Hvers vegan ekki? Valgerður Árnadóttir skrifar 3. janúar 2022 07:01 Veganúar er viðburður, eða áskorun, sem haldinn er í janúarmánuði ár hvert og hefur það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Samtök grænkera á Íslandi hafa staðið fyrir þessari áskorun síðan 2016 og er þetta því í sjöunda sinn sem við höldum hana hérlendis. Síðasta ár voru málefni dýra og velferð þeirra mikið í umræðunni og stefnir í metþátttöku í ár. Hvað er veganismi? Vegan eða veganismi er lífsháttur þar sem leitast er við að útiloka og forðast — eftir fremsta megni — hagnýtingu og ofbeldi gagnvart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu. Hvers vegna tekur fólk þátt? Það eru þrjár mismunandi eða samtvinnaðar ástæður fyrir því að fólk tekur þátt í Veganúar: Fyrir dýrin Dýr í þauleldi og þá sérstaklega verksmiðjubúskap búa mörg hver við óviðunandi aðstæður sem ekki eru skyni gæddum verum bjóðandi. Svín, kjúklingar, varphænur, kalkúnar, kýr og kálfar flokkast undir dýr í þauleldi/verksmiðjubúskap. Þetta eru dýr sem eru alin í verksmiðjum eða á stórum búum. Svín og alífuglar fæðast og deyja án þess að fara nokkurn tíma út undir beran himin eða finna gras undir fótum sér. Á Íslandi er um 5 milljónum kjúklinga slátrað árlega, um 80 þúsund svínum, 23 þúsund nautgripum/kúm, 8 þúsund hrossum (stærsti hluti þeirra eða um 5 þúsund eru folöld blóðmera) og um 600 þúsund lömbum. Til að setja raunveruleika okkar aðeins í samhengi má benda á að fyrir um 12 þúsund árum voru 96% spendýra á jörðinni villt dýr og mannfólk einungis um 4%. Síðan mannfólk fór að halda húsdýr hafa hlutföllin breyst þannig að einungis um 4% spendýra eru villt dýr, um 60% eru húsdýr haldin til manneldis og mannfólk er um 36%. Villt dýr og náttúra eiga undir högg að sækja. Síðan við námum hér land hafa stofnar allra villtra dýra á og við landið minnkað stórlega. Íslenski refastofninn, melrakkinn, var næstum útdauður á Íslandi 1979 þegar stofninn taldi færri en 1000 dýr og sama á við um landsel, útsel, margar hvalategundir og fuglategundir sem eru á válista í dag að ógleymdum rostungum sem eru útdauðir á Íslandi. Lundi er metinn í bráðri hættu og rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki. Við þurfum að spyrja okkur hvort okkur þyki eðlilegt að svo mörg dýr í þauleldi fæðist og deyi við ömurlegar aðstæður og eigi sér innihaldslaust og stutt líf á sama tíma og við erum að útrýma villtu dýralífi? Eins og David Attenborough hefur reynt að benda okkur á þá munum við með því að útrýma villtum dýrum á jörðinni einnig útrýma okkur sjálfum. Það er því sjálfum okkur fyrir bestu að breyta neysluvenjum okkar. Yfirburðir og völd mannsins hafa haft verulega slæm áhrif á vistkerfi jarðar og við eigum fullt í fangi með að snúa þeirri þróun við til að lifa af sem tegund. Við getum ekki gert það nema að vernda einnig aðrar dýrategundir. Fyrir umhverfið Kostir grænkerafæðis með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda og markvissari og betri landnýtingar eru óumdeildir. Mikil losun gróðurhúsalofttegunda frá búfé, sérstaklega jórturdýrum, hefur margoft verið staðfest. Losun frá landbúnaði er um 20% af þeirri losun sem Ísland ber ábyrgð á gagnvart Parísarsamkomulaginu. Inni