Unnusti leikmanns Þróttar í sumar á góða möguleika á að slá virt met í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2022 16:01 Dani Rhodes fagnar til vinstri marki með Þrótti í sumar og T.J. Watt fagnar til hærri einni leikstjórnandafellu sinni. Samsett/Hulda Margrét og AP T.J. Watt hefur átt frábært tímabil með Pittsburgh Steelers og eftir magnaða frammistöðu í sigri Steelers á Cleveland Browns á mánudagskvöldið er hann kominn í dauðafæri að eignast eitt virtasta metið í NFL-deildinni. Það vita kannski ekki allir en T.J. Watt er unnusti Dani Rhodes, bandarísku knattspyrnukonunnar sem spilaði með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta síðasta sumar. Rhodes skoraði 4 mörk í 10 leikjum í deild og bikar en Þróttur náði þriðja sætinu í deildinni og komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Áður en Dani Rhodes flaug til Íslands í sumar þá bað T.J. Watt hana að giftast sér og hún sagði já. Metið sem Watt er kominn í skotfæri við eru metið yfir flestar leikstjórnendafellur á einu tímabili. Watt náði fjórum fellum í sigrinum á Browns og er því kominn með 21,5 leikstjórnendafellur á tímabilinu. Here are all of the sacks this year registered by T.J. Watt #Steelers pic.twitter.com/Ay62w3bI2R— Steelers Depot 7 (@Steelersdepot) January 7, 2022 Metið hefur verið í eigu Michael Strahan undanfarin tuttugu ár en hann náði 22,5 fellum á 2001 tímabilinu. Það merkilega við árangur Watt er að hann er búinn að ná þessu í aðeins fjórtán leikjum. Hann missti nefnilega úr tvo leiki vegna meiðsla. Lokaleikur Watt verður á móti Baltimore Ravens um helgina, liði sem hefur gefið færi á sér á tímabilinu. Tvær fellur standa á milli Watt og að eiga metið einn. Hann segist ekki endilega ætla að elta metið en miðað við stuðið á honum í síðasta leik þá er allt eins víst að það falli. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Það vita kannski ekki allir en T.J. Watt er unnusti Dani Rhodes, bandarísku knattspyrnukonunnar sem spilaði með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta síðasta sumar. Rhodes skoraði 4 mörk í 10 leikjum í deild og bikar en Þróttur náði þriðja sætinu í deildinni og komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Áður en Dani Rhodes flaug til Íslands í sumar þá bað T.J. Watt hana að giftast sér og hún sagði já. Metið sem Watt er kominn í skotfæri við eru metið yfir flestar leikstjórnendafellur á einu tímabili. Watt náði fjórum fellum í sigrinum á Browns og er því kominn með 21,5 leikstjórnendafellur á tímabilinu. Here are all of the sacks this year registered by T.J. Watt #Steelers pic.twitter.com/Ay62w3bI2R— Steelers Depot 7 (@Steelersdepot) January 7, 2022 Metið hefur verið í eigu Michael Strahan undanfarin tuttugu ár en hann náði 22,5 fellum á 2001 tímabilinu. Það merkilega við árangur Watt er að hann er búinn að ná þessu í aðeins fjórtán leikjum. Hann missti nefnilega úr tvo leiki vegna meiðsla. Lokaleikur Watt verður á móti Baltimore Ravens um helgina, liði sem hefur gefið færi á sér á tímabilinu. Tvær fellur standa á milli Watt og að eiga metið einn. Hann segist ekki endilega ætla að elta metið en miðað við stuðið á honum í síðasta leik þá er allt eins víst að það falli. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15)
NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira