Meðalhiti á árinu sem var að líða voru rúmar 14,7 gráður en sem dæmi var meðalhiti tæpar 13,9 gráður árið 1975. Síðustu tíu ár hafa öll verið yfir meðallagi og loft og haf á jörðinni er nú rúmri gráðu hlýrra en það var fyrir hundrað árum síðan. Þetta kemur fram hjá AP fréttaveitunni.
Gavin Smith, vísindamaður hjá NASA, segir nokkuð ljóst hvað í stefni: „Þetta [hlýnunin] er af mannavöldum . Hlýnun jarðar verður vandamál þar til við hættum að auka losun gróðurhúsalofttegunda.“ Vísindamaður hjá Berkely tekur í sama streng og segir þróunina ógnarhraða.
Veðurfræðingar vilja meina að veðurfyrirbrigðið „La niña“ hafi jafnvel lækkað hitastig jarðarinnar þetta árið. Fyrirbrigðið er kaldi fasi Suður-Kyrrahafssveiflunnar svonefndu sem er náttúruleg sveifla sjávarhita í Kyrrahafinu Fyrirbrigðið er tengt við tímabundna lækkun meðalhita jarðar og ýmis staðbundin áhrif á veðurfar.