Gæti komið í veg fyrir blindu milljóna í Bandaríkjunum Kolbeinn Tumi Daðason skrifar 12. janúar 2022 16:23 RetinaRisk-teymið. Efri röð frá vinstri: Thor Aspelund, Francisco Rojas, Einar Stefánsson, Bala Kamallakharan. Neðri röð frá vinstri: Ægir Þór Steinarsson,Sigurbjörg Ásta Jónsdóttir, Arna Guðmundsdóttir. Á myndina vantar Stefán Einarsson. Aðsend Íslenska sprotafyrirtækið Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin (ADA) hafa gert með sér samkomulag um að gera RetinaRisk áhættureikninn, sem reiknar út áhættu fólks með sykursýki á sjónskerðandi augnsjúkdómum, aðgengilegan almenningi í Bandaríkjunum. Reiknirinn er sá eini sinnar tegundar í heiminum og er afrakstur yfir 10 ára vísindarannsókna og þróunar á Íslandi og erlendis. Í tilkynningu segir að með þessu samstarfi sé stigið fyrsta skrefið með ADA á vegferð í átt að því að gjörbylta einstaklingsbundinni sykursýkismeðferð á heimsvísu. „Sykursýki er í dag ein helsta orsök blindu í fólki á vinnualdri um heim allan en koma má í veg fyrir sjónskerðinguna í yfir 90% tilvika með snemmgreiningu og viðeigandi meðferð. Það er til mikils að vinna þar sem Alþjóðasykursýkissamtökin (IDF) gera ráð fyrir að í dag séu í kringum hálfur milljarður manna með sykursýki og sú tala eigi eftir að fara yfir 700 milljónir árið 2045. RetinaRisk mun skipta sköpum til að auka líkur á snemmgreiningu og gera fólki kleift að bregðast við í tíma til að koma í veg fyrir sjónskerðingu og blindu,“ segir í tilkynningunni. Risk ehf. (retinarisk.com) var stofnað af Einari Stefánssyni augnlækni, Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, og Örnu Guðmundsdóttur, innkirtlalækni. RetinaRisk áhættureiknirinn var þróaður með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs og innlendra fjárfesta og er sá fyrsti í röð áhættureikna fyrir sykursýki og aðra króníska sjúkdóma sem eru í þróun. Þörfin fyrir vísindalega nákvæmt áhættumat, eins og RetinaRisk, til að bera kennsl á fólk sem þarf aukna heilbrigðisþjónustu og eftirfylgni sé orðin gríðarlega mikilvæg í dag. „Sjúklingahópar með króníska sjúkdóma, eins og sykursýki, fara ört stækkandi og þörfin fyrir aukna og einstaklingsmiðaða upplýsingagjöf og snjallari forgangsröðun á framboði heilbrigðisþjónustu mun aukast verulega á næstu árum. Það sterka vísinda- og þróunarstarf sem Risk ehf. hefur unnið síðustu 10 ár setur fyrirtækið í fremstu röð til að mæta þessari þörf.“ Bandarísku sykursýkissamtökin, eða ADA (diabetes.org), eru stærstu sykursýkissamtök heims og leiðandi á sviði sykursýkismeðferðar. Mikið vísindastarf sé unnið innan samtakana og alþjóðlegir staðlar um meðferð og skilgreiningu á sjúkdómnum eigi oftar en ekki uppruna sinn innan veggja þeirra. Að sögn Sigurbjargar Ástu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra, munu Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin halda áfram að þróa samstarfið. „Við erum afar ánægð með þetta samstarf með ADA en í því felst mikil viðurkenning á RetinaRisk áhættureikninum. Samstarfið mun nýtast okkur sem stökkpallur inn á Bandaríkjamarkað, sem er einn af mikilvægustu mörkuðum heims fyrir stafrænar heilbrigðislausnir tengdar sykursýki,” segir Sigurbjörg Ásta. Áhugasamir geta nálgast RetinaRisk áhættureikninn hér og þeir sem eru með sykursýki geta reiknað út áhættu á sjónskerðandi augnsjúkdómum. Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira
Reiknirinn er sá eini sinnar tegundar í heiminum og er afrakstur yfir 10 ára vísindarannsókna og þróunar á Íslandi og erlendis. Í tilkynningu segir að með þessu samstarfi sé stigið fyrsta skrefið með ADA á vegferð í átt að því að gjörbylta einstaklingsbundinni sykursýkismeðferð á heimsvísu. „Sykursýki er í dag ein helsta orsök blindu í fólki á vinnualdri um heim allan en koma má í veg fyrir sjónskerðinguna í yfir 90% tilvika með snemmgreiningu og viðeigandi meðferð. Það er til mikils að vinna þar sem Alþjóðasykursýkissamtökin (IDF) gera ráð fyrir að í dag séu í kringum hálfur milljarður manna með sykursýki og sú tala eigi eftir að fara yfir 700 milljónir árið 2045. RetinaRisk mun skipta sköpum til að auka