í þeirri tölu er ekki losun frá landi eins og losun frá framræstu votlendi (hvort sem það er ónýtt, nýtt sem beitiland eða til túnræktar) eða illa förnu beitilandi. Tæpur helmingur losunarinnar kemur frá iðragerjun jórturdýra og tæpur helmingur frá áburðargjöf á tún. Niðurstöður nýrrar skýrslu hér á landi sýna að umhverfisáhrif við framleiðslu á 1 kg af íslensku lambakjöti jafnast á við flugferð einstaklings til Evrópu. Talið er að matvælatengd losun á gróðurhúsalofttegundum geti aukist um 50-90% til ársins 2050 ef ekki verður gripið til stórtækra aðgerða. Mun minna land þarf til þess að framleiða eitt gramm af próteini til manneldis úr plöntum heldur en kjöti. Nýting á fæði er einnig mun betri þegar plönturnar eru borðaðar beint heldur en þegar þær eru fyrst gefnar dýrum og dýrin svo borðuð. Varlega áætlað þarf um 2 kg af (innfluttu) fóðri til þess að búa til 1 kg af kjúklingi, 4 kg af fæði fyrir hvert 1 kg af svínakjöti og um 8 kg af fæði fyrir hvert 1 kg af nautakjöti. Það er augljóst að mannkynið verður að draga verulega úr neyslu á dýraafurðum til að halda sig innan við 1,5 gráðu markmið Parísarsamkomulagsins svo jörðin verði áfram lífvænleg pláneta fyrir okkur og aðrar dýrategundir. Fyrir heilsuna Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla á rauðu kjöti, unnum kjötvörum og mjólkurvörum auki líkur á krabbameini og mæla bæði Embætti landlæknis og Krabbameinsfélagið með því að borða mestmegnis grænkerafæði til að stuðla að góðri heilsu. Einnig sýna rannsóknir fram á að grænkerafæði minnkar líkur á hjartasjúkdómum um 52% ásamt því að lækka kólesteról og minnka líkur á áunninni sykursýki verulega. Stærstu samtök næringarfræðinga í heiminum hafa lýst yfir að vel samsett grænkerafæði uppfylli allar næringarlegar þarfir einstaklinga á öllum aldri og það ætti því ekkert að standa í vegi fyrir aukinni áherslu á grænkerafæði. Matvælafræðingar benda jafnframt á að kjötiðnaður sé veikasti hlekkurinn í fæðuhringnum, viðkvæmur fyrir hvers kyns sýkingum og veirum og hvetja til að aukin áhersla verði lögð á framleiðslu plöntufæðis til að viðhalda fæðuöryggi fólks. Kórónuveiran, svínaflensan og fuglaflensan eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í dýraafurðaiðnaði. Vísindamenn hafa varað við því í áratugi að eftir því sem við göngum meira á vistkerfi jarðar og röskum náttúrulegu dýralífieins og við erum að gera með hagnaðardrifinni verksmiðjuframleiðslu þá muni koma upp skæðari veirur sem erfiðara er að halda í skefjum, eins og kórónuveiran nú sýnir. Hér eins og annars staðar koma reglulega upp tilfelli hættulegra sýkinga, eins og camphylóbaktería, salmónellusýkinga og nóróveira sem eru lífshættulegar eldra og viðkvæmu fólki og nú síðast greindist bótulismi hjá einstaklingi sem át súrsaða blóðmör, en sú baktería getur valdið lömun og dauða. Upphafsfundur Veganúar í kvöld mánudag! Það eru fjölmargir kostir við að taka upp grænkeralífstíl og öll geta prófað í einn mánuð. Þátttaka er ókeypis og skráning fer fram á www.veganuar.is. Þar má einnig finna frekari fræðslu og sækja um persónulegan ráðgjafa ef áhugi er fyrir hendi. Upphafsfundi Veganúar 2022 verður streymt á zoom og facebook mánudagskvöld 3. janúar kl. 20:00, viðburð má nálgast hér! Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi. Viltu birta grein á Vísi? Sendu okkur póst. Senda grein Vegan Valgerður Árnadóttir Mest lesið Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal Skoðun Hömpum morðingjunum sem hetjum Salvör Gullbrá Þórarinsdóttir. Skoðun Skoðun Skoðun Læknaeiðurinn og dánaraðstoð: Hvað þýðir „að valda ekki skaða“? Ingrid Kuhlman skrifar Skoðun Takk Sigurður Ingi Helgi Héðinsson skrifar Skoðun Krónan býr sig ekki til sjálf Hjörtur J. Guðmundsson skrifar Skoðun Stöndum saman fyrir íslenskan flugrekstur Bogi Nils Bogason skrifar Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar Skoðun Baráttan heldur áfram! Hjálmtýr Heiðdal skrifar Skoðun Hvers virði er líf barns? Jón Pétur Zimsen skrifar Skoðun Hvernig hljómar tilboðið einn fyrir þrjá? Davíð Már Sigurðsson skrifar Skoðun Fyrrverandi lögreglumaður heyrir enn röddina Sigurður Árni Reynisson skrifar Skoðun Bætum lífsgæði þeirra sem lifa með krabbameini Sigríður Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Offita á krossgötum Guðrún Þuríður Höskuldsdóttir,Tryggvi Helgason skrifar Skoðun Fórnir verið færðar fyrir okkur Björn Ólafsson skrifar Skoðun Launaþjófaður – vanmetinn glæpur á vinnumarkaði Kristjana Fenger skrifar Skoðun Áfram veginn í Reykjavík Gísli Garðarsson,Steinunn Rögnvaldsdóttir skrifar Skoðun Fjölgun kennara er allra hagur Haraldur Freyr Gíslason skrifar Skoðun Deilt og drottnað í umræðu um leikskólamál Halla Gunnarsdóttir skrifar Skoðun Af hverju hafa Danir það svona óþolandi gott? Björn Teitsson skrifar Skoðun Fjárfestum í framtíðinni Bryngeir Valdimarsson skrifar Skoðun Togstreita, sveigjanleiki og fjölskyldur Sólveig Rán Stefánsdóttir skrifar Skoðun Hvað kostar gjaldtakan? Hildur Hauksdóttir skrifar Skoðun Víðerni verndar og virkjana Björg Eva Erlendsdóttir skrifar Skoðun Blóðpeningar vestrænna yfirvalda Bergljót T. Gunnlaugsdóttir skrifar Skoðun Eigindlegar rannsóknir og umræðan um jafnrétti Stefan C. Hardonk skrifar Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar Skoðun Íslensk fátækt er bara kjaftæði Unnur Hrefna Jóhannsdóttir skrifar Skoðun Börn í fangelsi við landamærin Inger Erla Thomsen skrifar Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar Skoðun Breytum fánalögunum og notum fánann meira Rósa Guðbjartsdóttir skrifar Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar Sjá meira
Veganúar er viðburður, eða áskorun, sem haldinn er í janúarmánuði ár hvert og hefur það að markmiði að vekja fólk til umhugsunar um áhrif neyslu dýraafurða og kynna kosti grænkerafæðis fyrir heilsu, umhverfi og dýravernd. Samtök grænkera á Íslandi hafa staðið fyrir þessari áskorun síðan 2016 og er þetta því í sjöunda sinn sem við höldum hana hérlendis. Síðasta ár voru málefni dýra og velferð þeirra mikið í umræðunni og stefnir í metþátttöku í ár. Hvað er veganismi? Vegan eða veganismi er lífsháttur þar sem leitast er við að útiloka og forðast — eftir fremsta megni — hagnýtingu og ofbeldi gagnvart dýrum, hvort sem það á við um fæðu, fatnað, skemmtun eða aðra neyslu. Hvers vegna tekur fólk þátt? Það eru þrjár mismunandi eða samtvinnaðar ástæður fyrir því að fólk tekur þátt