Vill leiða jafnaðarmenn til sigurs á ný Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. janúar 2022 12:43 Guðmundur Árni Stefánsson var útnefndur sendiherra Íslands í Indlandi árið 2018 en baðst lausnar í desember. vísir/vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra og fyrrverandi ráðherra sækist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann segist ekki vera í framboði til bæjarstjóra á þessari stundu en hann gegndi því embætti fyrir rúmum þrjátíu árum. Það vakti athygli seint í gærkvöldi þegar Guðmundur Árni tilkynnti um endurkomu sína í pólitík. Hann hefur verið sendiherra fyrir hönd Íslands síðustu 16 árin en segir að hann og fjölskyldan séu komin með nóg af flakki milli heimshorna í bili. „Það er nú eiginlega þannig að þó ég hafi verið algjörlega frá stjórnmálum þá hef ég auðvitað fylgst vel með. Enda eru stjórnmálin, þó það megi auðvitað ekki nefna það í miðju Covid-fári, stjórnmál og pólitík eru eins konar vírus hjá þeim sem hafa tekið þátt,“ segir Guðmundur Árni. Hann sat sem félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994 en neyddist til að segja af sér eftir umdeilda skipan hans á mönnum í embætti. Hann sat svo á þingi til ársins 2005 fyrir Alþýðuflokk og Samfylkingu. Ekki í bæjarstjóraframboði Áður en hann fór á þing var hann í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði í 12 ár og sat sem bæjarstjóri í sjö ár á árunum 1985 til 1991. En sækist hann aftur eftir bæjarstjórastöðunni nú tæpum þrjátíu árum síðar? „Málið er alls ekki komið þangað. Og ég, svo ég taki það fram, er ekki að endurlifa forna frægð. Það er alls ekki það sem ég er að leggja upp með. Ég vil bara vera hluti af liðsheild og leiða hér jafnaðarmenn til sigurs í kosningunum í maí. Ég er ekki frambjóðandi til bæjarstjóra í augnablikinu,“ segir Guðmundur Árni. Endurkoma jafnaðarmanna tímabær Samfylkingarmenn halda prófkjör eftir tæpan mánuð. Guðmundur vonast til að hljóta skýrt umboð félagsmanna til að leiða lista flokksins. „Ég meina ég vil sjá fylgi jafnaðarmanna að minnsta kosti tvöfaldast í kosningunum og að við förum úr tveimur mönnum í fjóra hið minnsta,“ segir Guðmundur Árni. Jafnaðarmenn verði þannig forystuafl í bænum á nýjan leik. „Því er ekki að neita að tölurnar tala sínu máli og Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt betri daga. Síðustu kosningar hjá mér voru fyrir Samfylkinguna 2003 í þinginu og þá fengum við hér í Suðvesturkjördæmi 32 prósent atkvæða.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira
Það vakti athygli seint í gærkvöldi þegar Guðmundur Árni tilkynnti um endurkomu sína í pólitík. Hann hefur verið sendiherra fyrir hönd Íslands síðustu 16 árin en segir að hann og fjölskyldan séu komin með nóg af flakki milli heimshorna í bili. „Það er nú eiginlega þannig að þó ég hafi verið algjörlega frá stjórnmálum þá hef ég auðvitað fylgst vel með. Enda eru stjórnmálin, þó það megi auðvitað ekki nefna það í miðju Covid-fári, stjórnmál og pólitík eru eins konar vírus hjá þeim sem hafa tekið þátt,“ segir Guðmundur Árni. Hann sat sem félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994 en neyddist til að segja af sér eftir umdeilda skipan hans á mönnum í embætti. Hann sat svo á þingi til ársins 2005 fyrir Alþýðuflokk og Samfylkingu. Ekki í bæjarstjóraframboði Áður en hann fór á þing var hann í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði í 12 ár og sat sem bæjarstjóri í sjö ár á árunum 1985 til 1991. En sækist hann aftur eftir bæjarstjórastöðunni nú tæpum þrjátíu árum síðar? „Málið er alls ekki komið þangað. Og ég, svo ég taki það fram, er ekki að endurlifa forna frægð. Það er alls ekki það sem ég er að leggja upp með. Ég vil bara vera hluti af liðsheild og leiða hér jafnaðarmenn til sigurs í kosningunum í maí. Ég er ekki frambjóðandi til bæjarstjóra í augnablikinu,“ segir Guðmundur Árni. Endurkoma jafnaðarmanna tímabær Samfylkingarmenn halda prófkjör eftir tæpan mánuð. Guðmundur vonast til að hljóta skýrt umboð félagsmanna til að leiða lista flokksins. „Ég meina ég vil sjá fylgi jafnaðarmanna að minnsta kosti tvöfaldast í kosningunum og að við förum úr tveimur mönnum í fjóra hið minnsta,“ segir Guðmundur Árni. Jafnaðarmenn verði þannig forystuafl í bænum á nýjan leik. „Því er ekki að neita að tölurnar tala sínu máli og Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt betri daga. Síðustu kosningar hjá mér voru fyrir Samfylkinguna 2003 í þinginu og þá fengum við hér í Suðvesturkjördæmi 32 prósent atkvæða.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Barn á öðru aldursári lést Innlent Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Innlent Bíll valt og endaði á hvolfi Innlent Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Innlent Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Innlent Opnar sig um rútínuna í fangelsinu Erlent Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Innlent Notuðu óvirka gaslögn til að koma aftan að Úkraínumönnum Erlent Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Innlent Skutu vopnaðan mann við Hvíta húsið Erlent Fleiri fréttir Einn látinn eftir árekstur í Berufirði Segir fjölgun hvala hafa áhrif á loðnustofninn Hvammsvirkjun, vegagerð og ný brú yfir Þjórsá Barn á öðru aldursári lést Tvær þyrlur kallaðar út vegna alvarlegs umferðarslyss í Berufirði Veita ókeypis aðstoð við gerð skattframtals Leiðrétt laun formanns, átök í Sýrlandi og skattadagurinn Bíll valt og endaði á hvolfi Launin hækkuðu bara um fimmtíu prósent Nýr formaður, orkuskortur og hugvíkkandi efni Bænastund vegna banaslyss við Flúðir Skjálfti 3 að stærð við Kleifarvatn Hrækti framan í lögregluþjón Flugstarfsemin skapi tvö til fjögur hundruð ný störf á ári næsta áratuginn Skólakerfið sé í vanda þegar ungmenni kunna ekki að beita rökum Kallað eftir afvopnun feðraveldisins „Ábyrgðaleysi að lofa einhverju sem ekki er hægt að framkvæma samkvæmt lögum“ Öflugur Hafnfirðingur á 525 filmuljósmyndavélar Með engu móti hægt að réttlæta launahækkun Heiðu „Sjálftaka pólitískrar yfirstéttar“, stóriðja á flugvellinum og færeysk veisla í kvöldfréttum Óskiljanlegt að fá tæpa milljón fyrir rúman fund á mánuði Beint streymi: „Við neitum að fara aftur á bak, eina leiðin er áfram“ Hljóti að styttast í gos og vonar að það komi sem fyrst Tveggja bíla árekstur í Kömbunum Makríll, kvígukjöt og sauðakjöt í Hörpu um helgina Leikskólakerfið ráði ekki við allt Ganga fylktu liði frá Arnarhóli Umferðarslys, leikskólamál og baráttuganga Breyta reglum um hljóðfærafarangur Einn fluttur á spítala eftir alvarlegt slys við Flúðir Sjá meira