Gylfi enn langlaunahæstur en tveir táningar með hundrað milljónir Sindri Sverrisson skrifar 3. janúar 2022 11:21 Gylfi Þór Sigurðsson er með tæplega tvær milljónir króna í laun á dag, fyrir skatt. EPA-EFE/PETER POWELL Gylfi Þór Sigurðsson og Jóhann Berg Guðmundsson eru tveir launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum. Fjórtán íslenskir atvinnumenn eru sagðir með yfir 100 milljónir króna hver í árslaun. Þetta kemur fram í árlegri úttekt Viðskiptablaðsins. Þar segir að Gylfi sé með um 750 milljónir króna í áætluð árslaun fyrir skatt hjá Everton, eða um 2 milljónir króna á dag, þrátt fyrir að hann sé ekki í leikmannahópi liðsins í vetur vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi kom til Everton frá Swansea fyrir metupphæð í sögu Everton árið 2017, eða 45 milljónir punda, og skrifaði þá undir samning sem gildir fram til næsta sumars. Þó að hann fái engar bónusgreiðslur á þessari leiktíð duga föst laun Gylfa vel til þess að hann sé langlaunahæsti atvinnumaður Íslands, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta Jóhann, sem leikið hefur með Burnley frá því eftir EM-ævintýrið 2016, er næstur á listanum með 500 milljónir króna í áætluð árslaun, fyrir skatt. Aron Einar Gunnarsson er þriðji með um 290 milljónir króna, sem leikmaður Al Arabi í Katar. Táningarnir í Köben með 100 milljónir hvor Rúnar Alex Rúnarsson, sem hóf árið sem einn af markvörðum Arsenal en var svo lánaður til OH Leuven í Belgíu, er í 4. sæti með um 250 milljónir króna í árslaun og þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru allir með að minnsta kosti 200 milljónir í árslaun. Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Jón Daði Böðvarsson eru með á bilinu 120-180 milljónir króna í árslaun, en fararsnið er á Jóni Daða hjá Millwall þar sem hann hefur ekkert fengið að spila á þessari leiktíð. Táningarnir Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem nú eru báðir hjá FC Kaupmannahöfn, eru sagðir vera með 100 milljónir króna hvor í árslaun. Aron og Martin einu sem ekki spila fótbolta Á lista Viðskiptablaðsins yfir 42 launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum eru aðeins tveir menn sem ekki eru fótboltamenn. Annar er Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem sagður er með um 100 milljónir króna í árslaun. Aron varð Evrópumeistari með Barcelona í sumar en gekk svo í raðir Álaborgar í Danmörku. Hinn er Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Valencia, sem í Viðskiptablaðinu er sagður vera með um 35 milljónir króna í laun á ári. Samkvæmt upplýsingum Vísis virðast þær tölur þó frá því að Martin var leikmaður Alba Berlín í Þýskalandi. Martin gekk í raðir Valencia sumarið 2020 og nú þegar hann leikur í bestu landsdeild Evrópu munu árslaun hans vera á bilinu 130-140 milljónir króna. Engin kona er á listanum. Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Þetta kemur fram í árlegri úttekt Viðskiptablaðsins. Þar segir að Gylfi sé með um 750 milljónir króna í áætluð árslaun fyrir skatt hjá Everton, eða um 2 milljónir króna á dag, þrátt fyrir að hann sé ekki í leikmannahópi liðsins í vetur vegna gruns um kynferðisbrot gegn barni. Gylfi kom til Everton frá Swansea fyrir metupphæð í sögu Everton árið 2017, eða 45 milljónir punda, og skrifaði þá undir samning sem gildir fram til næsta sumars. Þó að hann fái engar bónusgreiðslur á þessari leiktíð duga föst laun Gylfa vel til þess að hann sé langlaunahæsti atvinnumaður Íslands, samkvæmt Viðskiptablaðinu. Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta Jóhann, sem leikið hefur með Burnley frá því eftir EM-ævintýrið 2016, er næstur á listanum með 500 milljónir króna í áætluð árslaun, fyrir skatt. Aron Einar Gunnarsson er þriðji með um 290 milljónir króna, sem leikmaður Al Arabi í Katar. Táningarnir í Köben með 100 milljónir hvor Rúnar Alex Rúnarsson, sem hóf árið sem einn af markvörðum Arsenal en var svo lánaður til OH Leuven í Belgíu, er í 4. sæti með um 250 milljónir króna í árslaun og þeir Alfreð Finnbogason, Arnór Sigurðsson og Hörður Björgvin Magnússon eru allir með að minnsta kosti 200 milljónir í árslaun. Sverrir Ingi Ingason, Rúnar Már Sigurjónsson, Guðlaugur Victor Pálsson og Jón Daði Böðvarsson eru með á bilinu 120-180 milljónir króna í árslaun, en fararsnið er á Jóni Daða hjá Millwall þar sem hann hefur ekkert fengið að spila á þessari leiktíð. Táningarnir Andri Fannar Baldursson og Ísak Bergmann Jóhannesson, sem nú eru báðir hjá FC Kaupmannahöfn, eru sagðir vera með 100 milljónir króna hvor í árslaun. Aron og Martin einu sem ekki spila fótbolta Á lista Viðskiptablaðsins yfir 42 launahæstu atvinnumenn Íslands í íþróttum eru aðeins tveir menn sem ekki eru fótboltamenn. Annar er Aron Pálmarsson, landsliðsfyrirliði í handbolta, sem sagður er með um 100 milljónir króna í árslaun. Aron varð Evrópumeistari með Barcelona í sumar en gekk svo í raðir Álaborgar í Danmörku. Hinn er Martin Hermannsson, körfuboltamaður hjá Valencia, sem í Viðskiptablaðinu er sagður vera með um 35 milljónir króna í laun á ári. Samkvæmt upplýsingum Vísis virðast þær tölur þó frá því að Martin var leikmaður Alba Berlín í Þýskalandi. Martin gekk í raðir Valencia sumarið 2020 og nú þegar hann leikur í bestu landsdeild Evrópu munu árslaun hans vera á bilinu 130-140 milljónir króna. Engin kona er á listanum.