í Veganúar: Fyrir dýrin Dýr í þauleldi og þá sérstaklega verksmiðjubúskap búa mörg hver við óviðunandi aðstæður sem ekki eru skyni gæddum verum bjóðandi. Svín, kjúklingar, varphænur, kalkúnar, kýr og kálfar flokkast undir dýr í þauleldi/verksmiðjubúskap. Þetta eru dýr sem eru alin í verksmiðjum eða á stórum búum. Svín og alífuglar fæðast og deyja án þess að fara nokkurn tíma út undir beran himin eða finna gras undir fótum sér. Á Íslandi er um 5 milljónum kjúklinga slátrað árlega, um 80 þúsund svínum, 23 þúsund nautgripum/kúm, 8 þúsund hrossum (stærsti hluti þeirra eða um 5 þúsund eru folöld blóðmera) og um 600 þúsund lömbum. Til að setja raunveruleika okkar aðeins í samhengi má benda á að fyrir um 12 þúsund árum voru 96% spendýra á jörðinni villt dýr og mannfólk einungis um 4%. Síðan mannfólk fór að halda húsdýr hafa hlutföllin breyst þannig að einungis um 4% spendýra eru villt dýr, um 60% eru húsdýr haldin til manneldis og mannfólk er um 36%. Villt dýr og náttúra eiga undir högg að sækja. Síðan við námum hér land hafa stofnar allra villtra dýra á og við landið minnkað stórlega. Íslenski refastofninn, melrakkinn, var næstum útdauður á Íslandi 1979 þegar stofninn taldi færri en 1000 dýr og sama á við um landsel, útsel, margar hvalategundir og fuglategundir sem eru á válista í dag að ógleymdum rostungum sem eru útdauðir á Íslandi. Lundi er metinn í bráðri hættu og rjúpnastofninn er í sögulegu lágmarki. Við þurfum að spyrja okkur hvort okkur þyki eðlilegt að svo mörg dýr í þauleldi fæðist og deyi við ömurlegar aðstæður og eigi sér innihaldslaust og stutt líf á sama tíma og við erum að útrýma villtu dýralífi? Eins og David Attenborough hefur reynt að benda okkur á þá munum við með því að útrýma villtum dýrum á jörðinni einnig útrýma okkur sjálfum. Það er því sjálfum okkur fyrir bestu að breyta neysluvenjum okkar. Yfirburðir og völd mannsins hafa haft verulega slæm áhrif á vistkerfi jarðar og við eigum fullt í fangi með að snúa þeirri þróun við til að lifa af sem tegund. Við getum ekki gert það nema að vernda einnig aðrar dýrategundir. Fyrir umhverfið Kostir grænkerafæðis með tilliti til losunar gróðurhúsalofttegunda og markvissari og betri landnýtingar eru óumdeildir. Mikil losun gróðurhúsalofttegunda frá búfé, sérstaklega jórturdýrum, hefur margoft verið staðfest. Losun frá landbúnaði er um 20% af þeirri losun sem Ísland ber ábyrgð á gagnvart Parísarsamkomulaginu. Inni í þeirri tölu er ekki losun frá landi eins og losun frá framræstu votlendi (hvort sem það er ónýtt, nýtt sem beitiland eða til túnræktar) eða illa förnu beitilandi. Tæpur helmingur losunarinnar kemur frá iðragerjun jórturdýra og tæpur helmingur frá áburðargjöf á tún. Niðurstöður nýrrar skýrslu hér á landi sýna að umhverfisáhrif við framleiðslu á 1 kg af íslensku lambakjöti jafnast á við flugferð einstaklings til Evrópu. Talið er að matvælatengd losun á gróðurhúsalofttegundum geti aukist um 50-90% til ársins 2050 ef ekki verður gripið til stórtækra aðgerða. Mun minna land þarf til þess að framleiða eitt gramm af próteini til manneldis úr plöntum heldur en kjöti. Nýting á fæði er einnig mun betri þegar plönturnar eru borðaðar beint heldur en þegar þær eru fyrst gefnar