Vill leiða jafnaðarmenn til sigurs á ný Óttar Kolbeinsson Proppé skrifar 13. janúar 2022 12:43 Guðmundur Árni Stefánsson var útnefndur sendiherra Íslands í Indlandi árið 2018 en baðst lausnar í desember. vísir/vilhelm Guðmundur Árni Stefánsson sendiherra og fyrrverandi ráðherra sækist eftir því að leiða lista Samfylkingarinnar í Hafnarfirði í komandi sveitarstjórnarkosningum. Hann segist ekki vera í framboði til bæjarstjóra á þessari stundu en hann gegndi því embætti fyrir rúmum þrjátíu árum. Það vakti athygli seint í gærkvöldi þegar Guðmundur Árni tilkynnti um endurkomu sína í pólitík. Hann hefur verið sendiherra fyrir hönd Íslands síðustu 16 árin en segir að hann og fjölskyldan séu komin með nóg af flakki milli heimshorna í bili. „Það er nú eiginlega þannig að þó ég hafi verið algjörlega frá stjórnmálum þá hef ég auðvitað fylgst vel með. Enda eru stjórnmálin, þó það megi auðvitað ekki nefna það í miðju Covid-fári, stjórnmál og pólitík eru eins konar vírus hjá þeim sem hafa tekið þátt,“ segir Guðmundur Árni. Hann sat sem félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994 en neyddist til að segja af sér eftir umdeilda skipan hans á mönnum í embætti. Hann sat svo á þingi til ársins 2005 fyrir Alþýðuflokk og Samfylkingu. Ekki í bæjarstjóraframboði Áður en hann fór á þing var hann í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði í 12 ár og sat sem bæjarstjóri í sjö ár á árunum 1985 til 1991. En sækist hann aftur eftir bæjarstjórastöðunni nú tæpum þrjátíu árum síðar? „Málið er alls ekki komið þangað. Og ég, svo ég taki það fram, er ekki að endurlifa forna frægð. Það er alls ekki það sem ég er að leggja upp með. Ég vil bara vera hluti af liðsheild og leiða hér jafnaðarmenn til sigurs í kosningunum í maí. Ég er ekki frambjóðandi til bæjarstjóra í augnablikinu,“ segir Guðmundur Árni. Endurkoma jafnaðarmanna tímabær Samfylkingarmenn halda prófkjör eftir tæpan mánuð. Guðmundur vonast til að hljóta skýrt umboð félagsmanna til að leiða lista flokksins. „Ég meina ég vil sjá fylgi jafnaðarmanna að minnsta kosti tvöfaldast í kosningunum og að við förum úr tveimur mönnum í fjóra hið minnsta,“ segir Guðmundur Árni. Jafnaðarmenn verði þannig forystuafl í bænum á nýjan leik. „Því er ekki að neita að tölurnar tala sínu máli og Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt betri daga. Síðustu kosningar hjá mér voru fyrir Samfylkinguna 2003 í þinginu og þá fengum við hér í Suðvesturkjördæmi 32 prósent atkvæða.“ Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira
Það vakti athygli seint í gærkvöldi þegar Guðmundur Árni tilkynnti um endurkomu sína í pólitík. Hann hefur verið sendiherra fyrir hönd Íslands síðustu 16 árin en segir að hann og fjölskyldan séu komin með nóg af flakki milli heimshorna í bili. „Það er nú eiginlega þannig að þó ég hafi verið algjörlega frá stjórnmálum þá hef ég auðvitað fylgst vel með. Enda eru stjórnmálin, þó það megi auðvitað ekki nefna það í miðju Covid-fári, stjórnmál og pólitík eru eins konar vírus hjá þeim sem hafa tekið þátt,“ segir Guðmundur Árni. Hann sat sem félagsmálaráðherra í samsteypustjórn Sjálfstæðisflokks og Alþýðuflokks frá árinu 1993 til 1994 en neyddist til að segja af sér eftir umdeilda skipan hans á mönnum í embætti. Hann sat svo á þingi til ársins 2005 fyrir Alþýðuflokk og Samfylkingu. Ekki í bæjarstjóraframboði Áður en hann fór á þing var