líkur á snemmgreiningu og gera fólki kleift að bregðast við í tíma til að koma í veg fyrir sjónskerðingu og blindu,“ segir í tilkynningunni. Risk ehf. (retinarisk.com) var stofnað af Einari Stefánssyni augnlækni, Thor Aspelund, prófessor í líftölfræði, og Örnu Guðmundsdóttur, innkirtlalækni. RetinaRisk áhættureiknirinn var þróaður með dyggum stuðningi Tækniþróunarsjóðs og innlendra fjárfesta og er sá fyrsti í röð áhættureikna fyrir sykursýki og aðra króníska sjúkdóma sem eru í þróun. Þörfin fyrir vísindalega nákvæmt áhættumat, eins og RetinaRisk, til að bera kennsl á fólk sem þarf aukna heilbrigðisþjónustu og eftirfylgni sé orðin gríðarlega mikilvæg í dag. „Sjúklingahópar með króníska sjúkdóma, eins og sykursýki, fara ört stækkandi og þörfin fyrir aukna og einstaklingsmiðaða upplýsingagjöf og snjallari forgangsröðun á framboði heilbrigðisþjónustu mun aukast verulega á næstu árum. Það sterka vísinda- og þróunarstarf sem Risk ehf. hefur unnið síðustu 10 ár setur fyrirtækið í fremstu röð til að mæta þessari þörf.“ Bandarísku sykursýkissamtökin, eða ADA (diabetes.org), eru stærstu sykursýkissamtök heims og leiðandi á sviði sykursýkismeðferðar. Mikið vísindastarf sé unnið innan samtakana og alþjóðlegir staðlar um meðferð og skilgreiningu á sjúkdómnum eigi oftar en ekki uppruna sinn innan veggja þeirra. Að sögn Sigurbjargar Ástu Jónsdóttur, framkvæmdastjóra, munu Risk ehf. og bandarísku sykursýkissamtökin halda áfram að þróa samstarfið. „Við erum afar ánægð með þetta samstarf með ADA en í því felst mikil viðurkenning á RetinaRisk áhættureikninum. Samstarfið mun nýtast okkur sem stökkpallur inn á Bandaríkjamarkað, sem er einn af mikilvægustu mörkuðum heims fyrir stafrænar heilbrigðislausnir tengdar sykursýki,” segir Sigurbjörg Ásta. Áhugasamir geta nálgast RetinaRisk áhættureikninn hér og þeir sem eru með sykursýki geta reiknað út áhættu á sjónskerðandi augnsjúkdómum.
Bandaríkin Vísindi Heilbrigðismál Nýsköpun Mest lesið Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Innlent Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Innlent Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Innlent Hátt settur herforingi fórst í bílsprengju nærri Moskvu Erlent Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Innlent Með nettengingu í trássi við öryggisreglur til að komast inn á Signal Erlent Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Innlent Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Innlent Byrjaður að selja varning merktan „Trump 2028“ Erlent Mislingar á mörkum þess að verða landlægir í Bandaríkjunum aftur Erlent Fleiri fréttir Ítalski baróninn á ekki vatnið sem hann seldi Undarlegt að „stórhættulegir menn“ gangi lausir Rifta samningum vegna gríðarlegrar fækkunar hælisleitenda Segir undarlegt að grunaðir nauðgarar gangi lausir Hart tekist á um umdeildar auglýsingar SFS Uppgötvun íslenskra vísindamanna gæti bætt viðbrögð við náttúruvá Skiljanlegt að málið veki upp miklar og erfiðar tilfinningar Fjöldi herskipa við Reykjavíkurhöfn Vagga Akureyrarflugs er á Melgerðismelum Setja þurfi skýrar reglur um sæðisgjöf á Íslandi Alvarlegt ef þrefalda á strandveiðikvóta á kostnað annarra „Fúsi, aldur og fyrri störf” á Sólheimum um helgina Meintir hópnauðgarar á bannlista skemmtistaðar Sýknaður af ákæru fyrir kynferðisáreitni gegn barni Ósáttur Bandaríkjaforseti og sumarsól Vasaþjófur handtekinn í miðborginni Árásarmaðurinn trúverðugur en sá sem var stunginn misvísandi Ármann Leifsson nýr forseti Röskvu Einn handtekinn þegar sérsveitin aðstoðaði í Árnessýslu Svara ákalli foreldra Fjölbreytt dagskrá á vorhátíð í Árborg Umræða um gróf kynferðisbrot eigi ekki að snúast um þjóðerni gerenda Miður að hópnauðganir séu nýttar til að kynda undir útlendingahatur Leigubílstjóri og vinur hans dæmdir fyrir nauðgun Kastaði eggjum í bíl Þurrt og léttskýjað á sumardaginn fyrsta „Það er leitt að sjá á eftir góðu baráttufólki“ Rannsóknaraðgerð lokið en málið enn til rannsóknar Þrír menn til rannsóknar vegna tveggja hópnauðgana Hafa vísað hundrað leigubílstjórum á brott frá flugstöðinni vegna brota á reglum Sjá meira