dýrum og dýrin svo borðuð. Varlega áætlað þarf um 2 kg af (innfluttu) fóðri til þess að búa til 1 kg af kjúklingi, 4 kg af fæði fyrir hvert 1 kg af svínakjöti og um 8 kg af fæði fyrir hvert 1 kg af nautakjöti. Það er augljóst að mannkynið verður að draga verulega úr neyslu á dýraafurðum til að halda sig innan við 1,5 gráðu markmið Parísarsamkomulagsins svo jörðin verði áfram lífvænleg pláneta fyrir okkur og aðrar dýrategundir. Fyrir heilsuna Viðamiklar rannsóknir hafa sýnt fram á að neysla á rauðu kjöti, unnum kjötvörum og mjólkurvörum auki líkur á krabbameini og mæla bæði Embætti landlæknis og Krabbameinsfélagið með því að borða mestmegnis grænkerafæði til að stuðla að góðri heilsu. Einnig sýna rannsóknir fram á að grænkerafæði minnkar líkur á hjartasjúkdómum um 52% ásamt því að lækka kólesteról og minnka líkur á áunninni sykursýki verulega. Stærstu samtök næringarfræðinga í heiminum hafa lýst yfir að vel samsett grænkerafæði uppfylli allar næringarlegar þarfir einstaklinga á öllum aldri og það ætti því ekkert að standa í vegi fyrir aukinni áherslu á grænkerafæði. Matvælafræðingar benda jafnframt á að kjötiðnaður sé veikasti hlekkurinn í fæðuhringnum, viðkvæmur fyrir hvers kyns sýkingum og veirum og hvetja til að aukin áhersla verði lögð á framleiðslu plöntufæðis til að viðhalda fæðuöryggi fólks. Kórónuveiran, svínaflensan og fuglaflensan eiga það sameiginlegt að eiga uppruna sinn í dýraafurðaiðnaði. Vísindamenn hafa varað við því í áratugi að eftir því sem við göngum meira á vistkerfi jarðar og röskum náttúrulegu dýralífieins og við erum að gera með hagnaðardrifinni verksmiðjuframleiðslu þá muni koma upp skæðari veirur sem erfiðara er að halda í skefjum, eins og kórónuveiran nú sýnir. Hér eins og annars staðar koma reglulega upp tilfelli hættulegra sýkinga, eins og camphylóbaktería, salmónellusýkinga og nóróveira sem eru lífshættulegar eldra og viðkvæmu fólki og nú síðast greindist bótulismi hjá einstaklingi sem át súrsaða blóðmör, en sú baktería getur valdið lömun og dauða. Upphafsfundur Veganúar í kvöld mánudag! Það eru fjölmargir kostir við að taka upp grænkeralífstíl og öll geta prófað í einn mánuð. Þátttaka er ókeypis og skráning fer fram á www.veganuar.is. Þar má einnig finna frekari fræðslu og sækja um persónulegan ráðgjafa ef áhugi er fyrir hendi. Upphafsfundi Veganúar 2022 verður streymt á zoom og facebook mánudagskvöld 3. janúar kl. 20:00, viðburð má nálgast hér! Höfundur er formaður Samtaka grænkera á Íslandi.
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun
Skoðun ,,Gallaður" hundur - söluhluturinn hundur - um úrskurð Kærunefndar vöru- og þjónustukaupa Árni Stefán Árnason skrifar
Skoðun Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir skrifar
Skoðun Þegar heilbrigðiskerfið molnar og ráðherrann horfir bara á Elín A. Eyfjörð Ármannsdóttir skrifar
Skoðun Tíminn er núna, fjarheilbrigðisþjónusta sem lykill að jafnræði og sjálfbærni í heilbrigðiskerfinu Helga Dagný Sigurjónsdóttir skrifar
Skoðun Samtal um launajafnrétti og virðismat starfa í tilefni af Kvennaári Helga Björg O. Ragnarsdóttir skrifar
Fyrst heimsfaraldur, svo náttúruhamfarir, þá gjaldþrot og nú verkföll! Sigríður Margrét Oddsdóttir Skoðun