hann í bæjarpólitíkinni í Hafnarfirði í 12 ár og sat sem bæjarstjóri í sjö ár á árunum 1985 til 1991. En sækist hann aftur eftir bæjarstjórastöðunni nú tæpum þrjátíu árum síðar? „Málið er alls ekki komið þangað. Og ég, svo ég taki það fram, er ekki að endurlifa forna frægð. Það er alls ekki það sem ég er að leggja upp með. Ég vil bara vera hluti af liðsheild og leiða hér jafnaðarmenn til sigurs í kosningunum í maí. Ég er ekki frambjóðandi til bæjarstjóra í augnablikinu,“ segir Guðmundur Árni. Endurkoma jafnaðarmanna tímabær Samfylkingarmenn halda prófkjör eftir tæpan mánuð. Guðmundur vonast til að hljóta skýrt umboð félagsmanna til að leiða lista flokksins. „Ég meina ég vil sjá fylgi jafnaðarmanna að minnsta kosti tvöfaldast í kosningunum og að við förum úr tveimur mönnum í fjóra hið minnsta,“ segir Guðmundur Árni. Jafnaðarmenn verði þannig forystuafl í bænum á nýjan leik. „Því er ekki að neita að tölurnar tala sínu máli og Samfylkingin, jafnaðarmannaflokkur Íslands, hefur átt betri daga. Síðustu kosningar hjá mér voru fyrir Samfylkinguna 2003 í þinginu og þá fengum við hér í Suðvesturkjördæmi 32 prósent atkvæða.“
Sveitarstjórnarkosningar 2022 Sveitarstjórnarmál Hafnarfjörður Samfylkingin Utanríkismál Mest lesið Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi Innlent Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Innlent Þau eru tilnefnd sem maður ársins Innlent Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir Innlent „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Innlent Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Innlent „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Innlent Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Innlent Brestir í MAGA-múrnum Erlent Hafi hnakkrifist í teiti hjá Conan stuttu fyrir morðið Erlent Fleiri fréttir „Það voru bara slagsmál, viltu senda bíl“ „Þessir þrír flokkar til þess að gera tómar skeljar“ Foreldrar hafa áhyggjur af börnum sínum með Sergio í Dúbaí Umdeildur athafnamaður og vendingar á vinstri væng Ekki dómarans eins að meta hvort umskurn væri hættuleg Theodóra ætlar ekki fram aftur fyrir Viðreisn „Hæstvirtur yfirlætisráðherra, nei fyrirgefðu, hæstvirtur forsætisráðherra“ Lesstofu Borgarskjalasafnsins lokað Margrét Löf dæmd í 16 ára fangelsi „Óásættanlegt“ að taka borgarfulltrúa af gestalistanum Það hafi víst verið haft samráð við sjávarútveginn Píratar bjóða ekki fram í vor og Sigurbjörg Erla hættir „Við vitum að áföllin munu koma“ Alexandra sækist eftir oddvitasætinu Pírati skiptir um skútu og makrílsamningur fellur í grýttan jarðveg Dóra Björt til liðs við Samfylkinguna Æfur vegna samnings um makríl: „Skiljum vini okkar Grænlendinga eftir á köldum klaka“ Engin breyting á trúfélagsskráningu landsmanna Bein útsending: Boða óvænt til blaðamannafundar í Ráðhúsinu Hækka hitann í Breiðholtslaug Meðalbílaleigubíllinn verði fyrir mestum áhrifum Óvíst hvort Guðmundur Ingi snúi aftur í ráðuneytið Fjölgun landsmanna það eina sem hafi komið í veg fyrir tekjufall Rúv Umferðarslys á Breiðholtsbraut Orð gegn orði um samskipti innan almannavarnarnefndar Skýrslan ekki til neins ef ekki verði brugðist við Faðir sem missti þrjú börn í Súðavík tjáir sig um uppgjör rannsóknarnefndar Bíll bilaði og Hvalfjarðargöngum lokað um stund Kanna áhuga á mögulegu framboði Guðlaugs í borginni Vistunin sé kerfisbundið brot á mannréttindum Sjá meira