Hætta við hugmynd um 75 þúsund króna launaauka Árni Sæberg skrifar 8. janúar 2022 16:05 Leikskólakennarar geta gleymt því að gerast starfsmannaveiðarar. Vísir/Vilhelm Hætt hefur verið við umdeilda hugmynd borgaryfirvalda um að greiða leikskólakennurum 75 þúsund króna launaauka fyrir að fá vini sína og ættingja til starfa á leikskóla. Í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar segir að borgin ætli að fylgja eftir átaki um að að auka fjölda leikskólaplássa með fjölþættum stuðningi við leikskólastjórnendur varðandi ráðningar- og mannauðsmál. Hins vegar hafi verið fallið frá hugmynd um launaauka. Formaður Félags leikskólakennara sagði í samtali við fréttastofu í gær að hugmyndin væri grátbrosleg og ekki til þess fallin að ráðast að rót mönnunarvandans. „Brúum bilið verkefnið sem gengur út á að fjölga verulega leikskólarýmum í borginni kallar á aukinn mannafla í leikskóla Reykjavíkur. Á undanförnum árum hafa fjárframlög til skólamála aukist verulega sem hefur skilað sér í bættu starfsumhverfi fyrir leikskólakennara og annað starfsfólk ásamt aukinni þjónustu til barna á öllum skólastigum. Borgin hefur samþykkt fjölmargar aðgerðir á undanförnum árum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum og varið til þess rúmlega 4 milljörðum króna á tímabilinu 2018-2022,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Mönnun er aðalvandinn Þá segir að framkvæmdir við stækkanir og nýbyggingar leikskóla gangi vel en að fjölgun leikskólaplássa strandi á fjölgun starfsfólks. „Borgarráð samþykkti á fimmtudag að leggja aukið fjármagn, um 20 milljónir króna, til að styðja við ráðningar- og mannauðsmál. Þar munar mestu um aukinn stuðning mannauðsráðgjafa sem munu einbeita sér að stuðningi við stjórnendur leikskóla í ráðningarmálum.“ Stefna á aukna ánægju starfsfólks Verkefnið sé tvíþætt, annars vegar felist það í að vekja athygli á leikskólakennarastarfinu og laða að fleiri umsækjendur, og hins vegar að hlúa að starfsumhverfi á leikskólum. „Að einhverju leyti tengist þetta tvennt, þ.e. besta kynningin á störfunum er ánægður starfsmaður sem talar vel um vinnustaðinn sinn í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Nú þegar fallið hafi verið frá hugmynd um launaauka, sem þó tíðkist víða, verði auknu púðri varið í að þróa aðrar hugmyndir á borð við nýja auglýsingaherferð, að efla íslenskukennslu og bæta móttöku nýliða, þróa aðgengilegra umsóknarkerfi, auka greiningarvinnu, efla stuðning við einstaka leikskóla, og samstarf við ráðningastofur og Háskóla Íslands. „Þá verður leitað leiða til að hlúa betur að starfsumhverfinu til að draga úr starfsmannaveltu,“ segir í lok tilkynningar. Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira
Í tilkynningu frá skóla- og frístundasviði Reykjavíkurborgar segir að borgin ætli að fylgja eftir átaki um að að auka fjölda leikskólaplássa með fjölþættum stuðningi við leikskólastjórnendur varðandi ráðningar- og mannauðsmál. Hins vegar hafi verið fallið frá hugmynd um launaauka. Formaður Félags leikskólakennara sagði í samtali við fréttastofu í gær að hugmyndin væri grátbrosleg og ekki til þess fallin að ráðast að rót mönnunarvandans. „Brúum bilið verkefnið sem gengur út á að fjölga verulega leikskólarýmum í borginni kallar á aukinn mannafla í leikskóla Reykjavíkur. Á undanförnum árum hafa fjárframlög til skólamála aukist verulega sem hefur skilað sér í bættu starfsumhverfi fyrir leikskólakennara og annað starfsfólk ásamt aukinni þjónustu til barna á öllum skólastigum. Borgin hefur samþykkt fjölmargar aðgerðir á