bruna á skemmtistað Gera umfangsmiklar árásir á Húta: „Tími ykkar er liðinn“ Sautján látnir vegna ofsafenginna vinda, hvirfilbylja og sandstorma „Við munum ekki standa hjá og bíða eftir því að Pútín bregðist við“ Fundu líkbrennsluofna, skó og beinflísar í „útrýmingarbúðum“ Rússneskur skipstjóri ákærður fyrir skipaáreksturinn banvæna Hefndardráp, ofbeldi og áróður í Sýrlandi Níu mánaða geimferð sem átti að taka átta daga lýkur Feldu næstráðandi leiðtoga Íslamska ríkisins Segir sendiherra hata Trump og Bandaríkin Saka Norðmenn um hervæðingu Svalbarða Bað Pútín um að hlífa hermönnum sem enginn kannast við Ætla að breyta stjórnarskrá til að auka fjárútlát til varnarmála Einn stofnenda Pirate bay lést í flugslysi Mótmælt vegna dauða átta ára stúlku sem lést í kjölfar nauðgunar Sjá meira