Fólk eigi ekki að leggja á gangstéttum þótt bíllinn passi ekki í innkeyrsluna Vésteinn Örn Pétursson skrifar 2. janúar 2022 18:24 Dagur segist telja að ökumenn leggi oft illa af hreinu gáleysi. Aðsend Breiðhyltingurinn Dagur Bollason segir það óþarflega algengt að ökumenn í hverfinu leggi uppi á gangstéttum, þá sérstaklega þannig að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og séu þannig fyrir vegfarendum. Dagur birti færslu í íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook þar sem hann biðlaði til þeirra að hætta að nota gangstéttir sem bílastæði á nýju ári. Þar benti hann á að fyrir utan að vera hættulegt sýndi það virðingarleysi gagnvart þeim sem noti hjólastóla og foreldrum með barnavagna. Í samtali við Vísi segir hann þetta sérstaklega algengt við innkeyrslur húsa. „En líka oft bara beint uppi á gangstétt, þó það sé hægt að leggja í götu við hliðina á,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir það misskilning að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu tilheyri innkeyrslunni sjálfri. Dagur segir sérstakt vandamál að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og blokkeri umferð um gangstéttir.Aðsend „Það stenst ekki neitt. Þetta er utan lóðarmarka hjá fólki, og þá ertu bara kominn inn á gangstétt, sem er borgarland og þú átt ekkert að leggja þar. Eins og ég benti fólki á í þræðinum þá á maður bara að sníða stakk eftir vexti og kannski ekki kaupa sér bíl sem passar ekki í innkeyrsluna eða bílskúrinn.“ Dagur segir þá að lóðaleigu- og eignaskiptasamningar kveði á um ákveðna nýtingu bílastæða. „Ef þú ætlar að vera með einhverja fleiri bíla heldur en er kveðið á um í þessum samningum þá hefurðu ekkert rétt á því að leggja uppi á gangstéttum eða á borgarlandi af því að það finnst ekki pláss fyrir bílinn þinn.“ Dagur segir fólk verða að sníða stakk eftir vexti. Það sé ekki réttur neins að leggja uppi á gangstétt.Aðsend Fæstir leggi illa af vonsku Dagur segir að viðbrögðin við ábendingu hans til Breiðhyltinga hafi að langstærstum hluta verið vel tekið, þó einhverjir hafi viljað meina að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu teljist ekki vera borgarland. Hann hafi aðallega tekið eftir þessu í eigin hverfi, en skrifar það aðallega á að þar verji hann mestum útivistartíma og segist hafa séð annað eins í öðrum hverfum borgarinnar. „Ég held að fólk sé nú ekkert að leggja svona í einhverri vonsku eða til þess að vera með stæla. Þetta er oft bara í léttu hugsunarleysi og kannski smá gáleysi. Ég held að það séu nánast allir sammála um að þetta sé ekki málið,“ segir Dagur. Hann bætir því við að hann telji þróunina í þessum málum hafa verið til batnaðar á síðustu árum. „En það má náttúrulega alltaf gera betur og ég held að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um hvernig bíllinn á að taka pláss í samfélaginu.“ Vandamálið er víðar en bara í Breiðholti að sögn Dags.Aðsend Reykjavík Bílar Samgöngur Bílastæði Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira
Dagur birti færslu í íbúahópi Breiðhyltinga á Facebook þar sem hann biðlaði til þeirra að hætta að nota gangstéttir sem bílastæði á nýju ári. Þar benti hann á að fyrir utan að vera hættulegt sýndi það virðingarleysi gagnvart þeim sem noti hjólastóla og foreldrum með barnavagna. Í samtali við Vísi segir hann þetta sérstaklega algengt við innkeyrslur húsa. „En líka oft bara beint uppi á gangstétt, þó það sé hægt að leggja í götu við hliðina á,“ segir Dagur í samtali við fréttastofu. Hann segir það misskilning að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu tilheyri innkeyrslunni sjálfri. Dagur segir sérstakt vandamál að bílar standi hálfir út úr innkeyrslum og blokkeri umferð um gangstéttir.Aðsend „Það stenst ekki neitt. Þetta er utan lóðarmarka hjá fólki, og þá ertu bara kominn inn á gangstétt, sem er borgarland og þú átt ekkert að leggja þar. Eins og ég benti fólki á í þræðinum þá á maður bara að sníða stakk eftir vexti og kannski ekki kaupa sér bíl sem passar ekki í innkeyrsluna eða bílskúrinn.“ Dagur segir þá að lóðaleigu- og eignaskiptasamningar kveði á um ákveðna nýtingu bílastæða. „Ef þú ætlar að vera með einhverja fleiri bíla heldur en er kveðið á um í þessum samningum þá hefurðu ekkert rétt á því að leggja uppi á gangstéttum eða á borgarlandi af því að það finnst ekki pláss fyrir bílinn þinn.“ Dagur segir fólk verða að sníða stakk eftir vexti. Það sé ekki réttur neins að leggja uppi á gangstétt.Aðsend Fæstir leggi illa af vonsku Dagur segir að viðbrögðin við ábendingu hans til Breiðhyltinga hafi að langstærstum hluta verið vel tekið, þó einhverjir hafi viljað meina að sá hluti gangstéttar sem liggur út af innkeyrslu teljist ekki vera borgarland. Hann hafi aðallega tekið eftir þessu í eigin hverfi, en skrifar það aðallega á að þar verji hann mestum útivistartíma og segist hafa séð annað eins í öðrum hverfum borgarinnar. „Ég held að fólk sé nú ekkert að leggja svona í einhverri vonsku eða til þess að vera með stæla. Þetta er oft bara í léttu hugsunarleysi og kannski smá gáleysi. Ég held að það séu nánast allir sammála um að þetta sé ekki málið,“ segir Dagur. Hann bætir því við að hann telji þróunina í þessum málum hafa verið til batnaðar á síðustu árum. „En það má náttúrulega alltaf gera betur og ég held að fólk sé alltaf að verða meðvitaðra um hvernig bíllinn á að taka pláss í samfélaginu.“ Vandamálið er víðar en bara í Breiðholti að sögn Dags.Aðsend
Reykjavík Bílar Samgöngur Bílastæði Mest lesið Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Innlent Kosningavaktin: Íslendingar ganga að kjörborðinu Innlent Hætta sem sáttasemjarar í deilu Ísraela og Hamas Fréttir Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Innlent Óeirðir í Valensía og kallað eftir afsögn ráðamanna Erlent Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Innlent Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Innlent Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Innlent Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Innlent Lögreglan bannaði bjór á B5 Innlent Fleiri fréttir Allt of margir með hugann annars staðar í umferðinni Ætlar 1750 kílómetra á þrektækjum á einni viku í minningu vina Baráttan hafin á TikTok: Traktor í skeifunni, kaldar kveðjur og endurkoma Engin miðlæg skráning slysa í ferðaþjónustu Yazan og fjölskylda leita að nýju húsnæði Úrbætur í kjölfar slyss á Breiðamerkurjökli og vikulöng þrekraun Grunaður um sölu fíkniefna og brot á útlendingalögum Missti stjórn á bílnum þegar klæðingin umvafði dekkin Lögreglan bannaði bjór á B5 Leikskólastarfsmenn í Hafnarfirði greiða atkvæði um verkfall Um 60 kennarar hjá Fræðsluneti Suðurlands Bein útsending: Sigmundur kynnir innihaldið Öryrkjar fá 1,7 skattfrjálsa milljarða Ætla ekki að slíta viðræðum Engin ákvörðun um hvalveiðar og maurasýrumengun á Bíldudal Kallar eftir sams konar úrræði og Breivik og árásarmaður hennar sæta Bjartsýn eftir fund í Virginíu vegna Söndru sem afplánar 37 ára dóm Helmingi þætti óeðlilegt ef Bjarni gæfi út hvalveiðileyfi Þúsund lítrar af sýru láku á Bíldudal Ríkisstjórnin bjó sjálf til flóttamannavandamál Tveir handteknir eftir hópslagsmál Mansalsmál Gríska hússins: Vann sjö daga í viku hverri og svaf í kjallaranum Sakar Snorra um að tendra bál fordóma Nýju húsnæði Myndlistaskólans lokað Ísland meðal Evrópulanda þar sem lyfjatengd andlát eru hlutfallslega flest Nánast engin læknisþjónusta ef til verkfalls kemur Mikill eldur í iðnaðarhúsnæði á Akureyri Lyfjatengd andlát, rauð Bandaríki og glimmerveisla í Eldborg Tóku fyrstu skóflustunguna að nýjum skóla Óvíst hvort umsókn um hvalveiðileyfi verði afgreidd fyrir kosningar Sjá meira