Tíu launahæstu atvinnumenn Íslands, samkvæmt lista Viðskiptablaðsins: Gylfi Þór Sigurðsson, Everton – Um 750 m.kr. Jóhann Berg Guðmundsson, Burnley – Um 500 m. kr Aron Einar Gunnarsson, Al Arabi – Um 290 m.kr. Rúnar Alex Rúnarsson, Arsenal (OH Leuven í láni) – Um 250 m. kr. Alfreð Finnbogason, Augsburg – Um 225 m. kr. Arnór Sigurðsson, CSKA Moskva (Venezia í láni) – Um 200 m. kr Hörður B. Magnússon, CSKA Moskva – Um 200 m. kr Sverrir Ingi Ingason, PAOK – Um 180 m. kr. Rúnar Már Sigurjónsson, CFR Cluj – Um 150 m. kr. Guðlaugur Victor Pálsson, Schalke – Um 150 m. kr. *Áætluð laun á ári í krónum talið fyrir skatta
Tekjur Fótbolti Handbolti Körfubolti Enski boltinn Mest lesið Var með skýrar reglur um eiginkonur bræðranna Sport Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný Enski boltinn Ellefu Íslendingar hluti af hinu eftirsótta eina prósenti í CrossFit heiminum Sport Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Íslenski boltinn Faðir Arnars og Bjarka fékk nóg og hótaði að berja George Kirby Íslenski boltinn Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Körfubolti Tiger hringdi í Trump til að segja honum frá sambandinu Golf Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Fótbolti Stuðningsmenn Chelsea og Man. City þurfa að afhenda lögreglu vegabréf sín Enski boltinn Fleiri fréttir Forseti UEFA segir 64 þjóða HM vera slæma hugmynd Skoruðu þrjú af fjórum mörkum leiksins en töpuðu samt Júlíus: Mér finnst að kvennalið Gróttu eigi að vera á þessum stað „Hann þarf að breyta þessu og ég er búinn að tala við hann inni í klefa“ „Mæti honum með bros á vör“ „Þú ert með góða taktíska greiningu og þetta gekk upp“ Barcelona fagnaði sigri innan og utan vallar í vikunni Hamar/Þór og KR byrja vel í úrslitakeppninni um laust sæti í Bónus Uppgjörið: Stjarnan - ÍR 101-83 | Stjarnan steig á bensíngjöfina í síðari hálfleik Úrslitakeppnin klár í Olís deild kvenna Chelsea upp fyrir Man. City og Newcastle Uppgjör: ÍR-Grótta 31-26 | ÍR sendi Gróttuna niður í Grillið Janus Daði og félagar slógu PSG út úr Meistaradeildinni FH-ingar sækja sér miðvörð til sænska liðsins AIK Kristján Örn og félagar töpuðu stigi í Íslendingaslag Tryggvi og félagar sendu Ólaf í sumarfrí Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Stórkostlegur fyrri hálfleikur breyttist í algjöra martröð í þeim seinni Málinu vísað frá og SA og SR spila um Íslandsmeistaratitilinn Afmæli barnanna og Liverpool-leikir það eina í dagatalinu „Það er algjört kjaftæði“ Fyrsti svarti dómarinn í ensku úrvalsdeildinni lærir að ganga á ný „Þrífst í hlutverki þar sem ég þarf að taka ábyrgð“ Tímabilinu lokið hjá Gabriel Stelpurnar okkar gætu komist á HM í Ameríku og Bretlandi Hefur áhyggjur af Glódísi fyrir EM: „Búinn að vita lengi hvað væri rétt að gera“ Þorsteinn og Ingibjörg sátu fyrir svörum „Þarf ekki einu sinni að taka takkaskóna sjálf í leiki“ Vilja að líkamlegi þátturinn dansi í takt við þann taktíska og tæknilega Ærandi þögn þegar Elías Ingi lenti í lyftu með Skagamönnum Sjá meira
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti
Uppgjörið: Njarðvík - Álftanes 89-95 | Álftnesingar sóttu sigur í stemningslítinn Stapaskóla Körfubolti