Bjartsýnn en segir ójafna dreifingu bóluefna helstu ógnina Hólmfríður Gísladóttir skrifar 31. desember 2021 23:34 Tedros sagðist bjartsýnn en varaði við því að óbólusett samfélag væri gróðrastía fyrir ný afbrigði kórónuveirunnar. epa/Salvatore Di Nolfi Tedros Adhanom Ghebreyesus, yfirmaður Alþjóðaheilbrigðisstofnunarinnar, segist bjartsýnn á að ríkjum heims takist að ná tökum á kórónuveirufaraldrinum árið 2022. Það muni þó krefjast þess að menn taki höndum saman. Tvö ár eru liðin frá því að fregnir bárust fyrst frá Kína af nýrri kórónuveiru en síðan þá hafa 287 milljónir manna greinst með veiruna á heimsvísu og nærri 5,5 milljónir látið lífið. SARS-CoV-2 og Covid-19, sjúkdómurinn sem veiran veldur, eru enn partur af daglegum veruleika þjóða heims og hafa orðið til þess að landamærum hefur verið lokað og að fólk hefur þurft að hylja andlit sitt með grímu við margar athafnir daglegs lífs. Þá hafa sóttvarnaaðgerðir vegna veirunnar valdið deilum og sundrung. Margir bera hins vegar von í brjósti um að bjartari tímar séu framundan en þær væntingar byggja meðal annars á því að nýtt afbrigði, sem hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, virðist vera mildara en fyrri afbrigði. Í nýársyfirlýsingu sinni sagði Tedros að nú byggju menn vissulega að fleiri meðferðarúrræðum en áður en hann varaði jafnframt við því að áframhald á ójafnri dreifingu bóluefna í heiminum væri ein helsta ógnin sem steðjaði að. „Þjóðernishyggja og ofsöfnun af hálfu sumra ríkja hafa grafið undan jafnri dreifingu og skapað frjóan jarðveg fyrir tilkomu ómíkron-afbrigðisins og því lengur sem þetta óréttlæti viðgengst því meiri líkur eru á því að veiran þróist á veg sem við getum hvorki komið í veg fyrir né séð fyrir,“ sagði Tedros. „Ef við bindum enda á ójöfnuðinn, þá bindum við enda á faraldurinn.“ Fæst ríki Afríku hafa náð því markmiði sem forsvarsmenn WHO settu um 40 prósenta bólusetningarhlutfall í árslok 2021. Stofnunin hefur sett nýtt markmið fyrir árið 2022; að 70 prósent allra þjóða heims verði bólusett fyrir júlílok. Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira
Tvö ár eru liðin frá því að fregnir bárust fyrst frá Kína af nýrri kórónuveiru en síðan þá hafa 287 milljónir manna greinst með veiruna á heimsvísu og nærri 5,5 milljónir látið lífið. SARS-CoV-2 og Covid-19, sjúkdómurinn sem veiran veldur, eru enn partur af daglegum veruleika þjóða heims og hafa orðið til þess að landamærum hefur verið lokað og að fólk hefur þurft að hylja andlit sitt með grímu við margar athafnir daglegs lífs. Þá hafa sóttvarnaaðgerðir vegna veirunnar valdið deilum og sundrung. Margir bera hins vegar von í brjósti um að bjartari tímar séu framundan en þær væntingar byggja meðal annars á því að nýtt afbrigði, sem hefur farið eins og eldur í sinu um heimsbyggðina, virðist vera mildara en fyrri afbrigði. Í nýársyfirlýsingu sinni sagði Tedros að nú byggju menn vissulega að fleiri meðferðarúrræðum en áður en hann varaði jafnframt við því að áframhald á ójafnri dreifingu bóluefna í heiminum væri ein helsta ógnin sem steðjaði að. „Þjóðernishyggja og ofsöfnun af hálfu sumra ríkja hafa grafið undan jafnri dreifingu og skapað frjóan jarðveg fyrir tilkomu ómíkron-afbrigðisins og því lengur sem þetta óréttlæti viðgengst því meiri líkur eru á því að veiran þróist á veg sem við getum hvorki komið í veg fyrir né séð fyrir,“ sagði Tedros. „Ef við bindum enda á ójöfnuðinn, þá bindum við enda á faraldurinn.“ Fæst ríki Afríku hafa náð því markmiði sem forsvarsmenn WHO settu um 40 prósenta bólusetningarhlutfall í árslok 2021. Stofnunin hefur sett nýtt markmið fyrir árið 2022; að 70 prósent allra þjóða heims verði bólusett fyrir júlílok.
Faraldur kórónuveiru (COVID-19) Bólusetningar Mest lesið Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Erlent Sigurjón lenti fyrir bíl: „Þetta er alveg lygilegt“ Innlent Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Erlent Krafa um að tré verði felld í Öskjuhlíð eigi ekki að koma á óvart Innlent Óvenjuleg skjálftahrina í Bárðarbungu Innlent Hafi ekki fengið nauðsynlega hjálp áður en hann varð dóttur sinni að bana Innlent Vill veita björgunarfólkinu viðurkenningu Innlent Ragnheiður Torfadóttir er látin Innlent Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Erlent Kassi með utankjörfundaratkvæðum barst ellefu dögum of seint Innlent Fleiri fréttir Lögðu kapp á að senda Pútín viðvörun vegna eldsprengja Eldar sagðir loga víða í Rússlandi eftir árásir Flokkur Farage fast á hæla Verkamannaflokksins Segist ítrekað hafa komið í veg fyrir frið á Gasa Segir að Trump hefði verið sakfelldur Þessi troða upp á innsetningarathöfn Trump Búa sig undir það versta Hyggjast leggja 100 prósent skatt á eignakaup útlendinga Bloomberg segir viðræður hafa átt sér stað um sölu TikTok til Musk Biden segir vopnahlésviðræður á lokametrunum Að minnsta kosti 24 látnir Máluðu gröf Charles Darwin í mótmælaskyni Fundu leifar af fíkniefnum í þinghúsinu eftir jólagleði þingflokka Hnjúkaþeyrinn sem knýr áfram eldana mannskæðu í Los Angeles Stjórnmálamenn fá ekki að tjá sig á 80 ára afmæli frelsunar Auschwitz Svíar séu hvorki í stríði né búi þeir við frið Tala látinna hækkar í LA og veðurspáin er óhagstæð Tugir slasaðir eftir árekstur tveggja sporvagna Alls sextán látin í eldunum Heilbrigðisyfirvöld hafa lýst yfir neyðarástandi Tveir látnir eftir að rúta hafnaði á hliðinni Weidel og Scholz kanslaraefni Fyrrverandi barnastjarna og feðgar meðal látinna Tveir norður-kóreskir hermenn sagðir í haldi Úkraínuhers Anita Bryant er látin Byssumaður í Pizzagate-málinu skotinn til bana Rýnt í stöðuna í Úkraínu: „Heimurinn er að breytast, hvað sem er getur gerst“ „Faðir minn ætti að deyja í fangelsi“ „Við viljum ekki vera Bandaríkjamenn“ Útgöngubann í borginni í nótt Sjá meira