Trump og tveimur börnum hans stefnt Samúel Karl Ólason skrifar 4. janúar 2022 08:52 Ivanka Trump og Donald Trump yngri hefur verið stefnt til viðbótar við Trump sjálfan. Eftir að hann varð forseti komu börn hans að rekstri fyrirtækis Trumps í New York. AP/Evan Vucci Ríkissaksóknari New York hefur stefnt Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, og tveimur börnum hans Ivönku Trump og Donald Trump yngri. Saksóknarinn krefst þess að þau beri vitni í rannsókn á Trump Organization, fyrirtæki Trumps. Rannsókn Letitia James, ríkissaksóknara, er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Hún vill einnig koma höndum yfir skjöl frá fyrirtækinu vegna rannsóknarinnar sem snýr meðal annars að því hvernig Trump verðmat eignir sínar. Rætt var við Eric Trump vegna rannsóknarinnar í október 2020. Báðar rannsóknirnar á Trump og fyrirtæki hans beinast að því hvernig Trump hefur verðmetið eignir sínar í gegnum árin. Þær snúa að því hvort að Trump hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Sjá einnig: Nýr ákærudómstóll skoðar sönnunargögn í máli Trump Stefnurnar gegn þremenningunum voru opinberaðar í gær, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en lögmenn Trumps kröfðust þes í gær að þær yrðu felldar niður því þær væru „fordæmalausar“ og brytu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Lögmenn Trumps segja að James geti ekki komið að tveimur mismunandi rannsóknum gegn fyrirtæki forsetans fyrrverandi. Þeir saka hana um að reyna að verða sér út um vitnisburð í þessu máli til að nota gegn Trump í glæparannsókninni, samkvæmt frétt New York Times. Mismunandi reglur gilda fyrir vitnisburði í málum sem þessum en í rannsókn James njóta þremenningarnir ekki sömu réttinda varðandi vitnisburð og í glæparannsókninni. Lögmennirnir segja James reyna að stytta sér leið í gegnum dómskerfið. Lögmenn Trumps hafa höfðað mál gegn James með því markmiði að stöðva rannsókn hennar á þeim grundvelli að hún sé pólitísks eðlis og brjóti á réttindum skjólstæðings þeirra. Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56 Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð. 30. október 2021 16:31 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Ný fjölmiðlasamsteypa Trump fjármögnuð af grandlausum fjárfestum Margir þeirra fjárfesta sem nú eiga hlut í nýrri fjölmiðlasamsteypu Donald Trump höfðu ekki hugmynd um að þeir væru að fjármagna nýjasta ævintýri forsetans fyrrverandi þegar þeir tóku ákvörðun um að ávaxta peninga sína. 22. október 2021 09:47 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Sjá meira
Rannsókn Letitia James, ríkissaksóknara, er ekki glæparannsókn og finni hún vísbendingar um að brot hafi verið framin getur hún höfðað mál. Umdæmasaksóknari Manhattan er þó einnig með fyrirtæki Trumps til rannsóknar en sú rannsókn er glæparannsókn og kemur Letitia James einnig að henni. Hún vill einnig koma höndum yfir skjöl frá fyrirtækinu vegna rannsóknarinnar sem snýr meðal annars að því hvernig Trump verðmat eignir sínar. Rætt var við Eric Trump vegna rannsóknarinnar í október 2020. Báðar rannsóknirnar á Trump og fyrirtæki hans beinast að því hvernig Trump hefur verðmetið eignir sínar í gegnum árin. Þær snúa að því hvort að Trump hafi blekkt banka og skattyfirvöld um raunveruleg verðmæti eigna fyrirtækisins. Hann hafi ýmist ýkt virði þeirra til að fá hagstæðari lán eða gert lítið úr þeim til að komast hjá skattgreiðslum. Sjá einnig: Nýr ákærudómstóll skoðar sönnunargögn í máli Trump Stefnurnar gegn þremenningunum voru opinberaðar í gær, samkvæmt frétt AP fréttaveitunnar, en lögmenn Trumps kröfðust þes í gær að þær yrðu felldar niður því þær væru „fordæmalausar“ og brytu gegn stjórnarskrá Bandaríkjanna. Lögmenn Trumps segja að James geti ekki komið að tveimur mismunandi rannsóknum gegn fyrirtæki forsetans fyrrverandi. Þeir saka hana um að reyna að verða sér út um vitnisburð í þessu máli til að nota gegn Trump í glæparannsókninni, samkvæmt frétt New York Times. Mismunandi reglur gilda fyrir vitnisburði í málum sem þessum en í rannsókn James njóta þremenningarnir ekki sömu réttinda varðandi vitnisburð og í glæparannsókninni. Lögmennirnir segja James reyna að stytta sér leið í gegnum dómskerfið. Lögmenn Trumps hafa höfðað mál gegn James með því markmiði að stöðva rannsókn hennar á þeim grundvelli að hún sé pólitísks eðlis og brjóti á réttindum skjólstæðings þeirra.
