Um fátt annað er nú rætt í Bretlandi en veislu sem boðið var til í Downingstræti 10 í maí 2020, þar sem starfsliði forsætisráðherrans var boðið og var tilefnið að fagna því hversu góð vinna hafi verið unnin í baráttunni við kórónuveiruna.
Vandamálið er að á þessum tíma voru öll slík veisluhöld stranglega bönnuð, samkvæmt reglum sem ráðherrann hafði sjálfur kynnt.
Vitni hafa greint breska ríkisútvarpinu frá því að Johnson sjálfur hafi mætt í veisluna ásamt konu sinni en hann hefur ekki viljað staðfesta að svo hafi verið.
Fjölmargir þingmenn hafa nú krafist afsagnar Johnsons, ef í ljós kemur að hann hafi mætt í veisluna.