Boris Johnson biðst afsökunar á veisluhöldum í samkomubanni Atli Ísleifsson skrifar 12. janúar 2022 13:15 Boris Johnson sagðist ekki hafa gert sér grein fyrir að hann væri staddur í „veislu“ í maí 2020 þegar hann svaraði spurningum breskra þingmanna fyrr í dag. AP Boris Johnson, forsætisráðherra Bretlands, baðst í dag afsökunar á að hafa sótt garðveislu sem fram fór í garði Downingstrætis 10 í maí 2020 þegar harðar samkomutakmarkanir voru í gildi í Bretlandi. Stjórnarandstæðingar hafa krafist afsagnar forsætisráðherrans vegna málsins. Spjótum var beint að Johnson í fyrirspurnartíma í breska þinginu í hádeginu. Johnson baðst afsökunar á að hafa mætt í veisluna þar sem gestir höfðu verið hvattir til að „mæta með eigið áfengi“, en tilefnið var að fagna þeirri vinnu sem hafi verið unnin í baráttunni við kórónuveiruna. Johnson sagði alveg ljóst hlutir hafi ekki verið gerðir rétt. Hann sagðist sömuleiðis skilja vel reiðina í garð stjórnar sinnar, þegar fólk haldi að fólkið í stjórninni fari ekki eftir þeim reglum sem það setji sjálft. Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni forsætisráðherrans. „Sú vörn hans að hann segist ekki hafa vitað að hann væri í veislu er svo fáránleg að hún er hreint og beint móðgandi,“ sagði Starmer. Beindi hann þeim orðum svo til Johnsons að „partýið væri búið“. Nú væri bara spurning hvort að það kæmi hlut bresks almennings eða flokksmanna í Íhaldsflokknum að koma Johnson frá. Eða þá að hann myndi sjá sóma sinn í því að segja sjálfur af sér. Ed Davey, formaður Frjálslyndra demókrata, var á sama máli og lýsti „tilraun forsætisráðherrans til að biðjast afsökunar“ sem skammarlegri. Fjöldi samflokksmanna Johnsons í Íhaldsflokknum hafa einnig gagnrýnt hann fyrir framferðið. Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Spjótum var beint að Johnson í fyrirspurnartíma í breska þinginu í hádeginu. Johnson baðst afsökunar á að hafa mætt í veisluna þar sem gestir höfðu verið hvattir til að „mæta með eigið áfengi“, en tilefnið var að fagna þeirri vinnu sem hafi verið unnin í baráttunni við kórónuveiruna. Johnson sagði alveg ljóst hlutir hafi ekki verið gerðir rétt. Hann sagðist sömuleiðis skilja vel reiðina í garð stjórnar sinnar, þegar fólk haldi að fólkið í stjórninni fari ekki eftir þeim reglum sem það setji sjálft. Keir Starmer, formaður Verkamannaflokksins, gaf lítið fyrir afsökunarbeiðni forsætisráðherrans. „Sú vörn hans að hann segist ekki hafa vitað að hann væri í veislu er svo fáránleg að hún er hreint og beint móðgandi,“ sagði Starmer. Beindi hann þeim orðum svo til Johnsons að „partýið væri búið“. Nú væri bara spurning hvort að það kæmi hlut bresks almennings eða flokksmanna í Íhaldsflokknum að koma Johnson frá. Eða þá að hann myndi sjá sóma sinn í því að segja sjálfur af sér. Ed Davey, formaður Frjálslyndra demókrata, var á sama máli og lýsti „tilraun forsætisráðherrans til að biðjast afsökunar“ sem skammarlegri. Fjöldi samflokksmanna Johnsons í Íhaldsflokknum hafa einnig gagnrýnt hann fyrir framferðið.
Bretland Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Tengdar fréttir Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54 Mest lesið Kafarar sóttu mann úr bíl sem fór í höfnina Innlent Áttræð kona sakar bæinn um mismunun vegna trúar Innlent „Sem þið höfðuð ekki pung til að geta staðið undir“ Innlent Árið gert upp í Kryddsíld 2024 Innlent Vita ekki hvenær þau komast heim með líkamsleifar drengsins síns Innlent Kristrún ekki sein í Kryddsíld: „Ég skil ekki hvernig þetta var hægt“ Innlent Samfélagið í Árbæ harmi slegið vegna andláts Maciej Innlent Bak við tjöldin: Óheppileg hlátursköst og ráðherrar í ruglinu Innlent Ákall eftir réttmætari dreifingu á arði Innlent Yazan Tamimi er maður ársins Innlent Fleiri fréttir Íslenski fjárhundurinn viðurkenndur af Kennel samtökunum Fyrstu börn Beta-kynslóðarinnar fæðast á morgun Handtökuheimild á hendur forsetanum samþykkt Heiðrar lækna sína í miðri krabbameinsmeðferð Hóta Hútum sömu „aumu örlögum“ og Hamas og Hezbollah Trump kemur Johnson til bjargar Vöruðu við fuglum rétt fyrir slysið Skiptast á 300 föngum Fimm ákærðir í tengslum við andlát Liam Payne Farþegar heyrðu mikinn hvell við flugtak og vélinni nauðlent Tuga kílómetra slóð á hafsbotni hjá skemmda sæstrengnum Þetta orsakaði kuldabola sem herjaði á íbúa Nuuk Rannsaka flugflotann í kjölfar slyssins Uppskerubrestur og þungar horfur vegna veðurofsans Jimmy Carter látinn Sjö daga þjóðarsorg lýst yfir í Suður-Kóreu Urðu úti við leit að Stórfæti Smábarn einu skrefi frá því að falla fram af bjargi hjá eldgosi Olivia Hussey er látin Neyðarástand í Nuuk vegna straumleysis Fjöldi látinn eftir flugslys í Suður-Kóreu Forstjóri sjúkrahúss meðal 240 handtekinna Minnst fimmtán áfrýja í máli Pelicot Biðst afsökunar á „hörmulegu atviki“ Íslandsvinurinn OG Maco látinn Tveir látnir eftir skotbardaga í Noregi „Svarta ekkjan“ fannst látin Tíu ára drengur lést eftir bílslys á Ítalíu Barn meðal látinna í rútuslysi Þýska sambandsþingið leyst upp Sjá meira
Johnson situr fyrir svörum um ólögleg veisluhöld Boris Johnson forsætisráðherra Breta situr fyrir svörum í breska þinginu í dag og er fastlega búist við því að þingmenn stjórnarandstöðunnar og einnig hans eigin flokksmenn muni ganga hart fram gegn honum. 12. janúar 2022 06:54