Donald Trump Bandaríkin Tengdar fréttir Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56 Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð. 30. október 2021 16:31 Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49 Ný fjölmiðlasamsteypa Trump fjármögnuð af grandlausum fjárfestum Margir þeirra fjárfesta sem nú eiga hlut í nýrri fjölmiðlasamsteypu Donald Trump höfðu ekki hugmynd um að þeir væru að fjármagna nýjasta ævintýri forsetans fyrrverandi þegar þeir tóku ákvörðun um að ávaxta peninga sína. 22. október 2021 09:47 Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30 Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07 Mest lesið Skýrt ákall um heilsdagsverkfall á kvennafrídegi í ár Innlent Kynfræðsla ekki endilega forgangsatriði í fermingarfræðslu Innlent „Þessi starfsemi er komin til að vera“ Innlent Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Erlent Kannast ekki við gagnrýni á fegurðarsamkeppni ungmenna Innlent Fjölgun á þeim sem lögregla fylgir úr landi Innlent Ekki sé gagnlegt að etja Krabbameinsfélaginu og Ljósinu saman Innlent Olíuboranir að hefjast beint norður af Íslandi Innlent Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Erlent Stöðva framleiðslu í álverinu á Grundartanga Innlent Fleiri fréttir Sextíu og þrír látnir eftir umferðarslys í Úganda Gerðu árás á rússneska efnaverksmiðju í Bryansk Óttast að senda hermenn til Gasa Rífa hluta Hvíta hússins fyrir veislusal Trumps Ólíklegt að Trump og Pútín muni funda í bráð Serbneskur stríðsglæpamaður farinn yfir móðuna miklu 21 árs fangelsi fyrir banatilræðið gegn Fico Gagnrýndur fyrir ummæli um ógn af hálfu innflytjenda Refsidómi Diddy verði áfrýjað Fyrsta konan til að verða forsætisráðherra Japans Selja neyðargetnaðarvörn sem lausasölulyf í fyrsta skipti Opnar á að útvista loftslagsmarkmiðum Evrópu enn frekar Neitar enn að hleypa nýrri þingkonu að Enginn arftaki í augsýn hjá Xi Hafna aftur tillögu Trumps Frekari uppljóstranir vekja reiði og áköll um viðbrögð Fá heimild til að skjóta niður dróna yfir herstöðvum Tuttugu ára stjórn sósíalista í Bólivíu á enda Trump sagður hafa þrýst á Selenskí að gefa eftir land Segir vopnahlé enn í gildi á Gasa Komust á brott með átta ómetanlega skartgripi Trump birti gervigreindarmyndband: Með krúnu á höfði að henda hægðum á mótmælendur Tveggja barna foreldrar verða undanþegnir tekjuskatti Louvre-safni lokað vegna ráns Sagður bjóða frið í skiptum fyrir Donetsk Segja Hamas skipuleggja árás gegn almenningi á Gasa Gríðarlegur fjöldi á No Kings mótmælunum Segir Selenskí og Pútín að „hætta þar sem þeir eru“ Andrés prins afsalar sér öllum titlum í kjölfar ásakana Tugi heimila sópaði út á haf í Alaska Sjá meira
Þingnefndin sem rannsakar árásina á þinghúsið fær gögn Trump Dómari í Bandaríkjunum hefur úrskurðað að þingnefnd sem rannsakar árásina á þinghús Bandaríkjanna megi fá aðgang að skjölum er varða Donald Trump fyrrverandi forseta. 10. nóvember 2021 06:56
Trump safnar enn fúlgum fjár á grunni lyga Donald Trump, fyrrverandi forseta Bandaríkjanna, hefur verið meinað að birta færslur á Facebook og öðrum samfélagsmiðlum. Honum hefur einni verið bannað að nota sjóði Save America, pólitískrar aðgerðarnefndar hans, til að fjármagna annað forsetaframboð. 30. október 2021 16:31
Trump yngri selur boli og gerir grín að Baldwin Stjórnmálamenn á hægri væng Bandaríkjanna og bandamenn Donalds Trump, fyrrverandi forseta, hafa gagnrýnt og gert grín að leikaranum Alec Baldwin eftir að hann hleypti skoti af byssu á setti og varð þannig kvikmyndatökustjóranum Halynu Hutchins að bana. Donald Trump yngri, elsti sonur forsetans fyrrverandi seldi til að mynda boli þar sem grín var gert að dauða Hutchins. 26. október 2021 10:49
Ný fjölmiðlasamsteypa Trump fjármögnuð af grandlausum fjárfestum Margir þeirra fjárfesta sem nú eiga hlut í nýrri fjölmiðlasamsteypu Donald Trump höfðu ekki hugmynd um að þeir væru að fjármagna nýjasta ævintýri forsetans fyrrverandi þegar þeir tóku ákvörðun um að ávaxta peninga sína. 22. október 2021 09:47
Trump krefst þess að komast aftur á Twitter Donald Trump, fyrrverandi forseti Bandaríkjanna, hefur höfðað mál gegn Twitter í Texas. Hann krefst þess að verða hleypt aftur inn á samfélagsmiðilinn eftir að hafa verið bannaður þar í kjölfar árásarinnar á þinghúsið í Bandaríkjunum þann 6. janúar. 2. október 2021 16:30
Trump stefnir frænku sinni og New York Times Donald Trump, fyrrverandi Bandaríkjaforseti, hefur stefnt bróðurdóttur sinni og New York Times vegna umfjöllunar blaðsins um hvernig Trump-fjölskyldan kom sér undan erfðaskatti. Umfjöllunin byggðist á gögnum sem frænka þáverandi forsetans lét blaðamenn fá. 22. september 2021 09:07