undanförnum árum til að bæta starfsumhverfi í leikskólum og varið til þess rúmlega 4 milljörðum króna á tímabilinu 2018-2022,“ segir í tilkynningu borgarinnar. Mönnun er aðalvandinn Þá segir að framkvæmdir við stækkanir og nýbyggingar leikskóla gangi vel en að fjölgun leikskólaplássa strandi á fjölgun starfsfólks. „Borgarráð samþykkti á fimmtudag að leggja aukið fjármagn, um 20 milljónir króna, til að styðja við ráðningar- og mannauðsmál. Þar munar mestu um aukinn stuðning mannauðsráðgjafa sem munu einbeita sér að stuðningi við stjórnendur leikskóla í ráðningarmálum.“ Stefna á aukna ánægju starfsfólks Verkefnið sé tvíþætt, annars vegar felist það í að vekja athygli á leikskólakennarastarfinu og laða að fleiri umsækjendur, og hins vegar að hlúa að starfsumhverfi á leikskólum. „Að einhverju leyti tengist þetta tvennt, þ.e. besta kynningin á störfunum er ánægður starfsmaður sem talar vel um vinnustaðinn sinn í samfélaginu,“ segir í tilkynningunni. Nú þegar fallið hafi verið frá hugmynd um launaauka, sem þó tíðkist víða, verði auknu púðri varið í að þróa aðrar hugmyndir á borð við nýja auglýsingaherferð, að efla íslenskukennslu og bæta móttöku nýliða, þróa aðgengilegra umsóknarkerfi, auka greiningarvinnu, efla stuðning við einstaka leikskóla, og samstarf við ráðningastofur og Háskóla Íslands. „Þá verður leitað leiða til að hlúa betur að starfsumhverfinu til að draga úr starfsmannaveltu,“ segir í lok tilkynningar.
Skóla - og menntamál Reykjavík Leikskólar Mest lesið „Snarklikkað fólk“ sem hafi fengið smá lexíu Innlent „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Innlent Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Innlent Diljá Mist boðar til fundar Innlent „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Innlent Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til Innlent Freistar Bandaríkjanna með gulli og grænum skógum Erlent Samkomulag milli Úkraínu og Bandaríkjanna í höfn Erlent Ríkisstarfsmenn ráðþrota gagnvart furðulegri fyrirskipun Musk Erlent Valdi dauða með aftökusveit Erlent Fleiri fréttir Hefur enga skoðun á máli Ragnars Þórs Ókunnugir og fyrrverandi meðal þeirra sem gætu verið að fylgjast með Segir upp eftir rúma tvo áratugi í starfi: „Það virðist enginn hlusta“ Bylgjan og FM957 liggja niðri Skjálftavirkni fer vaxandi Kjaftshögg, falin hætta og deila um íslenska atriðið Vilja styrkja viðgerðir á sögufrægum byggingum Kjarnorkukafbátur í Eyjafirði Konur á miðjum aldri þær sem helst áreita karlkyns lögregluþjóna Verði gott fyrir lögreglu að vita hvar mörkin liggja Atburðir helgarinnar kjaftshögg fyrir kennara Buguðu foreldrarnir mæti þegar þeir sjá birta til „Ef ég segði Hitler skepnu væri ég þá að blammera alla þýsku þjóðina?“ Taldi drenginn myndu deyja yrði hann ekki umskorinn Verður á launum hjá stéttarfélagi og Alþingi út júní Leita að línunni Sólveig með sama rétt en segist ekki myndu nýta hann Viðkvæðið enn að kennarar yngri barna eigi minna skilið Vill að Ríkisendurskoðun rannsaki styrkjamálið Diljá Mist boðar til fundar Neyðarsjóður Ragnars Þórs og kennarar kallaðir í Karphúsið Samningur felldur: „Vissum að þetta stæði tæpt“ Sýknuð af ákæru fyrir að láta umskera son sinn Milljónirnar fari í neyðarsjóð fjölskyldunnar Hæstiréttur fellst á að taka Hvammsvirkjunarmálið fyrir Kæru Brimbrettafélagsins vegna framkvæmdaleyfis vísað frá Þingflokksformaðurinn styður Áslaugu Örnu „Inga gripið til orðfæris í garð blaðamanna sem engum stjórnmálamanni er sæmandi“ Kom ekki nálægt innanhússtillögu sáttasemjara Fundað á ný í kennaradeilu Sjá meira