Danir hafi vanrækt handritasáttmálann Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 14. janúar 2022 07:01 Lilja stendur föst á sínu. Handritin skulu heim. vísir/vilhelm Danir hafa ekki uppfyllt öll skilyrði hins sögulega handritasáttmála að mati menningarmálaráðherra. Hún kallar eftir því að Danir efli rannsóknir sínar á miðaldabókmenntum og mun áfram berjast fyrir því að fá þau flest flutt til Íslands. Lítið hefur komið út úr störfum samráðsnefndar Íslands og Danmerkur um handritin sem var stofnuð fyrir tveimur árum. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur í sinni stjórnartíð talað fyrir því að fá þau íslensku miðaldahandrit sem enn eru í vörslu Dana hingað heim. Í vikunni birti Danska Ríkisútvarpið viðtal við ráðherrann þar sem hún gagnrýndi meðal annars framlag Dana til fræðanna. „Danir hafa ekki sinnt í eins miklum mæli rannsóknarskyldu sinni, ef við skoðum samninginn og þeir hafa líka verið að skera niður fjárveitingar til Norrænna fræða í Kaupmannahafnarháskóla,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Í handritasáttmálanum var ákveðið að Íslendingar fengju hluta handritanna aftur og að bæði lönd myndu sinna rannsóknum á þeim. Einnig er þar kveðið á um Íslendingar geti ekki krafist þess að fá fleiri handrit afhent. Vildu hindra það að einhver eins og Lilja kæmi til sögunnar Er þessi samningur þá orðinn úreltur að mati ráðherrans? „Hann var mjög umdeildur á sínum tíma. Það voru mjög margir Danir sem vildu alls ekki að handritin færu hérna eða að svona helmingurinn kæmi til Íslands því að þeir höfðu áhyggjur af því að það myndi einhver koma seinna meir eins og ég og segja heyrðu það ætti eitthvað meira að koma,“ segir Lilja. Þó telur hún að hægt sé að vinna innan samkomulagsins með því að fá langtímalán á handritunum. Danir neituðu nýlega Norðmönnum um svipaða langtímalánsbeiðni og hafa margir litið á það sem merki þess að enginn vilji sé þeim megin til að skila menningarverðmætum aftur til upprunalandanna. Lilju þykir synd að handritin séu geymd þar sem þeim sé ekki sinnt eins vel og hægt er. „Já ég tel að svo sé. Og dönsk yfirvöld segja að þau geti gert betur. En ég segi við getum líka gert enn betur,“ segir Lilja. Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Háskólar Bókmenntir Danmörk Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira
Lítið hefur komið út úr störfum samráðsnefndar Íslands og Danmerkur um handritin sem var stofnuð fyrir tveimur árum. Lilja Alfreðsdóttir menningarmálaráðherra hefur í sinni stjórnartíð talað fyrir því að fá þau íslensku miðaldahandrit sem enn eru í vörslu Dana hingað heim. Í vikunni birti Danska Ríkisútvarpið viðtal við ráðherrann þar sem hún gagnrýndi meðal annars framlag Dana til fræðanna. „Danir hafa ekki sinnt í eins miklum mæli rannsóknarskyldu sinni, ef við skoðum samninginn og þeir hafa líka verið að skera niður fjárveitingar til Norrænna fræða í Kaupmannahafnarháskóla,“ segir Lilja Alfreðsdóttir, ferðamála-, viðskipta- og menningarmálaráðherra. Í handritasáttmálanum var ákveðið að Íslendingar fengju hluta handritanna aftur og að bæði lönd myndu sinna rannsóknum á þeim. Einnig er þar kveðið á um Íslendingar geti ekki krafist þess að fá fleiri handrit afhent. Vildu hindra það að einhver eins og Lilja kæmi til sögunnar Er þessi samningur þá orðinn úreltur að mati ráðherrans? „Hann var mjög umdeildur á sínum tíma. Það voru mjög margir Danir sem vildu alls ekki að handritin færu hérna eða að svona helmingurinn kæmi til Íslands því að þeir höfðu áhyggjur af því að það myndi einhver koma seinna meir eins og ég og segja heyrðu það ætti eitthvað meira að koma,“ segir Lilja. Þó telur hún að hægt sé að vinna innan samkomulagsins með því að fá langtímalán á handritunum. Danir neituðu nýlega Norðmönnum um svipaða langtímalánsbeiðni og hafa margir litið á það sem merki þess að enginn vilji sé þeim megin til að skila menningarverðmætum aftur til upprunalandanna. Lilju þykir synd að handritin séu geymd þar sem þeim sé ekki sinnt eins vel og hægt er. „Já ég tel að svo sé. Og dönsk yfirvöld segja að þau geti gert betur. En ég segi við getum líka gert enn betur,“ segir Lilja.
Íslensk fræði Handritasafn Árna Magnússonar Háskólar Bókmenntir Danmörk Mest lesið Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Innlent Vaktin: Dómari kveður upp um refsingu Diddy Erlent Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Innlent Látinn fara eftir að hafa neitað Trump um sverð í eigu Eisenhower Erlent Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Innlent „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Innlent Bein útsending: Siglt áleiðis til Gasa Erlent Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína Innlent Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Innlent Segist breyttur maður og biðlar til dómarans Erlent Fleiri fréttir Nýsestur á skrifstofunni þegar hann fékk bíl í flasið Starfsmaður á Brákarborg grunaður um kynferðisbrot Fresta framkvæmdum vegna veðurs Sýnist komið að seinni hluta í eldsumbrotum í Sundhnúksgígaröðinni Grunaður um að hafa brotið á fleiri en tíu börnum Varaformannsslagur í Miðflokknum: Öll vinir og „peppuð“ fyrir landsþingi Stöðfirðingum enn ráðlagt að sjóða vatn vegna mengunar Tillögurnar í leikskólamálum séu vonbrigði og uppgjöf Jörð skelfur í Krýsuvík og Þjóðaröryggisráð fundaði í morgun Fólk að bugast þar til hætt var að manna vaktir á föstudögum Snorri etur kappi við Bergþór og Ingibjörgu Hafnaði kæru Sameindar vegna Konukots í Ármúla Ingibjörg tekur slaginn við Bergþór Skjálftahrina við Krýsuvík og Kleifarvatn Sagt að njóta ótruflaðrar ástar í Venesúela Bergþór vill verða varaformaður Óljóst hvort Kínverjarnir geti sótt vélina sína „Mér finnst þeir vera að taka frá mér lífið“ Rauk upp úr flugvél Jet2 Loka leikskóladeild á Stöðvarfirði vegna manneklu Nýjar tillögur falli á herðar vinnandi foreldra Eðlilegt að Ísland skoði að taka þátt Til umræðu að setja upp lokunarpósta við Fossvogsbrú Ragnhildur tekur við Kveik Blæs á sögusagnir um úthugsaða fléttu og ótti við að enda rúmliggjandi Vilja að fallið verði frá hækkun áfengisskatta „Þetta er auðvitað allt of lítið úrtak til að vera marktækt“ Refsing fyrir að reyna að myrða lækni þyngd Miklar breytingar á gjaldskrá leikskóla borgarinnar Nýr stjóri Icelandair vildi bara Airbus þegar hann stýrði Play Sjá meira