Unnusti leikmanns Þróttar í sumar á góða möguleika á að slá virt met í NFL Óskar Ófeigur Jónsson skrifar 7. janúar 2022 16:01 Dani Rhodes fagnar til vinstri marki með Þrótti í sumar og T.J. Watt fagnar til hærri einni leikstjórnandafellu sinni. Samsett/Hulda Margrét og AP T.J. Watt hefur átt frábært tímabil með Pittsburgh Steelers og eftir magnaða frammistöðu í sigri Steelers á Cleveland Browns á mánudagskvöldið er hann kominn í dauðafæri að eignast eitt virtasta metið í NFL-deildinni. Það vita kannski ekki allir en T.J. Watt er unnusti Dani Rhodes, bandarísku knattspyrnukonunnar sem spilaði með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta síðasta sumar. Rhodes skoraði 4 mörk í 10 leikjum í deild og bikar en Þróttur náði þriðja sætinu í deildinni og komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Áður en Dani Rhodes flaug til Íslands í sumar þá bað T.J. Watt hana að giftast sér og hún sagði já. Metið sem Watt er kominn í skotfæri við eru metið yfir flestar leikstjórnendafellur á einu tímabili. Watt náði fjórum fellum í sigrinum á Browns og er því kominn með 21,5 leikstjórnendafellur á tímabilinu. Here are all of the sacks this year registered by T.J. Watt #Steelers pic.twitter.com/Ay62w3bI2R— Steelers Depot 7 (@Steelersdepot) January 7, 2022 Metið hefur verið í eigu Michael Strahan undanfarin tuttugu ár en hann náði 22,5 fellum á 2001 tímabilinu. Það merkilega við árangur Watt er að hann er búinn að ná þessu í aðeins fjórtán leikjum. Hann missti nefnilega úr tvo leiki vegna meiðsla. Lokaleikur Watt verður á móti Baltimore Ravens um helgina, liði sem hefur gefið færi á sér á tímabilinu. Tvær fellur standa á milli Watt og að eiga metið einn. Hann segist ekki endilega ætla að elta metið en miðað við stuðið á honum í síðasta leik þá er allt eins víst að það falli. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15) NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira
Það vita kannski ekki allir en T.J. Watt er unnusti Dani Rhodes, bandarísku knattspyrnukonunnar sem spilaði með Þrótti í Pepsi Max deild kvenna í fótbolta síðasta sumar. Rhodes skoraði 4 mörk í 10 leikjum í deild og bikar en Þróttur náði þriðja sætinu í deildinni og komst alla leið í bikarúrslitaleikinn. View this post on Instagram A post shared by theScore (@thescore) Áður en Dani Rhodes flaug til Íslands í sumar þá bað T.J. Watt hana að giftast sér og hún sagði já. Metið sem Watt er kominn í skotfæri við eru metið yfir flestar leikstjórnendafellur á einu tímabili. Watt náði fjórum fellum í sigrinum á Browns og er því kominn með 21,5 leikstjórnendafellur á tímabilinu. Here are all of the sacks this year registered by T.J. Watt #Steelers pic.twitter.com/Ay62w3bI2R— Steelers Depot 7 (@Steelersdepot) January 7, 2022 Metið hefur verið í eigu Michael Strahan undanfarin tuttugu ár en hann náði 22,5 fellum á 2001 tímabilinu. Það merkilega við árangur Watt er að hann er búinn að ná þessu í aðeins fjórtán leikjum. Hann missti nefnilega úr tvo leiki vegna meiðsla. Lokaleikur Watt verður á móti Baltimore Ravens um helgina, liði sem hefur gefið færi á sér á tímabilinu. Tvær fellur standa á milli Watt og að eiga metið einn. Hann segist ekki endilega ætla að elta metið en miðað við stuðið á honum í síðasta leik þá er allt eins víst að það falli. View this post on Instagram A post shared by Dani Rhodes (@dani_rhodes15)
NFL Þróttur Reykjavík Mest lesið Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Enski boltinn Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Enski boltinn Síðasti dansinn hjá Kelce? Sport Var frústreraður vegna landsliðsins Fótbolti Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Íslenski boltinn Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi Sport Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Fótbolti Þessi tíu eru tilnefnd sem Íþróttamaður ársins 2025: 23 ára aldursmunur Sport Viðurkenna að VAR hafi bilað Fótbolti Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Körfubolti Fleiri fréttir Van de Ven bað Isak afsökunar: „Vildi ekki meiða hann“ Var frústreraður vegna landsliðsins Hvers vegna heillast stórliðin svo af Semenyo? Stewart, Snoop og Modric í eina sæng Síðasti dansinn hjá Kelce? Mahrez batt enda á bið Alsíringa Heyrði hvorki frá Blikum né Víkingum Jólagjöf í Keflavík: Remy Martin snýr aftur Ruglaðar lokamínútur í Afríkukeppninni Vill ekki segja hversu lengi Bruno er frá Spyr hvort Guardiola stígi á vigtina Viðurkenna að VAR hafi bilað Úr Bestu heim í Hauka Ekkert spilað í vetur en gæti mætt Íslandi í fyrsta leik á EM Stefndi á ÓL en fannst látinn á hótelherbergi „Þetta er stærsti klúbbur Íslands“ Ótrúlegur sigur á HM: „Ég er mjög tregur svo pressan nær ekki til mín“ Koepka fyrsta stjarnan sem riftir samningi við LIV Kaupmannahafnarbúi afgreiddi Úganda Arsenal í undanúrslit eftir vító Arnar Daði rekinn frá Stjörnunni en áfram þjálfari kvennaliðsins Man. Utd reyndi stíft en Semenyo kaus City Öll höllin æpti nafn Gísla í spennutrylli Iwobi og Lookman áberandi í sigri Nígeríu „Tölfræðilega séð eiga þeir ekkert að vera í þessari stöðu“ Guðrún Brá og Gunnlaugur Árni slógu best í ár Amanda hætt hjá Twente Jackson hóf Afríkumótið með látum Fullkrug leysir Origi af í Mílanó Versta tímabil Vinícius í mörg ár og samningaviðræður sigla í strand Sjá meira